Tvennir tímar 18. nóvember 2005 20:31 Þegar ég var lítill voru engir hommar, ég held að ég hafi verið kominn á unglingsár áður en ég leiddi hugann að því að slíkt væri til. Vissulega voru til strákar sem höfðu eitthvað við sig sem maður áttaði sig ekki á – seinna fattaði maður að þeir voru kynhverfir. Það var ekkert sérlega vel komið fram við þessa drengi. Mér líður ennþá illa þegar ég hugsa um hann Bjögga sem var stunginn með sirklum í Melaskóla. Úti á horni á Brávallagötu bjuggu tveir karlmenn saman, hljóðfæraleikarar. Ég komst seinna af því að þeir voru landsþekktir hommar (alræmdir hefur það líklega heitað) sem höfðu haldið til við hommaborðið á kaffihúsinu Laugavegi 11. Þeir voru frekar uppstökkir; ég man einu sinni reyndu þeir að hella vatni úr fötu yfir okkur strákana þegar við höfðum of hátt fyrir utan gluggann hjá þeim. Löngu seinna sá ég að annar þeirra var kominn á Grund. Einhvern veginn fannst mér eins og hann hlyti að vera fyrsti yfirlýsti homminn á þeirri gamalgrónu stofnun. --- --- --- Annars vissi maður lítið af þessu. "Hommi" var ekki til sem skammaryrði í orðaforða mínum og vina minna. Tímarnir eru mjög breyttir. Á landsfundi Sjálfstæðisflokkinn um daginn hitti ég kristinn mann sem var að berjast fyrir "fjölskyldugildum" á fundinum. Það þýðir einkum og sérílagi að vera á móti fóstureyðingum og auknum réttindum samkynhneigðra. Hann hafði mætt mikilli andstöðu á fundinum og sagði – "veistu, Egill, fyrir þrjátíu árum hefðu allir verið sammála mér?" Það er líklega alveg rétt hjá honum – tabúin hafa alveg snúist á hvolf. Nú er stutt í að ættleiðingar samkynhneigðra verði samþykktar – kirkjubrúðkaup þeirra eru væntanlega á næsta leiti. Það mál er að bögglast fyrir kirkjunni: þeir sem eru með eru háværir – þeir sem eru á móti fara í felur með skoðanir sínar. Biskupinn vill greinilega vera óákveðinn eins lengi og hann getur. Tvíhöfðamenn voru samt pínu fyndnir í fréttum sínum áðan þegar þeir stungu upp á því að hommar byrjuðu á því að kvænast lesbíum. --- --- --- Fleiri stórkostlegar breytingar. Í dag flutti ég pistil í Íslandi í dag um tóbak og vín, hvernig alls staðar er verið að útskúfa tóbaksneyslu en á sama tíma er landlægt vínsnobb sem er mikið lyft undir í fjölmiðlum. Þetta var ekki svona. Þá var áfengið tabú – vín var selt í ljótum flöskum og ljótum pokum – en allir reyktu eins og þeir ættu lífið að leysa. Þeir hafa ábyggilega verið flottir umræðuþættirnir þegar allir voru með sígarettur, öskubakkar út um allt og allt hulið reykjarkófi – Hollywood hefur lengi vitað hvað sígarettureykingar eru myndrænar. Þá hafa þáttastjórnendur kannski átt á hættu að deyja úr óbeinum reykingum. Þá voru konur líka heima, sumar klæddu sig ekki yfir daginn, fannst líklega ekki taka því – voru bara heima á sloppnum. Svo komu þær út í glugga og kölluðu, yfirleitt með rödd sem var rám með sígarettureyk – "heyrðu væni, stökktu út í sjoppu fyrir mig og keyptu einn pakka af camel". Og af því börn voru vel upp alin í þá daga þorði maður ekki að segja nei. Á annarri hæð á Ásvallagötu 9 bjó kona sem hét líklega Karitas – í mínum huga nefndist hún Kares – og stundaði þann leik að láta peningaseðil síga niður úr glugganum í tvinna. Svo hljóp maður upp á horn, í Pétursbúð, keypti sígarettupakka, batt hann í spottann og fékk að eiga afganginn. Mig minnir að þetta hafi verið fimm króna seðill með mynd af Ingólfi Arnarsyni. --- --- --- Fíkniefnabók Reynis Traustasonar er öldungis ágæt og mynd þeirra félaganna góð og gagnleg. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Hins vegar flökraði að mér sú hugsun að sumt fólk stefni í ræsið alveg frá blautu barnsbeini. Ég man eftir þessu úr barnaskóla – án þess að maður vissi alveg væri á seyði var maður farinn að sjá út þá sem ætluðu í sollinn strax í tólf ára bekk. Árið sem ég tók fullnaðarpróf eins og það hét þá greip um sig ægilegur límfaraldur í bænum. Út um allt var sniffað módelalím og svo kveikjarabensín þegar yfirvöldin tóku límið af markaði. Í þessu stóð meðal annars hópur drengja sem var staðráðinn í að víkja út af vegi dyggðanna. Hópurinn hélt til í kringum leiktækjasal í Aðalstræti sem nefndist Rósin. Seinna var mér sagt að leiðin þeirra í ræsið hefði endanlega verið vörðuð eftir innbrot í Lyfjaverslun ríkisins þar sem var stolið miklu magni af amfetamíntöflum. --- --- --- Ég átti vini og kunningja sem fóru í þetta. Um daginn hitti ég einn þeirra í Vesturbæjarlauginni. Hann er árinu eldri en ég. Ég var furðulega glaður þegar ég sá hann – hélt hann væri löngu dauður. Samt vorum við aldrei sérstakir vinir; mér fannst bara gott að vita að hann hefði lifað af. Mér skilst þessi maður hafi verið í alls konar dópi, farið í ótal meðferðir og setið í fangelsum úti um allan heim. Hélt síðast til í Laos eða Kambódíu. Eðlilega var hann tattóveraður hátt og lágt. Að öðru leyti leit hann bara ágætlega út þrátt fyrir slarkið – og má þó eiga að hann hefur lifað ævintýralegra lífi en margur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar ég var lítill voru engir hommar, ég held að ég hafi verið kominn á unglingsár áður en ég leiddi hugann að því að slíkt væri til. Vissulega voru til strákar sem höfðu eitthvað við sig sem maður áttaði sig ekki á – seinna fattaði maður að þeir voru kynhverfir. Það var ekkert sérlega vel komið fram við þessa drengi. Mér líður ennþá illa þegar ég hugsa um hann Bjögga sem var stunginn með sirklum í Melaskóla. Úti á horni á Brávallagötu bjuggu tveir karlmenn saman, hljóðfæraleikarar. Ég komst seinna af því að þeir voru landsþekktir hommar (alræmdir hefur það líklega heitað) sem höfðu haldið til við hommaborðið á kaffihúsinu Laugavegi 11. Þeir voru frekar uppstökkir; ég man einu sinni reyndu þeir að hella vatni úr fötu yfir okkur strákana þegar við höfðum of hátt fyrir utan gluggann hjá þeim. Löngu seinna sá ég að annar þeirra var kominn á Grund. Einhvern veginn fannst mér eins og hann hlyti að vera fyrsti yfirlýsti homminn á þeirri gamalgrónu stofnun. --- --- --- Annars vissi maður lítið af þessu. "Hommi" var ekki til sem skammaryrði í orðaforða mínum og vina minna. Tímarnir eru mjög breyttir. Á landsfundi Sjálfstæðisflokkinn um daginn hitti ég kristinn mann sem var að berjast fyrir "fjölskyldugildum" á fundinum. Það þýðir einkum og sérílagi að vera á móti fóstureyðingum og auknum réttindum samkynhneigðra. Hann hafði mætt mikilli andstöðu á fundinum og sagði – "veistu, Egill, fyrir þrjátíu árum hefðu allir verið sammála mér?" Það er líklega alveg rétt hjá honum – tabúin hafa alveg snúist á hvolf. Nú er stutt í að ættleiðingar samkynhneigðra verði samþykktar – kirkjubrúðkaup þeirra eru væntanlega á næsta leiti. Það mál er að bögglast fyrir kirkjunni: þeir sem eru með eru háværir – þeir sem eru á móti fara í felur með skoðanir sínar. Biskupinn vill greinilega vera óákveðinn eins lengi og hann getur. Tvíhöfðamenn voru samt pínu fyndnir í fréttum sínum áðan þegar þeir stungu upp á því að hommar byrjuðu á því að kvænast lesbíum. --- --- --- Fleiri stórkostlegar breytingar. Í dag flutti ég pistil í Íslandi í dag um tóbak og vín, hvernig alls staðar er verið að útskúfa tóbaksneyslu en á sama tíma er landlægt vínsnobb sem er mikið lyft undir í fjölmiðlum. Þetta var ekki svona. Þá var áfengið tabú – vín var selt í ljótum flöskum og ljótum pokum – en allir reyktu eins og þeir ættu lífið að leysa. Þeir hafa ábyggilega verið flottir umræðuþættirnir þegar allir voru með sígarettur, öskubakkar út um allt og allt hulið reykjarkófi – Hollywood hefur lengi vitað hvað sígarettureykingar eru myndrænar. Þá hafa þáttastjórnendur kannski átt á hættu að deyja úr óbeinum reykingum. Þá voru konur líka heima, sumar klæddu sig ekki yfir daginn, fannst líklega ekki taka því – voru bara heima á sloppnum. Svo komu þær út í glugga og kölluðu, yfirleitt með rödd sem var rám með sígarettureyk – "heyrðu væni, stökktu út í sjoppu fyrir mig og keyptu einn pakka af camel". Og af því börn voru vel upp alin í þá daga þorði maður ekki að segja nei. Á annarri hæð á Ásvallagötu 9 bjó kona sem hét líklega Karitas – í mínum huga nefndist hún Kares – og stundaði þann leik að láta peningaseðil síga niður úr glugganum í tvinna. Svo hljóp maður upp á horn, í Pétursbúð, keypti sígarettupakka, batt hann í spottann og fékk að eiga afganginn. Mig minnir að þetta hafi verið fimm króna seðill með mynd af Ingólfi Arnarsyni. --- --- --- Fíkniefnabók Reynis Traustasonar er öldungis ágæt og mynd þeirra félaganna góð og gagnleg. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Hins vegar flökraði að mér sú hugsun að sumt fólk stefni í ræsið alveg frá blautu barnsbeini. Ég man eftir þessu úr barnaskóla – án þess að maður vissi alveg væri á seyði var maður farinn að sjá út þá sem ætluðu í sollinn strax í tólf ára bekk. Árið sem ég tók fullnaðarpróf eins og það hét þá greip um sig ægilegur límfaraldur í bænum. Út um allt var sniffað módelalím og svo kveikjarabensín þegar yfirvöldin tóku límið af markaði. Í þessu stóð meðal annars hópur drengja sem var staðráðinn í að víkja út af vegi dyggðanna. Hópurinn hélt til í kringum leiktækjasal í Aðalstræti sem nefndist Rósin. Seinna var mér sagt að leiðin þeirra í ræsið hefði endanlega verið vörðuð eftir innbrot í Lyfjaverslun ríkisins þar sem var stolið miklu magni af amfetamíntöflum. --- --- --- Ég átti vini og kunningja sem fóru í þetta. Um daginn hitti ég einn þeirra í Vesturbæjarlauginni. Hann er árinu eldri en ég. Ég var furðulega glaður þegar ég sá hann – hélt hann væri löngu dauður. Samt vorum við aldrei sérstakir vinir; mér fannst bara gott að vita að hann hefði lifað af. Mér skilst þessi maður hafi verið í alls konar dópi, farið í ótal meðferðir og setið í fangelsum úti um allan heim. Hélt síðast til í Laos eða Kambódíu. Eðlilega var hann tattóveraður hátt og lágt. Að öðru leyti leit hann bara ágætlega út þrátt fyrir slarkið – og má þó eiga að hann hefur lifað ævintýralegra lífi en margur annar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun