Hver fylgist með eftirlitinu? 22. maí 2006 20:47 Uppljóstranir Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símhleranir stjórnvalda á dögum kalda stríðsins eru ekki aðeins sagnfræðilega áhugaverðar heldur beina þær kastljósinu að því með hvaða hætti stjórnvöld hafa eftirlit með íbúum landsins á okkar tímum. Ekki eru nema um tvö ár frá því Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem meðal annars fól í sér að lögreglan fengi heimild til að hefja símahleranir án undangengis dómsúrskurðar. Eftir öflug mótmæli innan sem utan þings var sú tillaga góðu heilli felld úr frumvarpinu fyrir afgreiðslu þess. Eins og áður hefur verið vikið að á þessum vettvangi sat eftir sú óþægilega tilfinning að núverandi dómsmálaráðherra væri tilbúinn að réttlæta skerðingu á mannréttindum borgaranna með tilvísun í að tilgangurinn væri að berjast gegn hættulegum mönnum. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af viðhorfi dómsmálaráðherra til þess hvernig eftirliti ríkisins með borgurunum er háttað því eftirlitsskylda með því að þær heimildir séu ekki misnotaðar liggur einmitt hjá dómsmálaráðuneytinu. Við lestur núgildandi lagaákvæða um hleranir, ljósmyndir og hreyfimyndir af fólki án vitneskju þess, sést að þau er rúm og virðast fremur sniðin að hagsmunum lögreglunnar en borgaranna. Lagatextinn er ekki flókinn en samkvæmt 87. gr. laganna þurfa þessi skilyrði að liggja fyrir svo dómsúrskurður fáist fyrir símhlerunum eða öðru eftirliti: "a. að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þessum hætti, b. að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess." Ólíkt því sem lögin kváðu á um á dögum kalda stríðsins ber rannsóknaraðilum nú að upplýsa þá sem hleranir, eða annað eftirlit hefur beinst að, um aðgerðirnar svo fljótt sem verða má eftir að þeim líkur, "þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins", eins og segir í lögunum. Slíkt eftirlit á því ekki að koma þeim, sem fyrir því verða, í opna skjöldu mörgum árum síðar eins og er tilfellið með hleranirnar sem Guðni Th. Jóhannesson hefur upplýst um. Eftirlit með því að lögregluembætti landsins sinni þessari lagaskyldu liggur hjá dómsmálaráðaneytinu. Samkvæmt heimildum þess sem hér skrifar er það hins vegar hreint ekki alltaf tilfellið að lögreglan fari eftir þessu skýra lagaákvæði. Ekki skal fullyrt að sú sé raunin, en hins vegar er tilhugsunin ein með öllu óþolandi. Alþingi Íslendinga hlýtur í framhaldi af upplýsingum um frjálslegar símhleranir fyrr á tímum að taka málaflokkinn í heild til gagngerrar endurskoðunar. Í nágrannalöndum okkar er eftirlitsskyldan með störfum lögreglunnar í höndum sérstakrar nefndar á vegum viðkomandi þings. Það hlýtur að vera skynsamlegri háttur en að fela þetta mikilvæga hlutverk embættismönnum í ráðuneyti, með allri virðingu fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Uppljóstranir Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símhleranir stjórnvalda á dögum kalda stríðsins eru ekki aðeins sagnfræðilega áhugaverðar heldur beina þær kastljósinu að því með hvaða hætti stjórnvöld hafa eftirlit með íbúum landsins á okkar tímum. Ekki eru nema um tvö ár frá því Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem meðal annars fól í sér að lögreglan fengi heimild til að hefja símahleranir án undangengis dómsúrskurðar. Eftir öflug mótmæli innan sem utan þings var sú tillaga góðu heilli felld úr frumvarpinu fyrir afgreiðslu þess. Eins og áður hefur verið vikið að á þessum vettvangi sat eftir sú óþægilega tilfinning að núverandi dómsmálaráðherra væri tilbúinn að réttlæta skerðingu á mannréttindum borgaranna með tilvísun í að tilgangurinn væri að berjast gegn hættulegum mönnum. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af viðhorfi dómsmálaráðherra til þess hvernig eftirliti ríkisins með borgurunum er háttað því eftirlitsskylda með því að þær heimildir séu ekki misnotaðar liggur einmitt hjá dómsmálaráðuneytinu. Við lestur núgildandi lagaákvæða um hleranir, ljósmyndir og hreyfimyndir af fólki án vitneskju þess, sést að þau er rúm og virðast fremur sniðin að hagsmunum lögreglunnar en borgaranna. Lagatextinn er ekki flókinn en samkvæmt 87. gr. laganna þurfa þessi skilyrði að liggja fyrir svo dómsúrskurður fáist fyrir símhlerunum eða öðru eftirliti: "a. að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þessum hætti, b. að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess." Ólíkt því sem lögin kváðu á um á dögum kalda stríðsins ber rannsóknaraðilum nú að upplýsa þá sem hleranir, eða annað eftirlit hefur beinst að, um aðgerðirnar svo fljótt sem verða má eftir að þeim líkur, "þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins", eins og segir í lögunum. Slíkt eftirlit á því ekki að koma þeim, sem fyrir því verða, í opna skjöldu mörgum árum síðar eins og er tilfellið með hleranirnar sem Guðni Th. Jóhannesson hefur upplýst um. Eftirlit með því að lögregluembætti landsins sinni þessari lagaskyldu liggur hjá dómsmálaráðaneytinu. Samkvæmt heimildum þess sem hér skrifar er það hins vegar hreint ekki alltaf tilfellið að lögreglan fari eftir þessu skýra lagaákvæði. Ekki skal fullyrt að sú sé raunin, en hins vegar er tilhugsunin ein með öllu óþolandi. Alþingi Íslendinga hlýtur í framhaldi af upplýsingum um frjálslegar símhleranir fyrr á tímum að taka málaflokkinn í heild til gagngerrar endurskoðunar. Í nágrannalöndum okkar er eftirlitsskyldan með störfum lögreglunnar í höndum sérstakrar nefndar á vegum viðkomandi þings. Það hlýtur að vera skynsamlegri háttur en að fela þetta mikilvæga hlutverk embættismönnum í ráðuneyti, með allri virðingu fyrir þeim.