Endurkoma Jóns Baldvins 13. desember 2005 23:35 Ég er skensaður í DV fyrir að eiga viðtal við Jón Baldvin, sagt að ég eigi að skammast mín, hann sé gömul lumma, spilltur í þokkabót. Samt er það svo að þetta viðtal vakti mikla athygli. Stjórnmálamennirnir bregðast reyndar svolítið einkennilega við, þá einkum félagar Jóns í Samfylkingunni – þeir árétta mjög sterklega að hann sé ekkert á leiðinni í pólitík aftur en það sé dásamlegt að njóta krafta hans. Þeim finnst greinilega undir niðri að karlinn ógni sér. Því miður virðist fyrsta eðlisávísun flestra þingmanna að hugsa fyrst af öllu um sætið sitt. --- --- --- Ég held að viðtökurnar við viðtalinu stafi af því að fólk vantar innblástur, það þráir að meginstef stjórnmálanna séu sett fram á skýran og skiilmerkilegan hátt, ólíkt pexinu sem alltof mjög hefur einkennt stjórnmálaumræðuna hér síðustu árin. Það verður til dæmis að segjast eins og er að eftir pólitíska umræðu haustmisserisins er maður engu nær; þetta hefur verið eintómt þref. Í eina tíð var gert mikið grín að skematískum málflutningi Jóns Baldvins – í fyrsta lagi, í öðru lagi o.s.frv. Þar braust fram gagnfræða- og menntaskólakennarinn sem hann var í eina tíð. Ég held að alþýðuflokksmenn hafi verið orðnir pínu þreyttir á ræðum hans undir lokin. En vissulega kann Jón betur en allir sem nú stunda pólitík á Íslandi að setja hlutina í sögulegt og alþjóðlegt samhengi, gefa þeim heimspekilega vídd. Sumir segja að þetta hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að Jón og Davíð gátu ekki unnið saman. Davíð vildi koma sér beint að hlutunum meðan Jón var náttúraður fyrir pólitískt hugarflug. --- --- --- En Jón Baldvin er óneitanlega einhver áhugaverðasti stjórnmálamaður á síðari hluta tuttugustu aldar, gáfaður, vel lesinn, forvitinn um hugmyndir. Hann hafði ekki alltaf mikið fylgi – til þess var hann alltof afdráttarlaus – en það var aldrei hægt að horfa framhjá honum. Hann reyndi ekki að kaupa sér vinsældir. Og honum varð stundum á í messunni – eins og þeir eru ekki seinir að rifja upp á DV. Um tíma lét hann valdið kannski stíga sér til höfuðs. Svo hvarf hann á braut inn í diplómasíuna. Mörgum – þar á meðal mér – fannst heldur aumt að sjá hann, Svavar Gestsson og Ólaf Ragnar Grímsson hverfa á vit opinberra lúxusstarfa. Það beið annarra en þessara stóru egóa að koma saman flokknum sem svo lengi hafði talað um, hinum sameinaða jafnaðarmannaflokki. Líklega eiga Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannssdóttir mestan heiðurinn þar – en hefur ekki verið mikið hampað fyrir vikið. --- --- --- Ekki get ég séð neina ástæðu til þess að Jón snúi ekki aftur í pólitík með einhverjum hætti (kannski þó ekki sem sveitarstjórnarmaður í Mosfellsbæ eins og Halldór Ásgrímsson mun hafa stungið upp á í samtali við Össur). Hann virðist hafa orðið margs vísari, fyrst í Washington og svo í Helsinki. Ég held hann gæti gert talsvert gagn; umræðan yrði áhugaverðari með hann innanborðs – og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að honum finnist sjálfum að hann eigi ýmislegt ógert. Kannski taka einhverjir eftir því að samferðamenn Jóns í pólítíkinni eru flestir horfnir á braut – nema Halldór Ásgrímsson sem hefur verið á þingi síðan 1974. Árið eftir settist Jón fyrst inn á þing – sem varamaður hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Mitt í æskudýrkuninni þykir sumum kannski hallærislegt að gamlir karlar hasli sér völl innan um fólk sem er mörgum áratugum yngra – að það sé einhvern veginn óviðeigandi. Tími þeirra á líklega að vera liðinn. En auðvitað er þetta hallærislegar mótbárur. Í viðtalinu við Jón á sunnudag nefndi ég til dæmis François Mitterrand – hann var réttt að ná árangri í pólitík um sjötugt eftir langt basl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ég er skensaður í DV fyrir að eiga viðtal við Jón Baldvin, sagt að ég eigi að skammast mín, hann sé gömul lumma, spilltur í þokkabót. Samt er það svo að þetta viðtal vakti mikla athygli. Stjórnmálamennirnir bregðast reyndar svolítið einkennilega við, þá einkum félagar Jóns í Samfylkingunni – þeir árétta mjög sterklega að hann sé ekkert á leiðinni í pólitík aftur en það sé dásamlegt að njóta krafta hans. Þeim finnst greinilega undir niðri að karlinn ógni sér. Því miður virðist fyrsta eðlisávísun flestra þingmanna að hugsa fyrst af öllu um sætið sitt. --- --- --- Ég held að viðtökurnar við viðtalinu stafi af því að fólk vantar innblástur, það þráir að meginstef stjórnmálanna séu sett fram á skýran og skiilmerkilegan hátt, ólíkt pexinu sem alltof mjög hefur einkennt stjórnmálaumræðuna hér síðustu árin. Það verður til dæmis að segjast eins og er að eftir pólitíska umræðu haustmisserisins er maður engu nær; þetta hefur verið eintómt þref. Í eina tíð var gert mikið grín að skematískum málflutningi Jóns Baldvins – í fyrsta lagi, í öðru lagi o.s.frv. Þar braust fram gagnfræða- og menntaskólakennarinn sem hann var í eina tíð. Ég held að alþýðuflokksmenn hafi verið orðnir pínu þreyttir á ræðum hans undir lokin. En vissulega kann Jón betur en allir sem nú stunda pólitík á Íslandi að setja hlutina í sögulegt og alþjóðlegt samhengi, gefa þeim heimspekilega vídd. Sumir segja að þetta hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að Jón og Davíð gátu ekki unnið saman. Davíð vildi koma sér beint að hlutunum meðan Jón var náttúraður fyrir pólitískt hugarflug. --- --- --- En Jón Baldvin er óneitanlega einhver áhugaverðasti stjórnmálamaður á síðari hluta tuttugustu aldar, gáfaður, vel lesinn, forvitinn um hugmyndir. Hann hafði ekki alltaf mikið fylgi – til þess var hann alltof afdráttarlaus – en það var aldrei hægt að horfa framhjá honum. Hann reyndi ekki að kaupa sér vinsældir. Og honum varð stundum á í messunni – eins og þeir eru ekki seinir að rifja upp á DV. Um tíma lét hann valdið kannski stíga sér til höfuðs. Svo hvarf hann á braut inn í diplómasíuna. Mörgum – þar á meðal mér – fannst heldur aumt að sjá hann, Svavar Gestsson og Ólaf Ragnar Grímsson hverfa á vit opinberra lúxusstarfa. Það beið annarra en þessara stóru egóa að koma saman flokknum sem svo lengi hafði talað um, hinum sameinaða jafnaðarmannaflokki. Líklega eiga Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannssdóttir mestan heiðurinn þar – en hefur ekki verið mikið hampað fyrir vikið. --- --- --- Ekki get ég séð neina ástæðu til þess að Jón snúi ekki aftur í pólitík með einhverjum hætti (kannski þó ekki sem sveitarstjórnarmaður í Mosfellsbæ eins og Halldór Ásgrímsson mun hafa stungið upp á í samtali við Össur). Hann virðist hafa orðið margs vísari, fyrst í Washington og svo í Helsinki. Ég held hann gæti gert talsvert gagn; umræðan yrði áhugaverðari með hann innanborðs – og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að honum finnist sjálfum að hann eigi ýmislegt ógert. Kannski taka einhverjir eftir því að samferðamenn Jóns í pólítíkinni eru flestir horfnir á braut – nema Halldór Ásgrímsson sem hefur verið á þingi síðan 1974. Árið eftir settist Jón fyrst inn á þing – sem varamaður hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Mitt í æskudýrkuninni þykir sumum kannski hallærislegt að gamlir karlar hasli sér völl innan um fólk sem er mörgum áratugum yngra – að það sé einhvern veginn óviðeigandi. Tími þeirra á líklega að vera liðinn. En auðvitað er þetta hallærislegar mótbárur. Í viðtalinu við Jón á sunnudag nefndi ég til dæmis François Mitterrand – hann var réttt að ná árangri í pólitík um sjötugt eftir langt basl.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun