Er Framsókn til? 31. maí 2006 00:01 Nú er liðinn sá dagur þegar kjósendur landsins höfðu völdin í sveitarstjórnum landsins í hendi sér. Völdin eru nú komin í hendur fulltrúa þeirra, sem nú geta hunsað vilja kjósendanna að eigin vild næstu fjögur árin. Spaklegustu ummælin í kjölfar sveitastjórnarkosninganna féllu án efa af vörum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Morgunblaðinu á mánudag. Þau voru á þessa leið: Þetta er ákveðinn sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefði orðið frábær sigur hefðum við náð meirihluta (!) En svo kom í ljós að hann þurfti ekki að ná meirihluta. Framsókn hafði í kosningabaráttunni brýnt sína kjósendur á því að slagurinn stæði á milli efsta manns Bé-listans og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins. Nú er ljóst orðið að þar var einungis um skuggabox að ræða. Björn Ingi var áttundi maður Sjálfstæðisflokksins og breytti ákveðnum sigri hans í öruggan sigur og meirihluta. Þar með lauk langri tilvistarkreppu, sem hófst fyrir tæpu hálfu ári við prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík. Ákveðið var að binda prófkjörið ekki við flokksmenn eina heldur hafa það opið prófkjör. Aðstoðarmaður forsætisráðherra atti þar kappi við fráfarandi borgarfulltrúa Önnu Kristinsdóttur og Óskar Bergsson, sem löngum hefur verið virkur í flokksstarfi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Almennt hefur ekki tíðkast utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjörum flokka, þótt hins vegar hafi þótt brenna við á stundum að kappsfullir stuðningsmenn einstakra frambjóðenda færu með kjörkassa út um borg og bý og veittu mönnum inngöngu í flokk sinn og búið til kjörskrána jafnóðum. Fáar reglur gilda um prófkjör og þessar fáu iðulega býsna sveigjanlegar í hita bardagans. En nú brá svo við að við talningu atkvæða komust þau Anna og Óskar lengi vel ekki á blað því að utankjörstaðaatkvæði voru talin fyrst og féllu að langmestu leyti á Björn Inga. Fjölmargir framsóknarmenn töldu maðka í mysunni og að smalað hefði verið utanflokksmönnum, einkum til utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar, og það ráðið úrslitum um kjör Björns Inga. Alls tóku 3.908 þátt í prófkjörinu en í kosningunum á laugardaginn kusu 4.056 Framsókn eða einungis 148 kjósendum fleira. Til að halda innanflokksfriðinn létu hinir óánægðu kyrrt liggja nema hvað Anna Kristinsdóttir hafnaði sæti á listanum. Fullyrt hefur verið í mín eyru að svipuðum aðferðum hafi verið beitt við sjálfar kosningarnar á laugardaginn. Framsókn hlaut 3.184 atkvæði á kjörfundi en 872 atkvæði utan kjörfundar eða 28% af kjörfundaratkvæðunum, sem er allmiklu hærra hlutfall en hjá hinum flokkunum, m.a.s. Sjálfstæðisflokknum, sem þó hefur verið talinn flokka ötulastur við öflun utankjörstaðaratkvæða. Það vakti athygli starfsmanna sýslumannsins í Reykjavík við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna, að þangað komu heilu rútufarmarnir af útlendingum til að kjósa undir leiðsögn manns af erlendu bergi brotnum, sem vildi fylgja þeim eins langt og lög leyfðu - og helst lengra - inn á kjörstaðinn og aðstoða þá við að setja kross á kjörseðilinn, enda margir þeirra ókunnugir okkar stafrófi. Heimildarmenn mínir fullyrða að í einhverjum tilvikum hafi þessum útlendingum verið umbunað með greiðslu frá 2000-8000 krónur á mann. Verður ekki öðru trúað en að þeir sem telja sig búa yfir vitneskju um þetta meinta misferli í kosningunum fylgi því eftir með kæru. Það fannst einfaldlega ekki nægilega mikill samhljómur með frjálslyndum, sagði Villi borgarstjóri eftir að hann sleit viðræðum við Ólaf F. og hespaði af samningum um stjórnarsamstarf við Björn Inga á innanvið tveimur klukkustundum. Það var mikið í húfi, því að, eins og segir í leiðara Moggans í gær þá má gera ráð fyrir að framtíð Landsvirkjunar verði á dagskrá borgarstjórnar á nýju kjörtímabili og augljóslega auðveldari úrlausnar en ef meirihlutinn hafði verið skipaður með öðrum hætti. Alkunnugt er að það er þegar á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að einkavæða Landsvirkjun á næsta kjörtímabili. Til þess að svo megi verða þarf Orkuveita Reykjavíkur að selja sinn 45% hlut í fyrirtækinu á hagstæðu verði fyrir Landsvirkjun. Með nýfundnum samhljómi er svo opin og greið leið fyrir alþjóðleg risafyrirtæki eins og álfyrirtækin að kaupa hið einkavædda fyrirtæki með öllum vatnsréttindum og gögnum og gæðum. Margur finnurinn mun geta makað krókinn á þeirri vegferð. Hafi einhver haldið að afhroð Framsóknarflokksins í þessum kosningum yrði til þess að hann hyrfi frá stóriðjustefnunni og greindi sig frá samstarfsflokknum er ljóst að svo er ekki. Þvert á móti borar hann sig ennfrekar inn í hálsakot íhaldsins og verður ekki héðanaf frá þessum hýsli sínum skilinn, nema með meiriháttar skurðaðgerðum, á borð við þær, sem beitt er við aðskilnað samvaxinna tvíbura. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun
Nú er liðinn sá dagur þegar kjósendur landsins höfðu völdin í sveitarstjórnum landsins í hendi sér. Völdin eru nú komin í hendur fulltrúa þeirra, sem nú geta hunsað vilja kjósendanna að eigin vild næstu fjögur árin. Spaklegustu ummælin í kjölfar sveitastjórnarkosninganna féllu án efa af vörum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Morgunblaðinu á mánudag. Þau voru á þessa leið: Þetta er ákveðinn sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefði orðið frábær sigur hefðum við náð meirihluta (!) En svo kom í ljós að hann þurfti ekki að ná meirihluta. Framsókn hafði í kosningabaráttunni brýnt sína kjósendur á því að slagurinn stæði á milli efsta manns Bé-listans og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins. Nú er ljóst orðið að þar var einungis um skuggabox að ræða. Björn Ingi var áttundi maður Sjálfstæðisflokksins og breytti ákveðnum sigri hans í öruggan sigur og meirihluta. Þar með lauk langri tilvistarkreppu, sem hófst fyrir tæpu hálfu ári við prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík. Ákveðið var að binda prófkjörið ekki við flokksmenn eina heldur hafa það opið prófkjör. Aðstoðarmaður forsætisráðherra atti þar kappi við fráfarandi borgarfulltrúa Önnu Kristinsdóttur og Óskar Bergsson, sem löngum hefur verið virkur í flokksstarfi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Almennt hefur ekki tíðkast utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjörum flokka, þótt hins vegar hafi þótt brenna við á stundum að kappsfullir stuðningsmenn einstakra frambjóðenda færu með kjörkassa út um borg og bý og veittu mönnum inngöngu í flokk sinn og búið til kjörskrána jafnóðum. Fáar reglur gilda um prófkjör og þessar fáu iðulega býsna sveigjanlegar í hita bardagans. En nú brá svo við að við talningu atkvæða komust þau Anna og Óskar lengi vel ekki á blað því að utankjörstaðaatkvæði voru talin fyrst og féllu að langmestu leyti á Björn Inga. Fjölmargir framsóknarmenn töldu maðka í mysunni og að smalað hefði verið utanflokksmönnum, einkum til utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar, og það ráðið úrslitum um kjör Björns Inga. Alls tóku 3.908 þátt í prófkjörinu en í kosningunum á laugardaginn kusu 4.056 Framsókn eða einungis 148 kjósendum fleira. Til að halda innanflokksfriðinn létu hinir óánægðu kyrrt liggja nema hvað Anna Kristinsdóttir hafnaði sæti á listanum. Fullyrt hefur verið í mín eyru að svipuðum aðferðum hafi verið beitt við sjálfar kosningarnar á laugardaginn. Framsókn hlaut 3.184 atkvæði á kjörfundi en 872 atkvæði utan kjörfundar eða 28% af kjörfundaratkvæðunum, sem er allmiklu hærra hlutfall en hjá hinum flokkunum, m.a.s. Sjálfstæðisflokknum, sem þó hefur verið talinn flokka ötulastur við öflun utankjörstaðaratkvæða. Það vakti athygli starfsmanna sýslumannsins í Reykjavík við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna, að þangað komu heilu rútufarmarnir af útlendingum til að kjósa undir leiðsögn manns af erlendu bergi brotnum, sem vildi fylgja þeim eins langt og lög leyfðu - og helst lengra - inn á kjörstaðinn og aðstoða þá við að setja kross á kjörseðilinn, enda margir þeirra ókunnugir okkar stafrófi. Heimildarmenn mínir fullyrða að í einhverjum tilvikum hafi þessum útlendingum verið umbunað með greiðslu frá 2000-8000 krónur á mann. Verður ekki öðru trúað en að þeir sem telja sig búa yfir vitneskju um þetta meinta misferli í kosningunum fylgi því eftir með kæru. Það fannst einfaldlega ekki nægilega mikill samhljómur með frjálslyndum, sagði Villi borgarstjóri eftir að hann sleit viðræðum við Ólaf F. og hespaði af samningum um stjórnarsamstarf við Björn Inga á innanvið tveimur klukkustundum. Það var mikið í húfi, því að, eins og segir í leiðara Moggans í gær þá má gera ráð fyrir að framtíð Landsvirkjunar verði á dagskrá borgarstjórnar á nýju kjörtímabili og augljóslega auðveldari úrlausnar en ef meirihlutinn hafði verið skipaður með öðrum hætti. Alkunnugt er að það er þegar á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að einkavæða Landsvirkjun á næsta kjörtímabili. Til þess að svo megi verða þarf Orkuveita Reykjavíkur að selja sinn 45% hlut í fyrirtækinu á hagstæðu verði fyrir Landsvirkjun. Með nýfundnum samhljómi er svo opin og greið leið fyrir alþjóðleg risafyrirtæki eins og álfyrirtækin að kaupa hið einkavædda fyrirtæki með öllum vatnsréttindum og gögnum og gæðum. Margur finnurinn mun geta makað krókinn á þeirri vegferð. Hafi einhver haldið að afhroð Framsóknarflokksins í þessum kosningum yrði til þess að hann hyrfi frá stóriðjustefnunni og greindi sig frá samstarfsflokknum er ljóst að svo er ekki. Þvert á móti borar hann sig ennfrekar inn í hálsakot íhaldsins og verður ekki héðanaf frá þessum hýsli sínum skilinn, nema með meiriháttar skurðaðgerðum, á borð við þær, sem beitt er við aðskilnað samvaxinna tvíbura.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun