Viðkomur landans 3. september 2006 21:55 Hvað er það sem verndar viðkomu landans? / Vitið þér hvað það er? Mér er það hulið, orti Megas. Hér mætti snúa út úr og bæta við staf: Hvað er það sem verndar viðkomur landans? Eitthvað hlýtur það að vera, því það er nánast sama hvar Íslendinga ber niður, alls staðar gengur þeim vel. Síðastliðið vor var ég á ferð á meginlandinu. Á götu í Berlín rakst ég á gamla kunningja. Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir sátu að snæðingi undir berum himni. Ég settist hjá þeim og komst að því að Helgi og félagi hans, Jón Tryggvason, ynnu ásamt öðrum að því að endurræsa gamla Metropol-leikhúsið við Friedrichstrasse, eitt stærsta og glæstasta leikhús Þjóðverja. Í partýi um kvöldið hitti ég krakka sem þekktu til verka Egils Sæbjörnssonar, myndlistarmanns. Og þegar Sigur Rós var komin í spilarann kom í ljós að þessi þýsku úthverfabörn kunnu öll lögin utanað. Ég vissi ekki að hægt væri að læra texta Sigur Rósar. Daginn eftir var ég kominn til Prag og tékkaði mig inn á hótel í bandi Holiday Inn-keðjunnar, aðeins til að komast að því að það var í eigu Íslendings. Þó var það ekki sami Íslendingurinn og átti veitingastaðinn sem við borðuðum á um kvöldið. Heimleiðin lá í gegnum Kaupmannahöfn og auðvitað stóðst maður ekki mátið og kíkti inni í Magasin og Illums Bolighus. Á vegg við Strikið var plakat sem auglýsti tónleika Trabant og Apparat og á kaffihúsi hitti ég danskan blaðamann sem sagði mér að margir kollegar hans hefðu þegar sótt um starf á Nyhedsavisen. Úti á Kastrup-flugvelli blasti Arnaldur margfaldur Indriðason við í hillum bókabúðar og á bestseller-borðum lágu bækur Dans Brown, gefnar út af Ferdinand, forlagi Snæbjarnar Arngrímssonar. Út um gluggann á Icelandair-vélinni kom ég auga á tvær flugvélar merktar félögum sem Íslendingar höfðu annað hvort keypt eða selt á árinu. Við hlið mér sat maður frá Tólf Tóna-búðinni á Skólavörðustíg. Hann tjáði mér að þeir væru að opna útibú í Köben. Mugison myndi spila við opnunina. Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dagana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Allir gömlu kunningjarnir orðnir heimsfrægir. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Helgi Björns væri að gera það gott þegar hann náði réttinum á Hellisbúanum í Þýskalandi. Nei nei, það var þá bara smotterí. Nú á hann leikhús í Berlín. Og ég sem hélt að Valdi á Caruso væri í góðum málum með þann stað. Nei nei, það var þá bara biðleikur. Nú á hann hótel í Prag. Og ég sem hélt að það væri merki um velgengni Snæa að hafa tekist að halda Bjarti á floti í fimmtán ár... Nei, vinur minn. Það var þá bara kökusneið. Nú á hann bókaforlag í Köben. Hér áður fyrr var okkar besti maður alltaf nr. 99 þegar hann fór út að keppa. Íslenski keppandinn kom í mark einni mínútu og tuttugu sekúndum á eftir sigurvegaranum. Nú er okkar fremsti leikstjóri að sýna Pétur Gaut í Ibsenlandi. Okkar fremstu leikarar að leika á West End. Okkar fyndnasti teiknari kominn á samning hjá Penguin. Okkar fremstu viðskiptamenn að kaupa London og Köben. Okkar lyfjarisi að gleypa þann króatíska. Okkar fremsti glæpasagnahöfundur bestur í Bretlandi. Okkar fremsti knattspyrnumaður í besta liði heims. Og nú er okkar fremsti sveitaballasöngvari orðinn rokkstjarna í Bandaríkjunum. Óneitanlega breytir þetta landinu okkar örlítið. Leiksýning í Þjóðleikhúsinu fær umfjöllun í Guardian. Allt sem Eiður Smári segir ratar í heimsblöðin. Unglingahljómsveit úr Hafnarfirði fær umfjöllun í Rolling Stone. Tom Waits á ekki bara titillagið í íslenskri kvikmynd heldur leikur hann í annarri. Jón Ásgeir er nær daglegur gestur á síðum Financial Times. Og sveitaball í Ölfushöll er ekki lengur bara sveitaball í Ölfushöll heldur viðburður í amerísku sjónvarpi. Við Íslendingar eigum tvö þjóðarsport: Að baktala velgengni landans og oftúlka velgengni hans. Við ættum að leggja niður hvort tveggja og líta um öxl, til þess tíma þegar hvorki gekk né rak hjá okkar fólki og enginn tók mark á þessu litla skitna landi, og vera síðan þakklát fyrir þá heimsins happasól sem ákvað skyndilega að skína á okkur. Verum stolt og samgleðjumst okkar besta fólki. Því þessi margfalda velgengni landans á öllum sviðum er ekkert minna en ótrúleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hvað er það sem verndar viðkomu landans? / Vitið þér hvað það er? Mér er það hulið, orti Megas. Hér mætti snúa út úr og bæta við staf: Hvað er það sem verndar viðkomur landans? Eitthvað hlýtur það að vera, því það er nánast sama hvar Íslendinga ber niður, alls staðar gengur þeim vel. Síðastliðið vor var ég á ferð á meginlandinu. Á götu í Berlín rakst ég á gamla kunningja. Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir sátu að snæðingi undir berum himni. Ég settist hjá þeim og komst að því að Helgi og félagi hans, Jón Tryggvason, ynnu ásamt öðrum að því að endurræsa gamla Metropol-leikhúsið við Friedrichstrasse, eitt stærsta og glæstasta leikhús Þjóðverja. Í partýi um kvöldið hitti ég krakka sem þekktu til verka Egils Sæbjörnssonar, myndlistarmanns. Og þegar Sigur Rós var komin í spilarann kom í ljós að þessi þýsku úthverfabörn kunnu öll lögin utanað. Ég vissi ekki að hægt væri að læra texta Sigur Rósar. Daginn eftir var ég kominn til Prag og tékkaði mig inn á hótel í bandi Holiday Inn-keðjunnar, aðeins til að komast að því að það var í eigu Íslendings. Þó var það ekki sami Íslendingurinn og átti veitingastaðinn sem við borðuðum á um kvöldið. Heimleiðin lá í gegnum Kaupmannahöfn og auðvitað stóðst maður ekki mátið og kíkti inni í Magasin og Illums Bolighus. Á vegg við Strikið var plakat sem auglýsti tónleika Trabant og Apparat og á kaffihúsi hitti ég danskan blaðamann sem sagði mér að margir kollegar hans hefðu þegar sótt um starf á Nyhedsavisen. Úti á Kastrup-flugvelli blasti Arnaldur margfaldur Indriðason við í hillum bókabúðar og á bestseller-borðum lágu bækur Dans Brown, gefnar út af Ferdinand, forlagi Snæbjarnar Arngrímssonar. Út um gluggann á Icelandair-vélinni kom ég auga á tvær flugvélar merktar félögum sem Íslendingar höfðu annað hvort keypt eða selt á árinu. Við hlið mér sat maður frá Tólf Tóna-búðinni á Skólavörðustíg. Hann tjáði mér að þeir væru að opna útibú í Köben. Mugison myndi spila við opnunina. Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dagana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Allir gömlu kunningjarnir orðnir heimsfrægir. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Helgi Björns væri að gera það gott þegar hann náði réttinum á Hellisbúanum í Þýskalandi. Nei nei, það var þá bara smotterí. Nú á hann leikhús í Berlín. Og ég sem hélt að Valdi á Caruso væri í góðum málum með þann stað. Nei nei, það var þá bara biðleikur. Nú á hann hótel í Prag. Og ég sem hélt að það væri merki um velgengni Snæa að hafa tekist að halda Bjarti á floti í fimmtán ár... Nei, vinur minn. Það var þá bara kökusneið. Nú á hann bókaforlag í Köben. Hér áður fyrr var okkar besti maður alltaf nr. 99 þegar hann fór út að keppa. Íslenski keppandinn kom í mark einni mínútu og tuttugu sekúndum á eftir sigurvegaranum. Nú er okkar fremsti leikstjóri að sýna Pétur Gaut í Ibsenlandi. Okkar fremstu leikarar að leika á West End. Okkar fyndnasti teiknari kominn á samning hjá Penguin. Okkar fremstu viðskiptamenn að kaupa London og Köben. Okkar lyfjarisi að gleypa þann króatíska. Okkar fremsti glæpasagnahöfundur bestur í Bretlandi. Okkar fremsti knattspyrnumaður í besta liði heims. Og nú er okkar fremsti sveitaballasöngvari orðinn rokkstjarna í Bandaríkjunum. Óneitanlega breytir þetta landinu okkar örlítið. Leiksýning í Þjóðleikhúsinu fær umfjöllun í Guardian. Allt sem Eiður Smári segir ratar í heimsblöðin. Unglingahljómsveit úr Hafnarfirði fær umfjöllun í Rolling Stone. Tom Waits á ekki bara titillagið í íslenskri kvikmynd heldur leikur hann í annarri. Jón Ásgeir er nær daglegur gestur á síðum Financial Times. Og sveitaball í Ölfushöll er ekki lengur bara sveitaball í Ölfushöll heldur viðburður í amerísku sjónvarpi. Við Íslendingar eigum tvö þjóðarsport: Að baktala velgengni landans og oftúlka velgengni hans. Við ættum að leggja niður hvort tveggja og líta um öxl, til þess tíma þegar hvorki gekk né rak hjá okkar fólki og enginn tók mark á þessu litla skitna landi, og vera síðan þakklát fyrir þá heimsins happasól sem ákvað skyndilega að skína á okkur. Verum stolt og samgleðjumst okkar besta fólki. Því þessi margfalda velgengni landans á öllum sviðum er ekkert minna en ótrúleg.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun