Var að ljúka grein umpyntingar í Tsjetsjeníu 9. október 2006 06:30 Mótmæli í Moskvu. Morðið á Önnu Politskovskaja varð aðalefni mótmælafundar í Moskvu í gær, þar sem upphaflega átti að mótmæla því að meira en hundrað Georgíumenn voru reknir úr landi í vikunni. Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári. Erlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári.
Erlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira