Vopnaburður varaforsetans 20. febrúar 2006 12:04 Þeir sem ráða fyrir Bandaríkjunum standa fyrir illa undirbúnum innrásum í önnur lönd og handahófskenndum pyntingu á mönnum sem þeir telja nóg að saka um herfilegar fyrirætlanir. Nú vitum við hvað þessir ráðamenn gera sér til skemmtunar þegar þeir eiga frí. Þeir fara í byssó. Erfitt er að ímynda sér átakanlegri útmálun á stefnu og framferði Bandaríkjastjórnar en skothríð varaforseta Bandaríkjanna á vin sinn sem hann mun hafa ruglast á og akurhænu í rökkrinu. Sú stefna einkennist öll af voðaskotum í myrkri - nema þar eru á ferðinni viljandi voðaskot. Það er sama hvar borið er niður í stefnumörkun þessarar ríkisstjórnar: það er bara skotið eitthvað út í lofti í fullkomnu trausti þess að geta ekki brugðist bogalistin, enda hafa þessir menn aldrei farið dult með að þeir telja sig starfa í sértöku umboði Drottins á jörðinni. Skothríð Dick Cheneys lýsir sem sé vissu hugarfari sem gegnsýrir þessa ríkisstjórn - fullkomnu sjálfstrausti hins fullkomlega vanhæfa manns sem hlustar ekki á neinn, horfir ekki í kringum sig, dregur engar ályktanir, en anar út í ófærurnar í blindri trú á mátt sinn og megin. Og vinirnir súpa seyðið: eða halda menn að Danir hefðu gengið í gegnum þær hremmingar sem hin frámunalegu mótmæli gegn skrípamyndum af Múhammeð hafa framkallað ef þeir hefðu ekki bundið trúss sitt við Bandaríkjamenn í feigðarflani þeirra í Mið-Austurlöndum? Farið með þeim í byssó. Þessum byssudólgum vill ríkisstjórn Íslands treysta fyrir vörnum og öryggi landsins; þeim vill ríkisstjórn Íslands tengja ímynd Íslands í heiminum. Gengur meira að segja með grasið í skónum á eftir þeim til að fá þá nauðuga til starfrækja áfram herstöð hér, sem þó mun víst eingöngu þjóna táknrænum tilgangi en ver engan fyrir neinum, enda vandfundið fólk sem vill ráðast á Ísland, nema ef væru menn í byssó við Bandaríkjamenn. Svo langt hefur ríkisstjórn Íslands meira að segja gengið í skýlausum hollustueiðum sínum við Bandaríkjastjórn að forsætisráðherra landsins - sem samkvæmt nýjustu könnunum nýtur fylgis 7% landsmanna - dró íslensku þjóðina inn í ófrið Bandaríkjamanna í Írak, án þess að það kæmi til kasta alþingis eða væri svo mikið sem rætt í þingflokki ráðherrans - og hvað þá að þjóðin væri spurð - og var þó um að ræða gjörtækustu grundvallarbreytingu á íslenskri utanríkisstefnu frá því að Íslendingar fengu þau mál í sínar hendur. Uppáskrift Íslendinga í þessum hernaði var eins og við munum ýmist kennd við "staðfestu" eða "viljugheit" en alla tíð hefur verið óljóst hvað í þessu felst nákvæmlega og þess jafnan gætt að hylja aðild Íslands að hernaðinum í myrkum orðavaðli, en þegar Geir Haarde tók við sem utanríkisráðherra virðist hann þó hafa haft vit á að uppræta þann vísi að íslenskum her sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson höfðu reynt að koma á fót og hafði að því er manni skildist það verkefni með höndum að koma á friði í Afganistan þar sem ófriður hefur ríkt frá því að Alexander Mikli reyndi að brjóta undir sig landið um 329 fyrir Krist en varð frá að hverfa um síðir - eins og Halldór Ásgrímsson með sinn her. Nú hafa meira að segja bresk yfirvöld játað að fangaflutningavélar CIA hafi fengið að millilenda á enskum flugvöllum en þegar málið kom til umræðu á alþingi í kjölfar sterkra vísbendinga um að slíkar vélar hefðu notið fyrirgreiðslu íslenskra flugmálayfirvalda svaraði Geir Haarde því einungis með vífilengjum og útúrsnúningi, taldi enga þörf á að kanna málið því engar "sannanir" lægju fyrir - sem ámóta gáfulegt og að segja að maður ætli ekki að komast að einhverju því maður hafi ekki þegar komist að því. Fangaflug Bandaríkjamanna snýst annars vegar um pyntingar í hálfloftunum og hins vegar um að flytja menn til Guantanamo í fangabúðir þar sem sérstök rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt Bandaríkjamenn til að loka. Þeir menn sem sloppið hafa úr þessu víti segja hroðalegar sögur af vistinni þar, og upplýst hefur verið að menn hafa lent í þessum fangabúðum fyrir þær sakir meðal annars að ruglast hefur verið á nöfnum þeirra og nöfnum terrorista. Með þessu framferði er Bandaríkjastjórn ekki bara að rústa lífi einstaklinga sem enginn veit nákvæmlega um hvað eru sekir - en Bush segir vera "vonda menn" - heldur er hún að kalla reiði og ógn yfir þjóð sína... Og vini sína. Sérstaklega þá vini sem hún heldur að séu hænsni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þeir sem ráða fyrir Bandaríkjunum standa fyrir illa undirbúnum innrásum í önnur lönd og handahófskenndum pyntingu á mönnum sem þeir telja nóg að saka um herfilegar fyrirætlanir. Nú vitum við hvað þessir ráðamenn gera sér til skemmtunar þegar þeir eiga frí. Þeir fara í byssó. Erfitt er að ímynda sér átakanlegri útmálun á stefnu og framferði Bandaríkjastjórnar en skothríð varaforseta Bandaríkjanna á vin sinn sem hann mun hafa ruglast á og akurhænu í rökkrinu. Sú stefna einkennist öll af voðaskotum í myrkri - nema þar eru á ferðinni viljandi voðaskot. Það er sama hvar borið er niður í stefnumörkun þessarar ríkisstjórnar: það er bara skotið eitthvað út í lofti í fullkomnu trausti þess að geta ekki brugðist bogalistin, enda hafa þessir menn aldrei farið dult með að þeir telja sig starfa í sértöku umboði Drottins á jörðinni. Skothríð Dick Cheneys lýsir sem sé vissu hugarfari sem gegnsýrir þessa ríkisstjórn - fullkomnu sjálfstrausti hins fullkomlega vanhæfa manns sem hlustar ekki á neinn, horfir ekki í kringum sig, dregur engar ályktanir, en anar út í ófærurnar í blindri trú á mátt sinn og megin. Og vinirnir súpa seyðið: eða halda menn að Danir hefðu gengið í gegnum þær hremmingar sem hin frámunalegu mótmæli gegn skrípamyndum af Múhammeð hafa framkallað ef þeir hefðu ekki bundið trúss sitt við Bandaríkjamenn í feigðarflani þeirra í Mið-Austurlöndum? Farið með þeim í byssó. Þessum byssudólgum vill ríkisstjórn Íslands treysta fyrir vörnum og öryggi landsins; þeim vill ríkisstjórn Íslands tengja ímynd Íslands í heiminum. Gengur meira að segja með grasið í skónum á eftir þeim til að fá þá nauðuga til starfrækja áfram herstöð hér, sem þó mun víst eingöngu þjóna táknrænum tilgangi en ver engan fyrir neinum, enda vandfundið fólk sem vill ráðast á Ísland, nema ef væru menn í byssó við Bandaríkjamenn. Svo langt hefur ríkisstjórn Íslands meira að segja gengið í skýlausum hollustueiðum sínum við Bandaríkjastjórn að forsætisráðherra landsins - sem samkvæmt nýjustu könnunum nýtur fylgis 7% landsmanna - dró íslensku þjóðina inn í ófrið Bandaríkjamanna í Írak, án þess að það kæmi til kasta alþingis eða væri svo mikið sem rætt í þingflokki ráðherrans - og hvað þá að þjóðin væri spurð - og var þó um að ræða gjörtækustu grundvallarbreytingu á íslenskri utanríkisstefnu frá því að Íslendingar fengu þau mál í sínar hendur. Uppáskrift Íslendinga í þessum hernaði var eins og við munum ýmist kennd við "staðfestu" eða "viljugheit" en alla tíð hefur verið óljóst hvað í þessu felst nákvæmlega og þess jafnan gætt að hylja aðild Íslands að hernaðinum í myrkum orðavaðli, en þegar Geir Haarde tók við sem utanríkisráðherra virðist hann þó hafa haft vit á að uppræta þann vísi að íslenskum her sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson höfðu reynt að koma á fót og hafði að því er manni skildist það verkefni með höndum að koma á friði í Afganistan þar sem ófriður hefur ríkt frá því að Alexander Mikli reyndi að brjóta undir sig landið um 329 fyrir Krist en varð frá að hverfa um síðir - eins og Halldór Ásgrímsson með sinn her. Nú hafa meira að segja bresk yfirvöld játað að fangaflutningavélar CIA hafi fengið að millilenda á enskum flugvöllum en þegar málið kom til umræðu á alþingi í kjölfar sterkra vísbendinga um að slíkar vélar hefðu notið fyrirgreiðslu íslenskra flugmálayfirvalda svaraði Geir Haarde því einungis með vífilengjum og útúrsnúningi, taldi enga þörf á að kanna málið því engar "sannanir" lægju fyrir - sem ámóta gáfulegt og að segja að maður ætli ekki að komast að einhverju því maður hafi ekki þegar komist að því. Fangaflug Bandaríkjamanna snýst annars vegar um pyntingar í hálfloftunum og hins vegar um að flytja menn til Guantanamo í fangabúðir þar sem sérstök rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt Bandaríkjamenn til að loka. Þeir menn sem sloppið hafa úr þessu víti segja hroðalegar sögur af vistinni þar, og upplýst hefur verið að menn hafa lent í þessum fangabúðum fyrir þær sakir meðal annars að ruglast hefur verið á nöfnum þeirra og nöfnum terrorista. Með þessu framferði er Bandaríkjastjórn ekki bara að rústa lífi einstaklinga sem enginn veit nákvæmlega um hvað eru sekir - en Bush segir vera "vonda menn" - heldur er hún að kalla reiði og ógn yfir þjóð sína... Og vini sína. Sérstaklega þá vini sem hún heldur að séu hænsni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun