Frá orðum til aðgerða? 1. nóvember 2006 06:55 Það eru kosningar í nánd. Öxi kjósenda er reidd að rótum trjánna og þeir flokkar sem fúnir og feysknir reynast munu upp höggnir verða og þeim á eld kastað. Kannski finnst einhverjum þetta fulldramatískt og biblíulegt upphaf á pistli, sem fjalla á um stöðuna í stjórnmálum við upphaf kosningavetrar. En það liggur í loftinu krafa um gagngerar breytingar á þeirri stjórnmálalegu lognmollu sem grúft hefur yfir landinu síðastliðin 12 ár, og þá duga ef til vill ekki til lengur tilfærslur atkvæða milli flokka, milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur verður að koma til stjórnmálaafl, sem virkilega breytir hinni stjórnmálalegu blöndu með gagngerum hætti eins og þegar stífla brestur, eða kannski dugar dropinn sem breytir veig heillar skálar. Þess verður víða vart og með margvíslegum hætti, að hinni pólitísku yfirstétt býður í grun, að sú spenna sem byggst hefur upp djúpt í jarðlögum þjóðlífsins á undanförnum áratug kunni að leysast úr læðingi með stórum skjálfta, sem skeki til grunna þá sameiginlegu valdastrúktúru, sem hún hefur reist sér með æ nánari samvinnu Framsóknar og Íhalds uns svo er komið að hvar sem klipið er í annan aðilann rekur hinn upp sársaukakvein. Draumaland Andra Snæs í sumar sem seldist í 15.000 eintökum á miðjum sumarleyfatíma landsmanna, utan hinnar hefðbundnu bókavertíðar, og heldur áfram sigurgöngu sinni, hefur opnað augu stórs hluta þjóðarinnar fyrir hættunni af áformum stjórnvalda um stóriðju með tilheyrandi virkjunum. Fimmtán þúsund manna gangan með Ómari niður Laugaveg í haust var einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu og þó kannski aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Fimm hundruð manna ráðstefna Framtíðarlandsins á Hótel Nordica á sunnudaginn var skaut líka stjórnmálaflokkunum skelk í bringu. Leiðari Morgunblaðsins í gær ber því skýrt vitni. Þar er vitnað til þeirra orða Maríu Ellingsen, stjórnarmanns í Framtíðarlandinu, að samtökin hygðust vera þrýstiafl og upplýsingaveita og sinna því hlutverki af krafti í vetur. „Hins vegar verðum við með puttann á púlsinum og ef í ljós kemur að flokkarnir eru úr tengslum við þær raddir sem hljóma í samfélaginu, þá förum við fram", hefur Mogginn eftir Maríu. Flóttinn frá stóriðjustefnunni er þegar hafinn - í orði. Framsóknarflokkurinn sá þann kost grænstan að henda forystu sinni fyrir borð til að létta á dallinum. Nýr formaður var fljótur að lýsa yfir að engin stóriðjustefna væri rekin lengur (innan sviga að í reynd yrði ákvarðanatakan færð niður á hreppsnefndarstigið, enda ríkisstjórnin búin að búa svo um hnútana með skriflegum viljayfirlýsingum með álfurstunum, að milljón tonna álframleiðsla til viðbóta er í pípunum og hún, og forystumenn flokkanna, geta þvegið hendur sínar líkt og Pílatus forðum og látið hreppsnefndarmönnum eftir að velja milli Barrabasar og lausnarans). Hægri grænir Sjálfstæðisflokksins vilja leysa málin með einkavæðingu Landsvirkjunar. Þá sé pólitíkin farin úr málinu og arðsemissjónarmiðin ein ráði ferð. Enn einu sinni sannast það að pólitíkusarnir umgangast landsmenn eins og fáráðlinga („fólk er fífl", sagði einn talsmaður samráðs olíufélaganna hér um árið). Fyrsta skrefið í þeirri vegferð var að núverandi ríkisstjórnarflokkar næðu líka saman um stjórn borgarinnar og sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Það blasir svo við hverjum manni, sem ekki er blindu eða flokksglýju sleginn, að fyrir hvaða alþjóðlegan auðhring sem er (bandarískan, bandarísk/ rússneskan) eru það smáaurar sem þarf til að kaupa upp Landsvirkjun með öllum gögnum og gæðum og virkjunarréttindum. Núverandi stjórnarflokkar gætu svo fylgt með í kaupunum fyrir smámynt í flokkssjóði þeirra. Það er mikið í húfi fyrir alla, stjórnvöld í Washington, alþjóðlegu álhringasamsteypurnar og núverandi samgróninga í stjórnarráðinu, að þeir haldi völdum í næstu kosningum. Þessvegna munu þeir leggja allt kapp á að dulbúast í vetur. Þeir munu birtast kjósendum í vor í fagurgrænum treyjum og hlaða kosningastefnuskrár sínar grænum loforðum. Þeir munu lofa að hætta á álfylliríinu og láta renna af sér, þegar þau milljón tonn, sem nú eru í pípunum handa hreppsnefndunum að samþykkja, eru komin í höfn. En þá verður það of seint. Við stöndum frammi fyrir valinu milli Állands og Íslands núna. Því er hætt við að Framtíðarlandinu dugi ekki að vera þrýstiafl og upplýsingaveita. Sjáum hvað setur þegar nær dregur kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Það eru kosningar í nánd. Öxi kjósenda er reidd að rótum trjánna og þeir flokkar sem fúnir og feysknir reynast munu upp höggnir verða og þeim á eld kastað. Kannski finnst einhverjum þetta fulldramatískt og biblíulegt upphaf á pistli, sem fjalla á um stöðuna í stjórnmálum við upphaf kosningavetrar. En það liggur í loftinu krafa um gagngerar breytingar á þeirri stjórnmálalegu lognmollu sem grúft hefur yfir landinu síðastliðin 12 ár, og þá duga ef til vill ekki til lengur tilfærslur atkvæða milli flokka, milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur verður að koma til stjórnmálaafl, sem virkilega breytir hinni stjórnmálalegu blöndu með gagngerum hætti eins og þegar stífla brestur, eða kannski dugar dropinn sem breytir veig heillar skálar. Þess verður víða vart og með margvíslegum hætti, að hinni pólitísku yfirstétt býður í grun, að sú spenna sem byggst hefur upp djúpt í jarðlögum þjóðlífsins á undanförnum áratug kunni að leysast úr læðingi með stórum skjálfta, sem skeki til grunna þá sameiginlegu valdastrúktúru, sem hún hefur reist sér með æ nánari samvinnu Framsóknar og Íhalds uns svo er komið að hvar sem klipið er í annan aðilann rekur hinn upp sársaukakvein. Draumaland Andra Snæs í sumar sem seldist í 15.000 eintökum á miðjum sumarleyfatíma landsmanna, utan hinnar hefðbundnu bókavertíðar, og heldur áfram sigurgöngu sinni, hefur opnað augu stórs hluta þjóðarinnar fyrir hættunni af áformum stjórnvalda um stóriðju með tilheyrandi virkjunum. Fimmtán þúsund manna gangan með Ómari niður Laugaveg í haust var einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu og þó kannski aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Fimm hundruð manna ráðstefna Framtíðarlandsins á Hótel Nordica á sunnudaginn var skaut líka stjórnmálaflokkunum skelk í bringu. Leiðari Morgunblaðsins í gær ber því skýrt vitni. Þar er vitnað til þeirra orða Maríu Ellingsen, stjórnarmanns í Framtíðarlandinu, að samtökin hygðust vera þrýstiafl og upplýsingaveita og sinna því hlutverki af krafti í vetur. „Hins vegar verðum við með puttann á púlsinum og ef í ljós kemur að flokkarnir eru úr tengslum við þær raddir sem hljóma í samfélaginu, þá förum við fram", hefur Mogginn eftir Maríu. Flóttinn frá stóriðjustefnunni er þegar hafinn - í orði. Framsóknarflokkurinn sá þann kost grænstan að henda forystu sinni fyrir borð til að létta á dallinum. Nýr formaður var fljótur að lýsa yfir að engin stóriðjustefna væri rekin lengur (innan sviga að í reynd yrði ákvarðanatakan færð niður á hreppsnefndarstigið, enda ríkisstjórnin búin að búa svo um hnútana með skriflegum viljayfirlýsingum með álfurstunum, að milljón tonna álframleiðsla til viðbóta er í pípunum og hún, og forystumenn flokkanna, geta þvegið hendur sínar líkt og Pílatus forðum og látið hreppsnefndarmönnum eftir að velja milli Barrabasar og lausnarans). Hægri grænir Sjálfstæðisflokksins vilja leysa málin með einkavæðingu Landsvirkjunar. Þá sé pólitíkin farin úr málinu og arðsemissjónarmiðin ein ráði ferð. Enn einu sinni sannast það að pólitíkusarnir umgangast landsmenn eins og fáráðlinga („fólk er fífl", sagði einn talsmaður samráðs olíufélaganna hér um árið). Fyrsta skrefið í þeirri vegferð var að núverandi ríkisstjórnarflokkar næðu líka saman um stjórn borgarinnar og sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Það blasir svo við hverjum manni, sem ekki er blindu eða flokksglýju sleginn, að fyrir hvaða alþjóðlegan auðhring sem er (bandarískan, bandarísk/ rússneskan) eru það smáaurar sem þarf til að kaupa upp Landsvirkjun með öllum gögnum og gæðum og virkjunarréttindum. Núverandi stjórnarflokkar gætu svo fylgt með í kaupunum fyrir smámynt í flokkssjóði þeirra. Það er mikið í húfi fyrir alla, stjórnvöld í Washington, alþjóðlegu álhringasamsteypurnar og núverandi samgróninga í stjórnarráðinu, að þeir haldi völdum í næstu kosningum. Þessvegna munu þeir leggja allt kapp á að dulbúast í vetur. Þeir munu birtast kjósendum í vor í fagurgrænum treyjum og hlaða kosningastefnuskrár sínar grænum loforðum. Þeir munu lofa að hætta á álfylliríinu og láta renna af sér, þegar þau milljón tonn, sem nú eru í pípunum handa hreppsnefndunum að samþykkja, eru komin í höfn. En þá verður það of seint. Við stöndum frammi fyrir valinu milli Állands og Íslands núna. Því er hætt við að Framtíðarlandinu dugi ekki að vera þrýstiafl og upplýsingaveita. Sjáum hvað setur þegar nær dregur kosningum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun