Í Kraká 6. desember 2005 11:44 Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun