Makleg málagjöld ritstjóra 6. nóvember 2005 19:04 Ritstjóri The Sun, mesta sorpblaðs í Bretlandi, gefur eiginmanni sínum, minniháttar stjörnu úr sápuóperu, á kjaftinn og þarf fyrir vikið að dvelja á lögreglustöð næturlangt. Enginn getur leynt gleði sinni; öllum finnst að Rebekah Wade hafi fengið makleg málagjöld. Gott á þetta pakk. Wade, nokkuð ung kona með mikið rautt hár, er frægust fyrir Naming and Shaming herferð svokallaða gegn barnaníðingum sem hún stóð fyrir þegar hún var ritstjóri News of the World. Aðfarirnar voru skammarlegar; lögregla þurfti að verja hús manna sem urðu fyrir barðinu á lesendum blaðsins, æstum múg. Sumir voru blásaklausir – nöfnin höfðu ruglast. En Rupert Murdoch var svo hrifinn að hann gerði Wade að ritstjóra Sun – hún virtist einmitt manneskjan til að geta staðið undir væntingunum um smekkleysi, forheimskun og lágkúru sem gerðar eru til þessa blaðs. Jafnframt er Wade orðin mjög valdamikil. The Sun er svo áhrifamikill fjölmiðill að pólitíkusar þora varla að kannast við sjálfa sig eða skoðanir sínar þegar blaðið beinir sjónum sínum að þeim. Tony Blair er í þessum hópi; forsætisráðherrann hefur ítrekað beygt sig fyrir evrópuhatrinu og stríðsæsingunum sem dafna á síðum blaðsins – og eru fullkomlega í anda lífsskoðana eigandans, Murdochs. Þannig er Sun með æsifréttum sínum líka ógn við lýðræðið. --- --- --- Það er ekki einleikið hversu blaðamenn geta gert sig óvinsæla. Því hefur reyndar verið haldið fram að það sé mælikvarði á góðan blaðamann að honum sé alveg sama hvort hann eigi vini. Um Malcholm Muggeridge, einn frægasta blaðamann Bretlands á síðustu öld, var sagt að hann hafi í rauninni verið sósíópati sem var tilbúinn að reka rýting í bak bestu vina sinna ef það hentaði honum – enginn átti vináttu hans vísa. Jú, kannski er slíkt hugarfar gott fyrir blaðamann. Eitt sinn var ég viðstaddur þegar þekktur íslenskur blaðamaður var mjög illa á sig kominn af áfengisneyslu. Hópur fólks safnaðist í kringum hann þar sem hann lá og gerði sig liklegan til að sparka í hann. Honum var með naumindum bjargað undan múgnum sem taldi sig eiga harma að hefna vegna skrifa hans. En maðurinn var svosem nógu flinkur. --- --- --- Hún er furðuleg þessi afsökunarárátta nútímans. Hryðjuverkamenn Al Qeida voru ekki fyrr búnir að eyða tvíburaturnunum í New York en að menn voru farnir að finna alls kyns réttlætingar fyrir gerðum þeirra. Þeir áttu nánast að hafa verið neyddir út í þessar aðgerðir vegna óréttlætisins í heiminum. Ég hef verið að fylgjast með umræðu um óeirðirnar í Frakklandi og þar heyrir maður svipaðan tón. Menn finna alls staðar sök – nema hjá óeirðaseggjunum sem fara um og brenna hús og bíla. Þeim er lýst eins og fórnarlömbum. En skyldi hugsanlega vera eitthvað hæft í orðum Sarkosys innanríkisráðherra (sem virðist nú vera aðalsökudólgurinn) – nefnilega að þetta sé bara racaille – lýður? --- --- --- Þetta er kannski hégómi, maður á ekki að láta svona fara í taugarnar á sér, en það er leiðinlegt þegar illa er staðið að hlutum. Edduverðlaunin hafa verið veitt í nokkur ár og allt gott um það, þótt verðlaunaveiting af þessu tagi í svona dvergsamfélagi sé náttúrlega bráðfyndin. Það er einfaldlega ekki hægt að taka það alvarlega að vera stjarna í 300 þúsund manna landi. Nú eru það fagmenn í fínni akademíu – Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni – sem velur bestu kvikmyndirnar, bestu leikarana og bestu þættina. Við almennir sjónvarpsmenn megum hins vegar sætta okkur við að vera valdir í kosningu á netinu; það er þannig sem kjör sjónvarpsmanns ársins fer fram. Nú vita allir hvernig í pottinn er búið með netkosningar – það er ekki almennilega tekið mark á þeim. Með fullri virðingu þá er litið á þær sem leik. Ég veit um sjónvarpsmenn sem eru móðgaðri yfir þessu en ég, hunsa beinlínis Edduverðlaunin út af þessu – því varla getur þetta talist annað en nokkur óvirðing. --- --- --- Að því sögðu þá er hér hlekkur á Eddukosninguna. Burtséð frá ofansögðu veit ég að er mjög vel vandað til hennar hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ritstjóri The Sun, mesta sorpblaðs í Bretlandi, gefur eiginmanni sínum, minniháttar stjörnu úr sápuóperu, á kjaftinn og þarf fyrir vikið að dvelja á lögreglustöð næturlangt. Enginn getur leynt gleði sinni; öllum finnst að Rebekah Wade hafi fengið makleg málagjöld. Gott á þetta pakk. Wade, nokkuð ung kona með mikið rautt hár, er frægust fyrir Naming and Shaming herferð svokallaða gegn barnaníðingum sem hún stóð fyrir þegar hún var ritstjóri News of the World. Aðfarirnar voru skammarlegar; lögregla þurfti að verja hús manna sem urðu fyrir barðinu á lesendum blaðsins, æstum múg. Sumir voru blásaklausir – nöfnin höfðu ruglast. En Rupert Murdoch var svo hrifinn að hann gerði Wade að ritstjóra Sun – hún virtist einmitt manneskjan til að geta staðið undir væntingunum um smekkleysi, forheimskun og lágkúru sem gerðar eru til þessa blaðs. Jafnframt er Wade orðin mjög valdamikil. The Sun er svo áhrifamikill fjölmiðill að pólitíkusar þora varla að kannast við sjálfa sig eða skoðanir sínar þegar blaðið beinir sjónum sínum að þeim. Tony Blair er í þessum hópi; forsætisráðherrann hefur ítrekað beygt sig fyrir evrópuhatrinu og stríðsæsingunum sem dafna á síðum blaðsins – og eru fullkomlega í anda lífsskoðana eigandans, Murdochs. Þannig er Sun með æsifréttum sínum líka ógn við lýðræðið. --- --- --- Það er ekki einleikið hversu blaðamenn geta gert sig óvinsæla. Því hefur reyndar verið haldið fram að það sé mælikvarði á góðan blaðamann að honum sé alveg sama hvort hann eigi vini. Um Malcholm Muggeridge, einn frægasta blaðamann Bretlands á síðustu öld, var sagt að hann hafi í rauninni verið sósíópati sem var tilbúinn að reka rýting í bak bestu vina sinna ef það hentaði honum – enginn átti vináttu hans vísa. Jú, kannski er slíkt hugarfar gott fyrir blaðamann. Eitt sinn var ég viðstaddur þegar þekktur íslenskur blaðamaður var mjög illa á sig kominn af áfengisneyslu. Hópur fólks safnaðist í kringum hann þar sem hann lá og gerði sig liklegan til að sparka í hann. Honum var með naumindum bjargað undan múgnum sem taldi sig eiga harma að hefna vegna skrifa hans. En maðurinn var svosem nógu flinkur. --- --- --- Hún er furðuleg þessi afsökunarárátta nútímans. Hryðjuverkamenn Al Qeida voru ekki fyrr búnir að eyða tvíburaturnunum í New York en að menn voru farnir að finna alls kyns réttlætingar fyrir gerðum þeirra. Þeir áttu nánast að hafa verið neyddir út í þessar aðgerðir vegna óréttlætisins í heiminum. Ég hef verið að fylgjast með umræðu um óeirðirnar í Frakklandi og þar heyrir maður svipaðan tón. Menn finna alls staðar sök – nema hjá óeirðaseggjunum sem fara um og brenna hús og bíla. Þeim er lýst eins og fórnarlömbum. En skyldi hugsanlega vera eitthvað hæft í orðum Sarkosys innanríkisráðherra (sem virðist nú vera aðalsökudólgurinn) – nefnilega að þetta sé bara racaille – lýður? --- --- --- Þetta er kannski hégómi, maður á ekki að láta svona fara í taugarnar á sér, en það er leiðinlegt þegar illa er staðið að hlutum. Edduverðlaunin hafa verið veitt í nokkur ár og allt gott um það, þótt verðlaunaveiting af þessu tagi í svona dvergsamfélagi sé náttúrlega bráðfyndin. Það er einfaldlega ekki hægt að taka það alvarlega að vera stjarna í 300 þúsund manna landi. Nú eru það fagmenn í fínni akademíu – Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni – sem velur bestu kvikmyndirnar, bestu leikarana og bestu þættina. Við almennir sjónvarpsmenn megum hins vegar sætta okkur við að vera valdir í kosningu á netinu; það er þannig sem kjör sjónvarpsmanns ársins fer fram. Nú vita allir hvernig í pottinn er búið með netkosningar – það er ekki almennilega tekið mark á þeim. Með fullri virðingu þá er litið á þær sem leik. Ég veit um sjónvarpsmenn sem eru móðgaðri yfir þessu en ég, hunsa beinlínis Edduverðlaunin út af þessu – því varla getur þetta talist annað en nokkur óvirðing. --- --- --- Að því sögðu þá er hér hlekkur á Eddukosninguna. Burtséð frá ofansögðu veit ég að er mjög vel vandað til hennar hér á Vísi.