Hafa félög sjálfstæðan vilja? 3. september 2006 00:09 Í grein sem Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag gerir hann ýmsar athugasemdir við hugleiðingar þess sem hér skrifar um ábyrgð einstaklinga þegar fyrirtæki sem þeir stýra verða uppvís að ólöglegu verðsamráði. Í pistlinum sem athugasemdir Ragnars beinast að var lagt út frá ólöglegu verðsamráði olíufélaganna Skeljungs, Essó og Olís, sem samkeppnisyfirvöld hafa sektað um samtals 1,5 milljarða króna. Ríkissaksóknari hefur málið nú til meðferðar og hefur fulltrúi embættisins bent á að í nágrannalöndum okkar séu ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur séu það alltaf fyrirtækin sjálf. Þessi ábending fulltrúa Ríkissaksóknara er að sjálfsögðu ekki annað en vangaveltur um hvort lagalegar forsendur séu fyrir málsókn á hendur þeim einstaklingum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn Ríkissaksóknara á verðsamráði olíufélaganna, en Ragnar H. Hall er einmitt verjandi eins þeirra manna. Nú kom ekki fram í pistlinum, sem Ragnar gerir athugasemdir sínar við, krafa um að skjólstæðingur hans eða aðrir sakborningar í svindli olíufélaganna eigi að sæta ákærum og refsingum, þótt hann kjósi að halda því fram í svargrein sinni. Þar stóð skýrum stöfum að samfélagið hlyti að gera þá kröfu að stjórnendur fyrirtækja sem yrðu uppvísir að ólöglegu verðsamráði sættu refsingum. Tilefni pistilsins var sem sagt að við núverandi aðstæður í íslensku réttarfari er einmitt þetta atriði ekki nægilega skýrt. Enginn ágreiningur er uppi um að stjórnendur olíufélaganna höfðu með sér svo vítt samráð um verð, útboð og fleira, að það náði til alls almenns reksturs félaganna. Hér var á ferðinni harðsnúið samsæri sem gekk svo fram af þjóðinni að í skoðanakönnun Fréttablaðsins haustið 2004 kom fram að 99 prósent almennings töldu að forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka fyrir þátt sinn í málinu. Að sjálfsögðu skiptir þetta álit þjóðarinnar nákvæmlega engu þegar Ríkissaksóknari metur hvort lagalegar forsendur séu fyrir því að sækja forstjórana til saka. Á hinn bóginn er full ástæða til að gera kröfu um að í lögum landsins sé búið svo um hnútana að enginn vafi leiki á því að þeir sem eru gripnir glóðvolgir við slík brot axli á þeim persónulega ábyrgð, eins og kom fram í pistlinum sem ýtti Ragnari H. Hall út á ritvöllinn. Tilgangurinn með þeim pistli var svo sannarlega ekki að velta fyrir sér lagatæknilegum atriðum olíumálsins. Þau átök eru eftirlátin lögspekingunum. Hugmyndin var að vekja athygli á því að í haust getur þjóðin átt von á því að tilkynnt verði að mennirnir sem stýrðu olíusvindlinu verði ekki sóttir til saka og þeirri skoðun lýst að ekki verði búið við slíkt ástand í viðskiptalífinu áfram. Í svargrein Ragnars kemur fram að ekki sé réttmætt að gera kröfu um að þeir sem hafi staðið í slíkum brotum sæti refsingum vegna þess að "hin ætluðu brot hafi verið framin af félögum sem þeir störfuðu hjá". Erfitt er að skilja þetta á annan hátt en að Ragnar álíti að félög hafi sjálfstæðan vilja, sem stjórnendur þeirra hafi ekkert um að segja. Þetta er svo sannarlega athyglisverð tilhugsun og fyrir ólögfróða menn verður spennandi að sjá hvort dómstólar fá tækifæri til að staðfesta þann skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í grein sem Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag gerir hann ýmsar athugasemdir við hugleiðingar þess sem hér skrifar um ábyrgð einstaklinga þegar fyrirtæki sem þeir stýra verða uppvís að ólöglegu verðsamráði. Í pistlinum sem athugasemdir Ragnars beinast að var lagt út frá ólöglegu verðsamráði olíufélaganna Skeljungs, Essó og Olís, sem samkeppnisyfirvöld hafa sektað um samtals 1,5 milljarða króna. Ríkissaksóknari hefur málið nú til meðferðar og hefur fulltrúi embættisins bent á að í nágrannalöndum okkar séu ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur séu það alltaf fyrirtækin sjálf. Þessi ábending fulltrúa Ríkissaksóknara er að sjálfsögðu ekki annað en vangaveltur um hvort lagalegar forsendur séu fyrir málsókn á hendur þeim einstaklingum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn Ríkissaksóknara á verðsamráði olíufélaganna, en Ragnar H. Hall er einmitt verjandi eins þeirra manna. Nú kom ekki fram í pistlinum, sem Ragnar gerir athugasemdir sínar við, krafa um að skjólstæðingur hans eða aðrir sakborningar í svindli olíufélaganna eigi að sæta ákærum og refsingum, þótt hann kjósi að halda því fram í svargrein sinni. Þar stóð skýrum stöfum að samfélagið hlyti að gera þá kröfu að stjórnendur fyrirtækja sem yrðu uppvísir að ólöglegu verðsamráði sættu refsingum. Tilefni pistilsins var sem sagt að við núverandi aðstæður í íslensku réttarfari er einmitt þetta atriði ekki nægilega skýrt. Enginn ágreiningur er uppi um að stjórnendur olíufélaganna höfðu með sér svo vítt samráð um verð, útboð og fleira, að það náði til alls almenns reksturs félaganna. Hér var á ferðinni harðsnúið samsæri sem gekk svo fram af þjóðinni að í skoðanakönnun Fréttablaðsins haustið 2004 kom fram að 99 prósent almennings töldu að forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka fyrir þátt sinn í málinu. Að sjálfsögðu skiptir þetta álit þjóðarinnar nákvæmlega engu þegar Ríkissaksóknari metur hvort lagalegar forsendur séu fyrir því að sækja forstjórana til saka. Á hinn bóginn er full ástæða til að gera kröfu um að í lögum landsins sé búið svo um hnútana að enginn vafi leiki á því að þeir sem eru gripnir glóðvolgir við slík brot axli á þeim persónulega ábyrgð, eins og kom fram í pistlinum sem ýtti Ragnari H. Hall út á ritvöllinn. Tilgangurinn með þeim pistli var svo sannarlega ekki að velta fyrir sér lagatæknilegum atriðum olíumálsins. Þau átök eru eftirlátin lögspekingunum. Hugmyndin var að vekja athygli á því að í haust getur þjóðin átt von á því að tilkynnt verði að mennirnir sem stýrðu olíusvindlinu verði ekki sóttir til saka og þeirri skoðun lýst að ekki verði búið við slíkt ástand í viðskiptalífinu áfram. Í svargrein Ragnars kemur fram að ekki sé réttmætt að gera kröfu um að þeir sem hafi staðið í slíkum brotum sæti refsingum vegna þess að "hin ætluðu brot hafi verið framin af félögum sem þeir störfuðu hjá". Erfitt er að skilja þetta á annan hátt en að Ragnar álíti að félög hafi sjálfstæðan vilja, sem stjórnendur þeirra hafi ekkert um að segja. Þetta er svo sannarlega athyglisverð tilhugsun og fyrir ólögfróða menn verður spennandi að sjá hvort dómstólar fá tækifæri til að staðfesta þann skilning.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun