Kvennafrí - Jeppamenning 25. október 2005 21:42 Það er auðvelt að vera vitur eftir á (besserwisser), en ef ég hefði verið spurður fyrir svona viku hversu margir myndu koma í bæinn á kvennafrídaginn hefði ég sagt svona 50 þúsund. Ef ég hefði verið spurður á sunnudagskvöldið hefði ég líklega hækkað töluna og sagt 70 þúsund. Það var mikill mannfjöldi, en fyrri talan er nær lagi. Það var aldrei hugsanlegt að þarna yrðu einungis 2000 manns eins og ég heyrði í fréttum Stöðvar 2 að skipuleggjendur fundarins hefðu í upphafi gert ráð fyrir. Það ber vott um mjög litla söguþekkingu.--- --- ---Ég hitti margar konur í gær sem voru sáróánægðar vegna þess að þær komust ekki á fundinn á Ingólfstorgi. Reyndu að troðast um göturnar, en gáfust svo upp. Svo hitti ég reyndar aðrar sem sögðust hafa komist á fundinn en kvörtuðu undan því að hann hefði verið leiðinlegur.Þarna voru flutt löng atriði – meðal annars leikrit - sem eiga ekki sérstaklega vel við á útifundi í köldu veðri, en í ræðurnar skorti eldmóð, nema hjá Amal Tamimi sem talaði um tvöfalt óréttlæti sem erlendar konur eru beittar á Íslandi.--- --- ---Kvennafrídaginn 1975 var ég strákur í þriðja bekk í MR. Kennslu var hætt um miðjan dag – maður leit á þetta eins og hvert annað göngufrí. Ég man eftir að hafa gengið út á traðirnar fyrir utan skólann og horft yfir sviðið – þá sá maður að mannfjöldinn var gríðarlegur og eitthvað mikið á seyði. Þetta var mjög áhrifarikt.Ég fór og fylgdist með öllum fundinum – man vel eftir rauðsokkunum sem sungu Áfram stelpur, en þó sérstaklega eftir ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Hún sló gjörsamlega í gegn þennan dag. Ávarpaði fundinn alveg milliliðalaust, með sinni rámu raust, virtist fullkomlega heil og sönn.--- --- ---Sala á jeppum, svokölluðum Sport Utility Vehicles, í Bandaríkjunum minnkaði um 33 prósent í september. Ástæðan er sú að verðið á galloni af bensíni er komið yfir 3 dollara. Sala á stærstu bílunum, Expedition og Explorer frá Ford, Suburban, Tahoe, Avalanche, Yukon og Envoy frá General Motors, Toyota Land Cruiser og Sequoia minnkaði frá 43 til 61 prósent.Eitt gallon er 3,8 lítrar. Hér kostar slíkt magn af bensíni um 420 íslenskar krónur. Það eru um það bil 7 dollarar.En jepparnir seljast hér sem aldrei fyrr. Það er sorglegt fyrir bandarísku bílaframleiðendurna að Íslendingar skuli ekki vera fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Það er auðvelt að vera vitur eftir á (besserwisser), en ef ég hefði verið spurður fyrir svona viku hversu margir myndu koma í bæinn á kvennafrídaginn hefði ég sagt svona 50 þúsund. Ef ég hefði verið spurður á sunnudagskvöldið hefði ég líklega hækkað töluna og sagt 70 þúsund. Það var mikill mannfjöldi, en fyrri talan er nær lagi. Það var aldrei hugsanlegt að þarna yrðu einungis 2000 manns eins og ég heyrði í fréttum Stöðvar 2 að skipuleggjendur fundarins hefðu í upphafi gert ráð fyrir. Það ber vott um mjög litla söguþekkingu.--- --- ---Ég hitti margar konur í gær sem voru sáróánægðar vegna þess að þær komust ekki á fundinn á Ingólfstorgi. Reyndu að troðast um göturnar, en gáfust svo upp. Svo hitti ég reyndar aðrar sem sögðust hafa komist á fundinn en kvörtuðu undan því að hann hefði verið leiðinlegur.Þarna voru flutt löng atriði – meðal annars leikrit - sem eiga ekki sérstaklega vel við á útifundi í köldu veðri, en í ræðurnar skorti eldmóð, nema hjá Amal Tamimi sem talaði um tvöfalt óréttlæti sem erlendar konur eru beittar á Íslandi.--- --- ---Kvennafrídaginn 1975 var ég strákur í þriðja bekk í MR. Kennslu var hætt um miðjan dag – maður leit á þetta eins og hvert annað göngufrí. Ég man eftir að hafa gengið út á traðirnar fyrir utan skólann og horft yfir sviðið – þá sá maður að mannfjöldinn var gríðarlegur og eitthvað mikið á seyði. Þetta var mjög áhrifarikt.Ég fór og fylgdist með öllum fundinum – man vel eftir rauðsokkunum sem sungu Áfram stelpur, en þó sérstaklega eftir ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Hún sló gjörsamlega í gegn þennan dag. Ávarpaði fundinn alveg milliliðalaust, með sinni rámu raust, virtist fullkomlega heil og sönn.--- --- ---Sala á jeppum, svokölluðum Sport Utility Vehicles, í Bandaríkjunum minnkaði um 33 prósent í september. Ástæðan er sú að verðið á galloni af bensíni er komið yfir 3 dollara. Sala á stærstu bílunum, Expedition og Explorer frá Ford, Suburban, Tahoe, Avalanche, Yukon og Envoy frá General Motors, Toyota Land Cruiser og Sequoia minnkaði frá 43 til 61 prósent.Eitt gallon er 3,8 lítrar. Hér kostar slíkt magn af bensíni um 420 íslenskar krónur. Það eru um það bil 7 dollarar.En jepparnir seljast hér sem aldrei fyrr. Það er sorglegt fyrir bandarísku bílaframleiðendurna að Íslendingar skuli ekki vera fleiri.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun