Saddam Hussein dæmdur til dauða 6. nóvember 2006 06:15 Íbúar borgarinnar Samarra norður af Bagdad mótmæla dauðadómnum yfir honum í gær. Óttast er að dómurinn verði olía á eld átaka ólíkra fylkinga í landinu. MYND/AP Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins. Erlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins.
Erlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent