Hjálpum þeim! 23. október 2005 17:50 Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun
Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun