Í miðju mannhafinu 8. júlí 2006 00:01 Hálfs mánaðar ferðalagi mínu um lendur heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi er lokið. Á morgun lýkur líka keppninni. Keppni sem alþjóðasamfélagið hefur fylgst með, í stærri og meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Það hefur í rauninni ekkert gerst í henni veröld sem mark er á takandi eða sem máli skiptir, síðan HM hófst. Hér heima er enn einn ganginn allt að fara í loft upp í spítalamálum, í Afganistan eru talibanarnir að færa sig heldur betur upp á skaftið og í sjálfu Þýskalandi sagði stórfyrirtæki þar í landi upp sjö þúsund starfsmönnum á einu bretti. Og enginn ygglir brún. Enginn tekur eftir neinu, nema því hver skoraði og hver sigraði. Það var auðvitað mikil upplifun að komast í snertingu við þá hitasótt sem greip um sig meðal Þjóðverja meðan þeir áttu von í heimsmeistaratignina, vera á staðnum og finna fyrir því rafmagnaða andrúmslofti sem ríkir í mannhafinu. Á vellinum, í stúkunni, á torgum, strætum, veitingastöðum og hvar sem komið er. Það var eins og þessi þjóð hefði látið niðurbælda þjóðerniskennd fá útrás eftir sextíu ára innibyrgða skömm og sektarkennd. Það hefur aftur verið gaman að vera Þjóðverji. Og við hin getum samglaðst með þeim og allir geta væntanlega tekið undir með mér, að mikið væri nú heimurinn betri og ánægjulegri, ef átök manna í milli væru allajafna ekki alvarlegri en þau, að takast á í boltaleik. En það er auðvitað meira og fleira en fótboltaleikir sem gleðja augað í þessu víðfeðma landi, Þýskalandi. Við ferðalangarnir ókum til að mynda Das Romantische Strasse, veg hinna rómantísku leyndardóma, enda fegurðin mikil og smjör drýpur þar af hverju strái. Það er auðvelt að sjá fyrir sér ástir og ævintýri í þessu gósenlandi skóga og engja og fljóts. Paradís hins eilífa lífs. Rómantíkin hlýtur að blómstra við slíkar aðstæður. Enda ekkert lát á aðförum og árásum framandi þjóða. Svíar reyndu til dæmis að leggja þessa náttúrufegurð undir sig, þar stóð þrjátíu ára stríðið og sjálfir reistu innfæddir bæði kirkjur og kastala á þrettándu og fjórtándu öldinni, sem enn standa og eru minnismerki um þá staðreynd að þarna ríkti menning og reisn, löngu áður en við Íslendingar vissum að til væri annað byggingarefni en torf. Og það er orð á því gerandi að þarna í miðri fegurðinni og auðlegðinni, ríkti slík veðursæld að ég þori varla að nefna það, staddur í rigningarsuddanum hér heima. Því hlutskipti deilum við mörlandarnir ennþá með kynslóðum frá örófi alda. En er það ekki skrítið að mitt í öllum þessum fótbolta og allri þessari sögu, er hreyfiaflið samskonar manneskjur, samskonar fólk, með eyru og augu og nef, eins og við! Og þó enginn eins, ekki nokkur maður. Ég sest niður á kaffihúsi eða bjórstofu og virði fyrir mér mannmergðina sem líður framhjá. Ég tek auðvitað fyrst og fremst eftir konunum og er ennþá nógu ungur (eða á ég að segja þeirrar náttúru) að snúa mig úr hálsliðnum, þegar falleg kona gengur hjá. En þarna labba litlir og stórir, feitir og mjóir, sköllóttir og hjólbeinóttir, glaðir eða afundnir, alls kyns fólk og endalaust mannhaf, og enginn er eins. Ráfar um, eins og það eigi ekkert erindi við umheiminn, en skrafar saman og er sjálfsagt allt að hugsa um kvöldmatinn eða kærastann. Upptekið í hversdagsleikanum, með hugann við sig og sína eða bara dólar þarna í góða veðrinu og lætur sér fátt um finnast og veit ekki einu sinni af því, að á stéttinni situr Íslendingur, afkomandi víkinganna, og glápir á þau og á ekkert sameiginlegt með þeim, nema það eitt að vera til í þessum heimi, nákvæmlega núna, eitt lítið peð í mannhafinu. Já, eitt lítið peð má sín kannske lítils gagnvart kóngum og drottningum á skákborði tilverunnar. En samt er þetta fólk, öll þessi smápeð og samborgarar í veröldinni, mikilvægustu einstaklingarnir, af því að það erum við, við öll, sem leggjum lóð á vogarskálarnar, gerum fótboltann að áhugamáli okkar, höfum skoðanir, eigum dagdrauma, reisum kirkjur og kastala og búum til og eigum þennan heim, meðan við tórum. Rétt eins og forfeður okkar, rétt eins og afkomendur okkar. Eins ólík og við erum. Það er eitt af undrum jarðarinnar og mannkynsins. Þessi mannskepna ein og sér. Í öllum sínum hverdagsleika og breytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hálfs mánaðar ferðalagi mínu um lendur heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi er lokið. Á morgun lýkur líka keppninni. Keppni sem alþjóðasamfélagið hefur fylgst með, í stærri og meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Það hefur í rauninni ekkert gerst í henni veröld sem mark er á takandi eða sem máli skiptir, síðan HM hófst. Hér heima er enn einn ganginn allt að fara í loft upp í spítalamálum, í Afganistan eru talibanarnir að færa sig heldur betur upp á skaftið og í sjálfu Þýskalandi sagði stórfyrirtæki þar í landi upp sjö þúsund starfsmönnum á einu bretti. Og enginn ygglir brún. Enginn tekur eftir neinu, nema því hver skoraði og hver sigraði. Það var auðvitað mikil upplifun að komast í snertingu við þá hitasótt sem greip um sig meðal Þjóðverja meðan þeir áttu von í heimsmeistaratignina, vera á staðnum og finna fyrir því rafmagnaða andrúmslofti sem ríkir í mannhafinu. Á vellinum, í stúkunni, á torgum, strætum, veitingastöðum og hvar sem komið er. Það var eins og þessi þjóð hefði látið niðurbælda þjóðerniskennd fá útrás eftir sextíu ára innibyrgða skömm og sektarkennd. Það hefur aftur verið gaman að vera Þjóðverji. Og við hin getum samglaðst með þeim og allir geta væntanlega tekið undir með mér, að mikið væri nú heimurinn betri og ánægjulegri, ef átök manna í milli væru allajafna ekki alvarlegri en þau, að takast á í boltaleik. En það er auðvitað meira og fleira en fótboltaleikir sem gleðja augað í þessu víðfeðma landi, Þýskalandi. Við ferðalangarnir ókum til að mynda Das Romantische Strasse, veg hinna rómantísku leyndardóma, enda fegurðin mikil og smjör drýpur þar af hverju strái. Það er auðvelt að sjá fyrir sér ástir og ævintýri í þessu gósenlandi skóga og engja og fljóts. Paradís hins eilífa lífs. Rómantíkin hlýtur að blómstra við slíkar aðstæður. Enda ekkert lát á aðförum og árásum framandi þjóða. Svíar reyndu til dæmis að leggja þessa náttúrufegurð undir sig, þar stóð þrjátíu ára stríðið og sjálfir reistu innfæddir bæði kirkjur og kastala á þrettándu og fjórtándu öldinni, sem enn standa og eru minnismerki um þá staðreynd að þarna ríkti menning og reisn, löngu áður en við Íslendingar vissum að til væri annað byggingarefni en torf. Og það er orð á því gerandi að þarna í miðri fegurðinni og auðlegðinni, ríkti slík veðursæld að ég þori varla að nefna það, staddur í rigningarsuddanum hér heima. Því hlutskipti deilum við mörlandarnir ennþá með kynslóðum frá örófi alda. En er það ekki skrítið að mitt í öllum þessum fótbolta og allri þessari sögu, er hreyfiaflið samskonar manneskjur, samskonar fólk, með eyru og augu og nef, eins og við! Og þó enginn eins, ekki nokkur maður. Ég sest niður á kaffihúsi eða bjórstofu og virði fyrir mér mannmergðina sem líður framhjá. Ég tek auðvitað fyrst og fremst eftir konunum og er ennþá nógu ungur (eða á ég að segja þeirrar náttúru) að snúa mig úr hálsliðnum, þegar falleg kona gengur hjá. En þarna labba litlir og stórir, feitir og mjóir, sköllóttir og hjólbeinóttir, glaðir eða afundnir, alls kyns fólk og endalaust mannhaf, og enginn er eins. Ráfar um, eins og það eigi ekkert erindi við umheiminn, en skrafar saman og er sjálfsagt allt að hugsa um kvöldmatinn eða kærastann. Upptekið í hversdagsleikanum, með hugann við sig og sína eða bara dólar þarna í góða veðrinu og lætur sér fátt um finnast og veit ekki einu sinni af því, að á stéttinni situr Íslendingur, afkomandi víkinganna, og glápir á þau og á ekkert sameiginlegt með þeim, nema það eitt að vera til í þessum heimi, nákvæmlega núna, eitt lítið peð í mannhafinu. Já, eitt lítið peð má sín kannske lítils gagnvart kóngum og drottningum á skákborði tilverunnar. En samt er þetta fólk, öll þessi smápeð og samborgarar í veröldinni, mikilvægustu einstaklingarnir, af því að það erum við, við öll, sem leggjum lóð á vogarskálarnar, gerum fótboltann að áhugamáli okkar, höfum skoðanir, eigum dagdrauma, reisum kirkjur og kastala og búum til og eigum þennan heim, meðan við tórum. Rétt eins og forfeður okkar, rétt eins og afkomendur okkar. Eins ólík og við erum. Það er eitt af undrum jarðarinnar og mannkynsins. Þessi mannskepna ein og sér. Í öllum sínum hverdagsleika og breytileika.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun