Öldruðum baráttumanni hent út 29. september 2005 00:01 Það hefur verið nefnt sem dæmi um að málfrelsi sé fyrir bí í Bretlandi að öldruðum manni – hinum 82 ára Walter Wolfgang, gyðingi og flóttamanni undan nasistum, félaga í Verkamannaflokknum í 57 ár – var vísað út af þingi Verkamannaflokksins í Brighton fyrir að grípa fram í ræðu Jacks Straw utanríkisráðherra. Þar sem karlinn var að hrópa "rugl" mættu fílefldir öryggisverðir, rifu hann úr sæti sínu og hentu honum út. Hann var svo tekinn í vörslu lögreglu og sagt að það væri vegna laga gegn hryðjuverkum. Málfrelsið er þó ekki minna en svo að síðan hafa verið linnulausar fréttir um Walter Wolfgang í öllum fjölmiðlum í Bretlandi og löng viðtöl við hann á sjónvarpsstöðvum þar sem hann segir skoðun sína á flokknum, Blair, kjarnorkuvopnum og Íraksstríðinu. Sjálfum mun Wolfgang vera dálítið brugðið við alla athyglina. Ég sá til dæmis viðtal við hann á Sky-fréttastöðinni. Þar var hann sífellt spurður að því hvort þessar aðfarir minntu hann á Hitlers-Þýskaland. Wolfgang gat ekki alveg kannast við það. Svo var honum hleypt aftur inn á flokksþingið og þá braust út mikið lófatak. Tony Blair kom í eigin persónu og bað hann afsökunar. Sagðist vera mjög mjög leiður yfir þessu. Wolfie eins og hann er kallaður er orðinn hetja. Þannig að kannski er málfrelsið ekki í svo mikilli hættu, ekki eins og er.--- --- ---Tony Blair segist ætla að sitja sem forsætisráðherra fram að næstu kosningum – sem ættu að fara fram árið 2009. Almennt fær Blair útreið í fjölmiðlunum vegna þessa – hann er ásakaður um að hafa ekkert alvöru plan fyrir kjörtímabilið og fyrir að vera fullur af hégómaskap. Það er sagt að hann vilji komast í tölu forsætisráðherra sem hafa setið í áratug – eða jafnvel jafna árangur Margrétar Thatcher sem lafði í embætti í ellefu ár.Blair jós Bandaríkin lofi í ræðu sinni á flokksþinginu. Samlíkingin þegar hann sagðist ekki ætla að gera eins og forsætisráðherrann sem Hugh Grant lék í kvikmyndinni Love Actually – fara að slá keilur með því að skammast út í Ameríku var pínu hallærisleg. Blair vill vera stórmenni á sviði utanríkismála: hann nýtur vísast mun meiri virðingar á erlendri grund en heima. En núorðið mistekst flest hjá honum – við tölum ekki um Írak. Vináttan við Bush aflar honum ekki vinsælda.Á Evrópuvettvangi ætlaði Blair að gera stóra hluti meðan Bretar hafa forystu í Evrópusambandinu – því tímabili lýkur um áramót. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Frakklandi var mikið talað um kosti "blairismans" í Evrópu. En það hefur lítið gerst. Í Þýskalandi er ekki einu sinni ríkisstjórn; Blair hafði vonast til að geta komið á góðu sambandi við hina markaðssinnuðu Angelu Merkel. Hann vonaðist líka til að Nicolas Sarkozy kæmist til meiri áhrifa í Frakklandi. Þar er ástandið nú þannig að forsetinn er heilsuveill en forsætisráðherrann de Villepin er skáld með létta napóleonsóra og sérstakur óvinur Blairs og Bush.--- --- ---Á meðan fær leiðtogakjörið hjá Íhaldsflokknum á sig æ meira yfirbragð farsa. Flokksmenn tala í alvörunni um að kjósa leiðtoga sem gæti tapað með sæmd eftir fjögur ár – komist skammlaust frá kosningunum 2009. Markið yrði svo sett á kosningarnar 2013; það er jafnvel rætt um að þá verði hægt að kalla William Hague aftur til forystu.Fráfarandi formaðurinn, Michael Howard, barðist fyrir því að reglunum um leiðtogakosninguna yrði breytt. Það var fellt í flokknum; til þessa þurfti tvo-þriðjuhluta atkvæða og nægði ekki þó megnið af þingmönnum Íhaldsins og almennum flokksmönnum vildu breytingar. Þetta er talið áfall fyrir Howard. Hann hverfur á braut og hefur í raun ekki áorkað neinu.Því verða það almennir flokksmenn í Íhaldsflokknum sem velja á milli tveggja frambjóðenda í kosningu. Þetta er mestanpart eldra fólk; áður hefur komið í ljós að það hefur smekk fyrir mönnum á borð við Ian Duncan Smith – mönnum sem eru gjörsamlega á skjön við meirihluta breskra kjósenda. Þetta tryggir líka að leiðtogakjörið tekur óratíma; hinir óvægnu bresku fjölmiðlar hafa langan tíma til að stúdera veikleika frambjóðendanna, hvað þeir eru lítilfjörlegir miðað við forvera sína, og hvað flokkurinn er nú gamaldags og fáránlegur.--- --- ---Leiðtogakjörið hjá Íhaldsflokknum er svona eins og borgarstjórnarkosningar í Reykjavík; endaleysa sem alltaf hægt er að grípa til þegar ekkert annað er í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Það hefur verið nefnt sem dæmi um að málfrelsi sé fyrir bí í Bretlandi að öldruðum manni – hinum 82 ára Walter Wolfgang, gyðingi og flóttamanni undan nasistum, félaga í Verkamannaflokknum í 57 ár – var vísað út af þingi Verkamannaflokksins í Brighton fyrir að grípa fram í ræðu Jacks Straw utanríkisráðherra. Þar sem karlinn var að hrópa "rugl" mættu fílefldir öryggisverðir, rifu hann úr sæti sínu og hentu honum út. Hann var svo tekinn í vörslu lögreglu og sagt að það væri vegna laga gegn hryðjuverkum. Málfrelsið er þó ekki minna en svo að síðan hafa verið linnulausar fréttir um Walter Wolfgang í öllum fjölmiðlum í Bretlandi og löng viðtöl við hann á sjónvarpsstöðvum þar sem hann segir skoðun sína á flokknum, Blair, kjarnorkuvopnum og Íraksstríðinu. Sjálfum mun Wolfgang vera dálítið brugðið við alla athyglina. Ég sá til dæmis viðtal við hann á Sky-fréttastöðinni. Þar var hann sífellt spurður að því hvort þessar aðfarir minntu hann á Hitlers-Þýskaland. Wolfgang gat ekki alveg kannast við það. Svo var honum hleypt aftur inn á flokksþingið og þá braust út mikið lófatak. Tony Blair kom í eigin persónu og bað hann afsökunar. Sagðist vera mjög mjög leiður yfir þessu. Wolfie eins og hann er kallaður er orðinn hetja. Þannig að kannski er málfrelsið ekki í svo mikilli hættu, ekki eins og er.--- --- ---Tony Blair segist ætla að sitja sem forsætisráðherra fram að næstu kosningum – sem ættu að fara fram árið 2009. Almennt fær Blair útreið í fjölmiðlunum vegna þessa – hann er ásakaður um að hafa ekkert alvöru plan fyrir kjörtímabilið og fyrir að vera fullur af hégómaskap. Það er sagt að hann vilji komast í tölu forsætisráðherra sem hafa setið í áratug – eða jafnvel jafna árangur Margrétar Thatcher sem lafði í embætti í ellefu ár.Blair jós Bandaríkin lofi í ræðu sinni á flokksþinginu. Samlíkingin þegar hann sagðist ekki ætla að gera eins og forsætisráðherrann sem Hugh Grant lék í kvikmyndinni Love Actually – fara að slá keilur með því að skammast út í Ameríku var pínu hallærisleg. Blair vill vera stórmenni á sviði utanríkismála: hann nýtur vísast mun meiri virðingar á erlendri grund en heima. En núorðið mistekst flest hjá honum – við tölum ekki um Írak. Vináttan við Bush aflar honum ekki vinsælda.Á Evrópuvettvangi ætlaði Blair að gera stóra hluti meðan Bretar hafa forystu í Evrópusambandinu – því tímabili lýkur um áramót. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Frakklandi var mikið talað um kosti "blairismans" í Evrópu. En það hefur lítið gerst. Í Þýskalandi er ekki einu sinni ríkisstjórn; Blair hafði vonast til að geta komið á góðu sambandi við hina markaðssinnuðu Angelu Merkel. Hann vonaðist líka til að Nicolas Sarkozy kæmist til meiri áhrifa í Frakklandi. Þar er ástandið nú þannig að forsetinn er heilsuveill en forsætisráðherrann de Villepin er skáld með létta napóleonsóra og sérstakur óvinur Blairs og Bush.--- --- ---Á meðan fær leiðtogakjörið hjá Íhaldsflokknum á sig æ meira yfirbragð farsa. Flokksmenn tala í alvörunni um að kjósa leiðtoga sem gæti tapað með sæmd eftir fjögur ár – komist skammlaust frá kosningunum 2009. Markið yrði svo sett á kosningarnar 2013; það er jafnvel rætt um að þá verði hægt að kalla William Hague aftur til forystu.Fráfarandi formaðurinn, Michael Howard, barðist fyrir því að reglunum um leiðtogakosninguna yrði breytt. Það var fellt í flokknum; til þessa þurfti tvo-þriðjuhluta atkvæða og nægði ekki þó megnið af þingmönnum Íhaldsins og almennum flokksmönnum vildu breytingar. Þetta er talið áfall fyrir Howard. Hann hverfur á braut og hefur í raun ekki áorkað neinu.Því verða það almennir flokksmenn í Íhaldsflokknum sem velja á milli tveggja frambjóðenda í kosningu. Þetta er mestanpart eldra fólk; áður hefur komið í ljós að það hefur smekk fyrir mönnum á borð við Ian Duncan Smith – mönnum sem eru gjörsamlega á skjön við meirihluta breskra kjósenda. Þetta tryggir líka að leiðtogakjörið tekur óratíma; hinir óvægnu bresku fjölmiðlar hafa langan tíma til að stúdera veikleika frambjóðendanna, hvað þeir eru lítilfjörlegir miðað við forvera sína, og hvað flokkurinn er nú gamaldags og fáránlegur.--- --- ---Leiðtogakjörið hjá Íhaldsflokknum er svona eins og borgarstjórnarkosningar í Reykjavík; endaleysa sem alltaf hægt er að grípa til þegar ekkert annað er í fréttum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun