Ég vil elska mín lönd 22. júní 2006 00:01 "Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé." Er þetta þjóðremba? Nei. Sá, sem ann landi sínu og þjóð, gerir sig ekki sekan um þjóðrembu, ekki frekar en karl, sem elskar konuna sína: hann gerir sig með engu móti sekan um kvenrembu. Samt er reginmunur á því að elska sitt land og elska konuna sína. Munurinn er sá, að það er nú orðið góðu heilli hampalaust að elska mörg lönd í senn. Ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar er ekki yfirlýsing um, að hann unni ekki öðrum löndum. Öðru nær. Sá, sem elskar landið sitt af öllu hjarta, er jafnan líklegur til að kunna þá einnig að elska önnur lönd, allan heiminn. Þjóðrækni og heimshyggja eru systur, og það er rangt - það stangast á við rök og reynslu! - að stilla þeim upp sem andstæðum. Borinn og barnfæddur Reykvíkingur er ekki þar fyrir verri Íslendingur, og þjóðrækinn Íslendingur er ekki þar fyrir áhugalaus um evrópska einingu. Það felst engin þversögn í breiðvirkri átthagatryggð, hvorki innan lands né utan. Breiðvirk hjónabönd eru hins vegar bönnuð með lögum hér heima af hagnýtum ástæðum og víða annars staðar. Sambærilegar fjárhagsástæður standa ekki lengur í vegi fyrir breiðvirkri ættjarðarást, því að heimurinn hefur breytzt. Það er nú til að mynda orðið býsna algengt, að börn vaxi úr grasi í tveim löndum í senn. Og ættjarðarástin getur auðvitað verði misheit eftir atvikum. Einn helzti styrkur bandarísks samfélags er fjölbreytnin: fólk úr öllum áttum á einum og sama stað. Eitt helzta framlag Bandaríkjamanna til heimsmenningarinnar er djassinn, ættaður frá Afríku. Singapúr er svipuð að þessu leyti: þar búa Arabar, Indverjar, Kínverjar og Malæjar saman í einni kös og í sátt og samlyndi og búa við góð kjör, þótt lýðræði sé að sönnu ábótavant þar austur frá. Þannig er hægt að færa sig land úr landi, þótt einnig megi að sönnu finna ýmis nýleg dæmi um átök og ófrið milli ólíkra kynbálka. Sátt, friður og umburðarlyndi eru meginreglan í samskiptum manna óháð uppruna þeirra og kynþætti. Og þannig er Evrópa okkar daga: þangað streymir fólk alls staðar að. Evrópuþjóðunum er mikill vandi á höndum, af því að þær hafa mun skemmri reynslu af stríðu innstreymi útlendinga og minni viðbúnað en Bandaríkjamenn. Einn hollenzkur þingmaður sefur sjaldan á sama stað tvær nætur í röð og kemst ekki milli húsa nema í fylgd lögreglu og er nú á leið úr landi, þar eð öfgamenn úr hópi aðfluttra múslíma hafa kveðið upp dauðadóm yfir honum. Sum önnur Evrópulönd eiga við svipaðan vanda að glíma, eins og hryðjuverk í London og Madríd og óeirðir í París vitna um. Íslendingar hafa undan engu slíku að kvarta. Margir Íslendingar taka fagnandi á móti innflytjendum víðs vegar að. Aðrir óttast hætturnar, sem geta steðjað að litlu landi, sem leyfir upprunasamsetningu mannfjöldans að gerbreytast á skömmum tíma. Andstaðan gegn innflutningi erlends vinnuafls skírskotar öðrum þræði til ýmissa vandamála, sem upp hafa komið í nálægum löndum, og er af tvennum toga. Öðrum megin standa öfgamenn, sem ofsækja minnihlutahópa og svífast stundum einskis og verðskulda enga samstöðu í siðuðu mannfélagi. Hinum megin standa þeir, sem vilja í ljósi sögunnar standa vörð um þjóðlega arfleifð fámenns lands, sem smæðar sinnar vegna er viðkvæmara en fjölmennari samfélög fyrir innflutningi mikils fjölda fólks frá öðrum löndum. Þessi þjóðræknu varðveizlurök eiga sér langa og virðulega sögu í orðræðum hér heima og víða annars staðar og eiga ekkert skylt við öfgar hinna. Eitt af mörgum brýnum verkefnum okkar samfélags næstu ár er að finna friðsæla og framsýna málamiðlun á milli opingáttarhugsjónarinnar, sem býður mönnum að breiða út faðminn á móti þeim, sem hingað vilja koma og gerast Íslendingar og læra málið og söguna, og hálfgáttarstefnunnar, sem kallar á aðgát og aðhald í innflytjendamálum af gildum varðveizluástæðum. Innilokunarstefnan, sem átti ríkan þátt í hugum og hjörtum margra Íslendinga á fyrri tíð, kemur ekki lengur til álita, hún er dauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
"Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé." Er þetta þjóðremba? Nei. Sá, sem ann landi sínu og þjóð, gerir sig ekki sekan um þjóðrembu, ekki frekar en karl, sem elskar konuna sína: hann gerir sig með engu móti sekan um kvenrembu. Samt er reginmunur á því að elska sitt land og elska konuna sína. Munurinn er sá, að það er nú orðið góðu heilli hampalaust að elska mörg lönd í senn. Ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar er ekki yfirlýsing um, að hann unni ekki öðrum löndum. Öðru nær. Sá, sem elskar landið sitt af öllu hjarta, er jafnan líklegur til að kunna þá einnig að elska önnur lönd, allan heiminn. Þjóðrækni og heimshyggja eru systur, og það er rangt - það stangast á við rök og reynslu! - að stilla þeim upp sem andstæðum. Borinn og barnfæddur Reykvíkingur er ekki þar fyrir verri Íslendingur, og þjóðrækinn Íslendingur er ekki þar fyrir áhugalaus um evrópska einingu. Það felst engin þversögn í breiðvirkri átthagatryggð, hvorki innan lands né utan. Breiðvirk hjónabönd eru hins vegar bönnuð með lögum hér heima af hagnýtum ástæðum og víða annars staðar. Sambærilegar fjárhagsástæður standa ekki lengur í vegi fyrir breiðvirkri ættjarðarást, því að heimurinn hefur breytzt. Það er nú til að mynda orðið býsna algengt, að börn vaxi úr grasi í tveim löndum í senn. Og ættjarðarástin getur auðvitað verði misheit eftir atvikum. Einn helzti styrkur bandarísks samfélags er fjölbreytnin: fólk úr öllum áttum á einum og sama stað. Eitt helzta framlag Bandaríkjamanna til heimsmenningarinnar er djassinn, ættaður frá Afríku. Singapúr er svipuð að þessu leyti: þar búa Arabar, Indverjar, Kínverjar og Malæjar saman í einni kös og í sátt og samlyndi og búa við góð kjör, þótt lýðræði sé að sönnu ábótavant þar austur frá. Þannig er hægt að færa sig land úr landi, þótt einnig megi að sönnu finna ýmis nýleg dæmi um átök og ófrið milli ólíkra kynbálka. Sátt, friður og umburðarlyndi eru meginreglan í samskiptum manna óháð uppruna þeirra og kynþætti. Og þannig er Evrópa okkar daga: þangað streymir fólk alls staðar að. Evrópuþjóðunum er mikill vandi á höndum, af því að þær hafa mun skemmri reynslu af stríðu innstreymi útlendinga og minni viðbúnað en Bandaríkjamenn. Einn hollenzkur þingmaður sefur sjaldan á sama stað tvær nætur í röð og kemst ekki milli húsa nema í fylgd lögreglu og er nú á leið úr landi, þar eð öfgamenn úr hópi aðfluttra múslíma hafa kveðið upp dauðadóm yfir honum. Sum önnur Evrópulönd eiga við svipaðan vanda að glíma, eins og hryðjuverk í London og Madríd og óeirðir í París vitna um. Íslendingar hafa undan engu slíku að kvarta. Margir Íslendingar taka fagnandi á móti innflytjendum víðs vegar að. Aðrir óttast hætturnar, sem geta steðjað að litlu landi, sem leyfir upprunasamsetningu mannfjöldans að gerbreytast á skömmum tíma. Andstaðan gegn innflutningi erlends vinnuafls skírskotar öðrum þræði til ýmissa vandamála, sem upp hafa komið í nálægum löndum, og er af tvennum toga. Öðrum megin standa öfgamenn, sem ofsækja minnihlutahópa og svífast stundum einskis og verðskulda enga samstöðu í siðuðu mannfélagi. Hinum megin standa þeir, sem vilja í ljósi sögunnar standa vörð um þjóðlega arfleifð fámenns lands, sem smæðar sinnar vegna er viðkvæmara en fjölmennari samfélög fyrir innflutningi mikils fjölda fólks frá öðrum löndum. Þessi þjóðræknu varðveizlurök eiga sér langa og virðulega sögu í orðræðum hér heima og víða annars staðar og eiga ekkert skylt við öfgar hinna. Eitt af mörgum brýnum verkefnum okkar samfélags næstu ár er að finna friðsæla og framsýna málamiðlun á milli opingáttarhugsjónarinnar, sem býður mönnum að breiða út faðminn á móti þeim, sem hingað vilja koma og gerast Íslendingar og læra málið og söguna, og hálfgáttarstefnunnar, sem kallar á aðgát og aðhald í innflytjendamálum af gildum varðveizluástæðum. Innilokunarstefnan, sem átti ríkan þátt í hugum og hjörtum margra Íslendinga á fyrri tíð, kemur ekki lengur til álita, hún er dauð.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun