Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi 23. október 2006 07:45 Mótmæli nýnasista í Berlín Þeir lýstu stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi fyrir að hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. MYND/AP Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning. Erlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning.
Erlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira