Öryggi og frelsi í flugi 5. október 2006 06:30 Assad Kotaite Líbaninn Kotaite fór fyrir IAOC á árunum 1975-2005. MYND/vilhelm Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim. Erlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim.
Erlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira