Nýir leiðtogar í Ísrael 9. janúar 2006 00:01 Harðlínumaðurinn og fyrrverandi hershöfðinginn Ariel Sharon var af mörgum talinn maður að meiri þegar hann tók ákvörðun um það á síðari hluta nýliðins árs að flytja landnemabyggðirnar frá Gaza og láta Palestínumönnum landsvæðið eftir. Þessi ákvörðun hans féll ekki öllum Ísraelsmönnum vel í geð en á alþjóðavettvangi mæltist þessi gerð hans yfirleitt vel fyrir. Sharon hefur á stjórnmálaferli sínum fyrst og fremst verið þekktur fyrir harðlínustefnu sínu gagnvart Palestínumönnum og sem einn þekktasti hershöfðingi Ísraela hefur hann átt þátt í mörgum mjög umdeildum hernaðaraðgerðum þeirra. Nægir þar að nefna Yom Kippur stríðið 1973 og árás Ísraela á flóttamannabúðir í Beirút 1982. Þess vegna kom mörgum á óvart stefnubreyting hans í haust og þótt margir landsmenn hans lýstu efasemdum um þessar gerðir er engu að síður ljóst að stór hópur fylkti sér að baki Sharon í þessum efnum. Það sýnir mikið fylgi við nýstofnaðan flokk hans Kadima, sem mun þýða áfram. Skarðið sem Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, skilur eftir sig í ísraelskum stjórnmálum og heimspólitíkinni verður vandfyllt. Það er ljóst að hann verður ekki þátttakandi í ísraelskum stjórnmálum á ný þótt hann lifi af heilablóðfallið sem hann fékk á dögunum og því taka nú við óvissutímar í landinu. Sharon hafði á síðustu mánuðum með aðgerðum sínum vakið vonir manna um að friðvænlegra væri fram undan í Mið-Austurlöndum. Ástandið nú minnir að sumu leyti á það sem ríkti á þessum slóðum fyrir rúmum tíu árum. Þá höfðu Ísraelar og Palestínumenn nýverið staðfest annað Óslóarsamkomulagið, þegar öfgasinni myrti á Rabin forsætisráðherra við opinbera athöfn. Í kjölfarið tók jafnaðarmaðurinn Peres við embætti forsætisráðherra en sat þar ekki lengi, því eftir kosningarnar vorið 1996 settist Netanyahu í stólinn. Fram undan eru kosningar í Ísrael. Þær höfðu verið ákveðnar í lok marsmánaðar áður en Sharon fékk síðara áfallið og líklegt þykir að sú ákvörðun standi óbreytt. Ehud Olmert, sem tók við forsætisráðheraembættinu í Ísrael í síðustu viku og hélt sinn fyrsta reglulega ríkisstjórnarfund í gær, þykir líklegur til að leiða Kadima-flokkinn, þótt hann þyki ekki eins mikill foringi og Sharon. Þrír nýir forystumenn munu því berjast um völdinn í Ísraels í kosningunum i vor, því bæði Verkamannaflokkurinn og Likud-bandalagið hafa valið sér nýja forystumenn. Netanyahu er aftur orðinn hugsanlegur forsætisráðherrakandídat fyrir Likud og hugsanlegt er að sagan frá 1996 endurtaki sig, þegar hann komst til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Harðlínumaðurinn og fyrrverandi hershöfðinginn Ariel Sharon var af mörgum talinn maður að meiri þegar hann tók ákvörðun um það á síðari hluta nýliðins árs að flytja landnemabyggðirnar frá Gaza og láta Palestínumönnum landsvæðið eftir. Þessi ákvörðun hans féll ekki öllum Ísraelsmönnum vel í geð en á alþjóðavettvangi mæltist þessi gerð hans yfirleitt vel fyrir. Sharon hefur á stjórnmálaferli sínum fyrst og fremst verið þekktur fyrir harðlínustefnu sínu gagnvart Palestínumönnum og sem einn þekktasti hershöfðingi Ísraela hefur hann átt þátt í mörgum mjög umdeildum hernaðaraðgerðum þeirra. Nægir þar að nefna Yom Kippur stríðið 1973 og árás Ísraela á flóttamannabúðir í Beirút 1982. Þess vegna kom mörgum á óvart stefnubreyting hans í haust og þótt margir landsmenn hans lýstu efasemdum um þessar gerðir er engu að síður ljóst að stór hópur fylkti sér að baki Sharon í þessum efnum. Það sýnir mikið fylgi við nýstofnaðan flokk hans Kadima, sem mun þýða áfram. Skarðið sem Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, skilur eftir sig í ísraelskum stjórnmálum og heimspólitíkinni verður vandfyllt. Það er ljóst að hann verður ekki þátttakandi í ísraelskum stjórnmálum á ný þótt hann lifi af heilablóðfallið sem hann fékk á dögunum og því taka nú við óvissutímar í landinu. Sharon hafði á síðustu mánuðum með aðgerðum sínum vakið vonir manna um að friðvænlegra væri fram undan í Mið-Austurlöndum. Ástandið nú minnir að sumu leyti á það sem ríkti á þessum slóðum fyrir rúmum tíu árum. Þá höfðu Ísraelar og Palestínumenn nýverið staðfest annað Óslóarsamkomulagið, þegar öfgasinni myrti á Rabin forsætisráðherra við opinbera athöfn. Í kjölfarið tók jafnaðarmaðurinn Peres við embætti forsætisráðherra en sat þar ekki lengi, því eftir kosningarnar vorið 1996 settist Netanyahu í stólinn. Fram undan eru kosningar í Ísrael. Þær höfðu verið ákveðnar í lok marsmánaðar áður en Sharon fékk síðara áfallið og líklegt þykir að sú ákvörðun standi óbreytt. Ehud Olmert, sem tók við forsætisráðheraembættinu í Ísrael í síðustu viku og hélt sinn fyrsta reglulega ríkisstjórnarfund í gær, þykir líklegur til að leiða Kadima-flokkinn, þótt hann þyki ekki eins mikill foringi og Sharon. Þrír nýir forystumenn munu því berjast um völdinn í Ísraels í kosningunum i vor, því bæði Verkamannaflokkurinn og Likud-bandalagið hafa valið sér nýja forystumenn. Netanyahu er aftur orðinn hugsanlegur forsætisráðherrakandídat fyrir Likud og hugsanlegt er að sagan frá 1996 endurtaki sig, þegar hann komst til valda.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun