Á skrifstofu Wiesenthals 28. september 2005 00:01 Simon Wiesenthal var ungur arkitekt með bjartar framtíðarvonir. Svo dundi helförin yfir, hann bjargaðist úr morðvélinni og starfaði sem "nasistaveiðari", þótt ekki kærði hann sig um þessa nafnbót. Hann andaðist í síðustu viku, 96 ára að aldri. Það var næstum eins og hann vildi gæta þess að lifa alla sem áttu þátt í Helförinni. Ég rifja hér upp fund sem ég átti með Wiesenthl í Vínarborg árið 1987, en annars birtist ítarlegt viðtal mitt við hann í Helgarpóstinum í apríl þetta ár.--- --- ---Á dyrabjöllunni stendur einfaldlega Dokumentationszenter. Þetta er ekki hús sem lætur mikið yfir sér, nýleg og sviplaus skrifstofubygging. Helst gæti maður ímyndað sér að þarna inni störfuðu tannlæknar eða endurskoðendur. Einu sinni var þarna hverfi gyðinga; þess fólks sem Adolf Hitler á einsemdarárum sínum í Vín kallaði "sorann og skítapakkið að austan". Núorðið er fátt eftir sem minnir á gyðingdóm; kippkorn þarna fyrir ofan er falleg lítil gata sem heitir Judengasse og við hana tvær sýnagógur.Maður gengur í átt að Dónárskurðiinum og kemur inn í lítið útskot á vegg þar sem gömul grá kona situr vörð yfir einu af fáum minnismerkjum sem hafa verið reist um þann ótölulega fjölda austurrískra gyðinga sem voru myrtir á tíma nasista. En á skrifstofunni er ekkert skilti, ekkert fyrir utan þetta litla nafnspjald Dokumentationszenter, fjórða hæð til hægri. Á stigapallinum situr letilegur lögreglumaður með stóra vélbyssu í kjöltunni, dyrnar eru kirfilega læstar og mér er ekki hleypt inn fyrr en ég hef gert nákvæma grein fyrir erindi mínu.--- --- ---Þarna er semsagt vinnustaður Simons Wiesenthal sem fjölmiðlar freistast oft til að kalla "nasistaveiðara", þótt sjálfur kæri hann sig lítið um þá nafnbót – áttræðs öldung sem er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, lifandi minnismerki um ódæðisverk Hitlers og þriðja ríkis hans. Skrifstofan er full af gamaldags skjalaskápum, sumir eru opnir til hálfs; i þessum skjalabunkum er að finna ótal mannsævir, glæpamenn, fórnarlömb – hörmungarsögu tuttugustu aldarinnar. Manni finnst eins og gólfið hljóti að sligast undan þunganum.Ég spyr Wiesenthal hvort hann hafi einhvern tíma rekið slóð stríðsglæpamanna til Íslands. Hann hugsar sig um, segir svo að sig reki ekki minni til þess.--- --- ---Wiesenthal er lágvaxinn maður, kvikur í hreyfingum þrátt fyrir aldurinn, talar með handaslætti og á það til að hækka róminn þannig að röddin verður hvell. Hann tekur mér mjög vingjarnlega, ég sit hátt í þrjár stundir á skrifstofu hans."Það er líka lögregluvörður heima hjá mér," svarar hann þegar ég vek máls á byssumanninum á stigapallinum. "Fyrir nokkrum árum var komið fyrir sprengju í húsinu mínu. Við fáum iðulega hótunarbréf, oft þetta tvö-þrjú á viku. Ég sakna þess þegar líður vika án þess að mér berist hótanir. Þá grunar mig að þeim finnist ég ekkert girnilegur lengur. En fólk sem sendir bréf hefur yfirleitt ekki þor til að koma hótunum sínum í verk. Þeir sem senda engin bréf eru miklu hættulegri."--- --- ---Simon Wiesenthal hefur varið bróðurpartinum úr ævi sinni í að rekja slóð stríðsglæpamanna, nasista sem með einhverjum hætti komust undan í stríðslok. Þetta hefur verið starf hans í hátt á fimmta áratug, allt frá því að hann bjargaðist úr fangabúðum nasista. Á þessum tíma segist hann hafa haft til umfjöllunar meira en sex þúsund mál og honum telst svo til að honum hafi tekist að koma um ellefu hundruð stríðsglæpamönnum í hendur yfirvalda víðs vegar um heiminn. En hann bætir við að sér sé meinilla við slíka tölfræði:"Fyrir ári var einn af aðstoðarmönnum mínum á kafi í svona útreikningum. Ég sagði honum að þetta væri ekki sport. Við erum að fást við blóð og tár. Fyrir mér eru þessir atburðir ljóslifandi, þeir gerðust í gær. Oftast missa menn persónulegt samband við viðfangsefni sitt eftir nokkra hríð, það verður ekki annað en hversdagslegur vani. Þannig starfar lögreglan. Við náum oft betri árangri en lögreglan vegna þess að hjá okkur er starfið ekki vani. Þegar fólk kemur til mín og ber vitni og það grætur, þá græt ég með því."--- --- ---Þegar Austurríki var innlimað í Hitlers-Þýskaland bjuggu nær tvöhundruð þúsund gyðingar í Vín. Nú eru þeir ekki nema nokkur hundruð og flestir aldurhnignir. En þrátt fyrir að íbúar Austurríkis hafi ekki gengið síður hart fram í gyðingamorðum en Þjóðverjar, segir Wiesenthal að hann sé og verði Austurríkismaður:"Ég er fæddur Austurríkismaður. Faðir minn barðist fyrir Austurríki og lét lífið á Rússlandsvígstöðvunum 1915. Ég var eitt ár í Bandaríkjunum og þótti það nóg. En maður sem gegnir starfi á borð við mitt hér í Austurríki getur ekki átt eintóma vini. Ég hef ekki gefist upp vegna þess að ég lifði af. Það er ekki alltaf auðvelt að lifa af. Ég verð stöðugt að réttlæta fyrir mér hvers vegna ég lifði af en ekki hinir. Mér finnst ég þurfa að koma í staðinn fyrir aragrúa af fólki. Þar er margt fólk sem var betra en ég, greindara en ég. Stundum finnst mér ég vera ekkert annað en staðgengill þessa fólks. Ég er orðinn gamall maður. Þegar ég vakna á morgnana verkjar mig í líkamann. En ég fer ekki á nein eftirlaun. Ef ég læt af starfi mínu liggur ekkert annað fyrir mér en að sitja heima og bíða dauðans. Ég kysi frekar að hann kæmi að óvörum."Wiesenthal segir að náttúrlega hefði hann viljað lifa allt aðra og betri tíma. Áður en helförin dundi yfir hafi hann verið ungur arkitekt með bjartar framtíðarvonir:"En eftir harmleikinn gat ég ekki byggt hús. Ég var barnslega einfaldur og hélt að hægt væri að endurreisa réttlætið í heiminum á fáum árum. Ég var ennþá í flóttamannabúðum þegar ég hóf þetta starf. ´Eg átti enga peninga. Ég skrifaði greinar í blöð til að eiga fyrir frímerkjum og símareikningum. Og ég komst að því að það verður ekki snúið aftur þegar maður hefur færst slíkt verkefni í fang, ekki síst þegar maður veit að skrifstofa manns er sú eina í heiminum. Þá er einfaldlega ekki hægt að loka."--- --- ---Eitt af því sem ég spurði Wiesenthal um var þjóðarsekt – hvort heilar þjóðir gætu verið sekar um glæpi. Þetta var meðan á Waldheim-málinu stóð í Austurríki; Wiesenthal sagði í viðtalinu að Waldheim væri kjáni, kannski lygari, en örugglega ekki morðingi.Á þessum tíma var mikið rætt um hvort Austurríkismenn hefðu nógsamlega verið hreinsaðir af glæpum nasismans – einhvern veginn tókst Austurríki eftir stríðið að láta líta svo út að það hefði verið þolandi – fórnarlamb – í stríðinu en ekki gerandi. Samt er staðreynd að margir stórtækir stríðsglæpamenn komu frá Austurríki; þar á meðal Alois Brünner, næstráðandi Eichmanns, sem Wiesenthal tjáði mér að hann leitaði mest á þessum árum. Hann var þá í felum í Sýrlandi. Ekki er vitað með vissu hvort Brünner er lífs eða liðinn.Wiesenthal var hins vegar harður á því, og það hefur mér alltaf fundist minnisstætt, að sekt leggðist ekki á heil samfélög:"Í mínum huga er sekt einstaklingsbundin en leggst ekki á heilar þjóðir eða samfélög. Ég mun aldrei ásaka gervalla þýsku þjóðina, rétt eins og ég þoli ekki að heyra alla gyðinga verða fyrir ásökunum. Gyðingar hafa orðið fyrir barðinu á svokallaðri þjóðarsekt í 2000 ár. Sem gyðingur verð ég að vera afar varkár að gjalda ekki í sömu mynt."--- --- ---Wiesenthal var sannur húmanisti, líklega hörkutól í aðra röndina en samt kom hann mér fyrir sjónir eins og mikill tilfinningamaður. Baðaði út höndum og talaði af ástríðu um hluti sem hann hafði líklega sagt þúsund sinnum áður. Sennilega er hann eftirminnilegasti maður sem ég hef hitt.En hann var líka baráttumaður sem stóð í deilum við ýmsa menn – ekki síst Bruno Kreisky, jafnaðarmann sem lengi var kanslari í Austurríki. Það var kyndugt að Kreisky var líka af gyðingaættum. Svo umdeildur var Wiesenthal að hann fékk til að mynda aldrei friðarverðlaun Nóbels. Var hann þó verðugri en ýmsir sem þau hafa hreppt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Simon Wiesenthal var ungur arkitekt með bjartar framtíðarvonir. Svo dundi helförin yfir, hann bjargaðist úr morðvélinni og starfaði sem "nasistaveiðari", þótt ekki kærði hann sig um þessa nafnbót. Hann andaðist í síðustu viku, 96 ára að aldri. Það var næstum eins og hann vildi gæta þess að lifa alla sem áttu þátt í Helförinni. Ég rifja hér upp fund sem ég átti með Wiesenthl í Vínarborg árið 1987, en annars birtist ítarlegt viðtal mitt við hann í Helgarpóstinum í apríl þetta ár.--- --- ---Á dyrabjöllunni stendur einfaldlega Dokumentationszenter. Þetta er ekki hús sem lætur mikið yfir sér, nýleg og sviplaus skrifstofubygging. Helst gæti maður ímyndað sér að þarna inni störfuðu tannlæknar eða endurskoðendur. Einu sinni var þarna hverfi gyðinga; þess fólks sem Adolf Hitler á einsemdarárum sínum í Vín kallaði "sorann og skítapakkið að austan". Núorðið er fátt eftir sem minnir á gyðingdóm; kippkorn þarna fyrir ofan er falleg lítil gata sem heitir Judengasse og við hana tvær sýnagógur.Maður gengur í átt að Dónárskurðiinum og kemur inn í lítið útskot á vegg þar sem gömul grá kona situr vörð yfir einu af fáum minnismerkjum sem hafa verið reist um þann ótölulega fjölda austurrískra gyðinga sem voru myrtir á tíma nasista. En á skrifstofunni er ekkert skilti, ekkert fyrir utan þetta litla nafnspjald Dokumentationszenter, fjórða hæð til hægri. Á stigapallinum situr letilegur lögreglumaður með stóra vélbyssu í kjöltunni, dyrnar eru kirfilega læstar og mér er ekki hleypt inn fyrr en ég hef gert nákvæma grein fyrir erindi mínu.--- --- ---Þarna er semsagt vinnustaður Simons Wiesenthal sem fjölmiðlar freistast oft til að kalla "nasistaveiðara", þótt sjálfur kæri hann sig lítið um þá nafnbót – áttræðs öldung sem er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, lifandi minnismerki um ódæðisverk Hitlers og þriðja ríkis hans. Skrifstofan er full af gamaldags skjalaskápum, sumir eru opnir til hálfs; i þessum skjalabunkum er að finna ótal mannsævir, glæpamenn, fórnarlömb – hörmungarsögu tuttugustu aldarinnar. Manni finnst eins og gólfið hljóti að sligast undan þunganum.Ég spyr Wiesenthal hvort hann hafi einhvern tíma rekið slóð stríðsglæpamanna til Íslands. Hann hugsar sig um, segir svo að sig reki ekki minni til þess.--- --- ---Wiesenthal er lágvaxinn maður, kvikur í hreyfingum þrátt fyrir aldurinn, talar með handaslætti og á það til að hækka róminn þannig að röddin verður hvell. Hann tekur mér mjög vingjarnlega, ég sit hátt í þrjár stundir á skrifstofu hans."Það er líka lögregluvörður heima hjá mér," svarar hann þegar ég vek máls á byssumanninum á stigapallinum. "Fyrir nokkrum árum var komið fyrir sprengju í húsinu mínu. Við fáum iðulega hótunarbréf, oft þetta tvö-þrjú á viku. Ég sakna þess þegar líður vika án þess að mér berist hótanir. Þá grunar mig að þeim finnist ég ekkert girnilegur lengur. En fólk sem sendir bréf hefur yfirleitt ekki þor til að koma hótunum sínum í verk. Þeir sem senda engin bréf eru miklu hættulegri."--- --- ---Simon Wiesenthal hefur varið bróðurpartinum úr ævi sinni í að rekja slóð stríðsglæpamanna, nasista sem með einhverjum hætti komust undan í stríðslok. Þetta hefur verið starf hans í hátt á fimmta áratug, allt frá því að hann bjargaðist úr fangabúðum nasista. Á þessum tíma segist hann hafa haft til umfjöllunar meira en sex þúsund mál og honum telst svo til að honum hafi tekist að koma um ellefu hundruð stríðsglæpamönnum í hendur yfirvalda víðs vegar um heiminn. En hann bætir við að sér sé meinilla við slíka tölfræði:"Fyrir ári var einn af aðstoðarmönnum mínum á kafi í svona útreikningum. Ég sagði honum að þetta væri ekki sport. Við erum að fást við blóð og tár. Fyrir mér eru þessir atburðir ljóslifandi, þeir gerðust í gær. Oftast missa menn persónulegt samband við viðfangsefni sitt eftir nokkra hríð, það verður ekki annað en hversdagslegur vani. Þannig starfar lögreglan. Við náum oft betri árangri en lögreglan vegna þess að hjá okkur er starfið ekki vani. Þegar fólk kemur til mín og ber vitni og það grætur, þá græt ég með því."--- --- ---Þegar Austurríki var innlimað í Hitlers-Þýskaland bjuggu nær tvöhundruð þúsund gyðingar í Vín. Nú eru þeir ekki nema nokkur hundruð og flestir aldurhnignir. En þrátt fyrir að íbúar Austurríkis hafi ekki gengið síður hart fram í gyðingamorðum en Þjóðverjar, segir Wiesenthal að hann sé og verði Austurríkismaður:"Ég er fæddur Austurríkismaður. Faðir minn barðist fyrir Austurríki og lét lífið á Rússlandsvígstöðvunum 1915. Ég var eitt ár í Bandaríkjunum og þótti það nóg. En maður sem gegnir starfi á borð við mitt hér í Austurríki getur ekki átt eintóma vini. Ég hef ekki gefist upp vegna þess að ég lifði af. Það er ekki alltaf auðvelt að lifa af. Ég verð stöðugt að réttlæta fyrir mér hvers vegna ég lifði af en ekki hinir. Mér finnst ég þurfa að koma í staðinn fyrir aragrúa af fólki. Þar er margt fólk sem var betra en ég, greindara en ég. Stundum finnst mér ég vera ekkert annað en staðgengill þessa fólks. Ég er orðinn gamall maður. Þegar ég vakna á morgnana verkjar mig í líkamann. En ég fer ekki á nein eftirlaun. Ef ég læt af starfi mínu liggur ekkert annað fyrir mér en að sitja heima og bíða dauðans. Ég kysi frekar að hann kæmi að óvörum."Wiesenthal segir að náttúrlega hefði hann viljað lifa allt aðra og betri tíma. Áður en helförin dundi yfir hafi hann verið ungur arkitekt með bjartar framtíðarvonir:"En eftir harmleikinn gat ég ekki byggt hús. Ég var barnslega einfaldur og hélt að hægt væri að endurreisa réttlætið í heiminum á fáum árum. Ég var ennþá í flóttamannabúðum þegar ég hóf þetta starf. ´Eg átti enga peninga. Ég skrifaði greinar í blöð til að eiga fyrir frímerkjum og símareikningum. Og ég komst að því að það verður ekki snúið aftur þegar maður hefur færst slíkt verkefni í fang, ekki síst þegar maður veit að skrifstofa manns er sú eina í heiminum. Þá er einfaldlega ekki hægt að loka."--- --- ---Eitt af því sem ég spurði Wiesenthal um var þjóðarsekt – hvort heilar þjóðir gætu verið sekar um glæpi. Þetta var meðan á Waldheim-málinu stóð í Austurríki; Wiesenthal sagði í viðtalinu að Waldheim væri kjáni, kannski lygari, en örugglega ekki morðingi.Á þessum tíma var mikið rætt um hvort Austurríkismenn hefðu nógsamlega verið hreinsaðir af glæpum nasismans – einhvern veginn tókst Austurríki eftir stríðið að láta líta svo út að það hefði verið þolandi – fórnarlamb – í stríðinu en ekki gerandi. Samt er staðreynd að margir stórtækir stríðsglæpamenn komu frá Austurríki; þar á meðal Alois Brünner, næstráðandi Eichmanns, sem Wiesenthal tjáði mér að hann leitaði mest á þessum árum. Hann var þá í felum í Sýrlandi. Ekki er vitað með vissu hvort Brünner er lífs eða liðinn.Wiesenthal var hins vegar harður á því, og það hefur mér alltaf fundist minnisstætt, að sekt leggðist ekki á heil samfélög:"Í mínum huga er sekt einstaklingsbundin en leggst ekki á heilar þjóðir eða samfélög. Ég mun aldrei ásaka gervalla þýsku þjóðina, rétt eins og ég þoli ekki að heyra alla gyðinga verða fyrir ásökunum. Gyðingar hafa orðið fyrir barðinu á svokallaðri þjóðarsekt í 2000 ár. Sem gyðingur verð ég að vera afar varkár að gjalda ekki í sömu mynt."--- --- ---Wiesenthal var sannur húmanisti, líklega hörkutól í aðra röndina en samt kom hann mér fyrir sjónir eins og mikill tilfinningamaður. Baðaði út höndum og talaði af ástríðu um hluti sem hann hafði líklega sagt þúsund sinnum áður. Sennilega er hann eftirminnilegasti maður sem ég hef hitt.En hann var líka baráttumaður sem stóð í deilum við ýmsa menn – ekki síst Bruno Kreisky, jafnaðarmann sem lengi var kanslari í Austurríki. Það var kyndugt að Kreisky var líka af gyðingaættum. Svo umdeildur var Wiesenthal að hann fékk til að mynda aldrei friðarverðlaun Nóbels. Var hann þó verðugri en ýmsir sem þau hafa hreppt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun