Hvenær sækir maður um? 13. október 2005 19:47 Ísland hefur sótt um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna – eiginlega. Stjórnvöld áforma að leggja út í mikinn kostnað sem sagður er vera samfara þessari umsókn vegna svokallaðra kynningarmála en um leið er látið að því liggja að "endanleg" ákvörðun um þessa umsókn hafi ekki verið tekin, en muni senn liggja fyrir. Eða þannig. Svona horfir þetta við manni: Þrír menn sækja um vinnu. Tveir þeirra sækja það fast að fá hana, bjóða hugsanlegum vinnuveitanda í mat og eru allt kvöldið á hjólum í kringum hann. Sá þriðji er líka með í þessu – eiginlega. Hann heldur alla vega fínt boð, en á meðan hugsanlegur vinnuveitandi bíður eftir matnum er umsækjandinn frammi í eldhúsi að rífast við maka sinn og börnin um það hvort til standi í raun og veru að sækja um þessa vinnu; hvort hann ráði við hana, hvort hann langi yfirhöfuð í hana, hvort þetta sé nokkuð skemmileg vinna - kemur svo inn í stofu, rjóður og vandræðalegur og segir að endanleg ákvörðun muni liggja fyrir senn en þangað til standi umsókn sín – eiginlega – viltu ekki aftur í glasið? Hvenær sækir maður um og hvenær sækir maður ekki um? Til stendur að leggja út í kostnað vegna kynningarmála, eins og það er kallað – og hljómar dálítið ískyggilega – en um leið eru þráfaldlega send þau skilaboð að þetta sé ekki þannig meint – ekki enn að minnsta kosti. Þetta er að minnsta kosti einkennilegt umsóknarferli. Einkennilegt hik: annaðhvort er maður í bíl á leið til Keflavíkur eða ekki. Annaðhvort hefur maður tekið ákvörðun um umsókn eða ekki. Og hafi maður ekki gert það þá er maður ekki í framboði. Á þessum vettvangi dugir ekki að segja að "margir hafi komið að máli" við mann. Samflokksmenn Halldórs, samráðherrar og meira að segja formaður þingflokksins telja að minnsta kosti að enginn hafi komið að máli við neinn – málið hafi aldrei verið rætt; málið sé alls ekki frágengið, þótt sjálfur formaður þeirra, og forsætisráðherra landsins tilkynni enn og aftur umsókn Íslands að öryggisráðinu úr ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. Nei – það reyndist ekki vera nógu afdráttarlaust, ekki alveg endanlegt, þótt sú ákvörðun liggi mjög bráðlega fyrir. Hvað er þetta með Halldór Ásgrímsson og aðild að hinu og þessu? Um árið var það helsta hugsjón hans í lífinu að drepa hvali eins og við munum – þessi háttvísi maður var orðinn svo blóðþyrstur í garð sjávarspendýra að hann fór vart út úr húsi öðruvísi en sveipaður selskinni. Að kvótakerfinu frátöldu var þetta hið stóra verkefni Halldórs Ásgrímssonar í stjórnmálum, að koma málum svo fyrir að Íslendingar gætu veitt hvali. Og til þess að gera að veruleika þessa voldugu hugsjón stóð hann sem sjávarútvegsráðherra fyrir því að Íslendingar þrömmuðu á dyr í alþjóða hvalveiðiráðinu. Aðildinni var hætt. Fyrir vikið þurftu Íslendingar að bíða með að hefja hvalveiðar árum saman á meðan Norðmenn skutluðu hval af miklum móð. Eitthvað svipað vafstur og vesen virðist vera uppi á teningnum nú þegar ráðherrann langar í öryggisráðið: eftir því sem hann talar meira um þau áform þeim mun lengra virðist hann vera frá því að ná fram markmiðum sínum. Er þetta kannski forsætisráðherratíð Halldórs í hnotskurn? Það er eins ekki sé tekið fullt mark á honum sem slíkum, ekki einu sinni af samráðherrum og formanni þingflokks, sem hefði viljað fá að ræða málið - það er að segja: er andvígur hugmyndinni. Raunar virðast allir landsmenn andvígir þessari hugmynd, að frátöldum einhverjum kokteilpinnum í utanríkisráðuneytinu, enda vandséð hvaða erindi Íslendingar eiga á þessa samkomu eins og stefnu þeirra er háttað um þessar mundir. Hefðu Íslendingar utanríkisstefnu gegndi kannski öðru máli. Maður gæti jafnvel fyllst stolti yfir því að þetta þjóðarkríli hefði eitthvað fram að færa til að friðvænlegra verði í heiminum. En eins og málum er háttað þá eru Íslendingar svolítið eins og Björn í Mörk þegar hann var að hjálpa Kára í mannvígum í Njálu: á bak við kappann í öruggu skjóli en fullur vígamóðs og hafandi í heitingum við óvininn. Við erum sem sé í selskap sem fyrrum utanríkisráðherra gaf nafnið hinar staðföstu þjóðir, og gott ef við erum ekki vopnabræður Bandaríkjamanna – gott ef við eigum ekki í stríði í Írak og Afganistan. Eða hvað? Aðildin að bandalagi hinna "staðföstu" þjóða er jafn óljós og önnur aðildarmál Halldórs Ásgrímssonar. Nema við vitum að hann er í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ísland hefur sótt um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna – eiginlega. Stjórnvöld áforma að leggja út í mikinn kostnað sem sagður er vera samfara þessari umsókn vegna svokallaðra kynningarmála en um leið er látið að því liggja að "endanleg" ákvörðun um þessa umsókn hafi ekki verið tekin, en muni senn liggja fyrir. Eða þannig. Svona horfir þetta við manni: Þrír menn sækja um vinnu. Tveir þeirra sækja það fast að fá hana, bjóða hugsanlegum vinnuveitanda í mat og eru allt kvöldið á hjólum í kringum hann. Sá þriðji er líka með í þessu – eiginlega. Hann heldur alla vega fínt boð, en á meðan hugsanlegur vinnuveitandi bíður eftir matnum er umsækjandinn frammi í eldhúsi að rífast við maka sinn og börnin um það hvort til standi í raun og veru að sækja um þessa vinnu; hvort hann ráði við hana, hvort hann langi yfirhöfuð í hana, hvort þetta sé nokkuð skemmileg vinna - kemur svo inn í stofu, rjóður og vandræðalegur og segir að endanleg ákvörðun muni liggja fyrir senn en þangað til standi umsókn sín – eiginlega – viltu ekki aftur í glasið? Hvenær sækir maður um og hvenær sækir maður ekki um? Til stendur að leggja út í kostnað vegna kynningarmála, eins og það er kallað – og hljómar dálítið ískyggilega – en um leið eru þráfaldlega send þau skilaboð að þetta sé ekki þannig meint – ekki enn að minnsta kosti. Þetta er að minnsta kosti einkennilegt umsóknarferli. Einkennilegt hik: annaðhvort er maður í bíl á leið til Keflavíkur eða ekki. Annaðhvort hefur maður tekið ákvörðun um umsókn eða ekki. Og hafi maður ekki gert það þá er maður ekki í framboði. Á þessum vettvangi dugir ekki að segja að "margir hafi komið að máli" við mann. Samflokksmenn Halldórs, samráðherrar og meira að segja formaður þingflokksins telja að minnsta kosti að enginn hafi komið að máli við neinn – málið hafi aldrei verið rætt; málið sé alls ekki frágengið, þótt sjálfur formaður þeirra, og forsætisráðherra landsins tilkynni enn og aftur umsókn Íslands að öryggisráðinu úr ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. Nei – það reyndist ekki vera nógu afdráttarlaust, ekki alveg endanlegt, þótt sú ákvörðun liggi mjög bráðlega fyrir. Hvað er þetta með Halldór Ásgrímsson og aðild að hinu og þessu? Um árið var það helsta hugsjón hans í lífinu að drepa hvali eins og við munum – þessi háttvísi maður var orðinn svo blóðþyrstur í garð sjávarspendýra að hann fór vart út úr húsi öðruvísi en sveipaður selskinni. Að kvótakerfinu frátöldu var þetta hið stóra verkefni Halldórs Ásgrímssonar í stjórnmálum, að koma málum svo fyrir að Íslendingar gætu veitt hvali. Og til þess að gera að veruleika þessa voldugu hugsjón stóð hann sem sjávarútvegsráðherra fyrir því að Íslendingar þrömmuðu á dyr í alþjóða hvalveiðiráðinu. Aðildinni var hætt. Fyrir vikið þurftu Íslendingar að bíða með að hefja hvalveiðar árum saman á meðan Norðmenn skutluðu hval af miklum móð. Eitthvað svipað vafstur og vesen virðist vera uppi á teningnum nú þegar ráðherrann langar í öryggisráðið: eftir því sem hann talar meira um þau áform þeim mun lengra virðist hann vera frá því að ná fram markmiðum sínum. Er þetta kannski forsætisráðherratíð Halldórs í hnotskurn? Það er eins ekki sé tekið fullt mark á honum sem slíkum, ekki einu sinni af samráðherrum og formanni þingflokks, sem hefði viljað fá að ræða málið - það er að segja: er andvígur hugmyndinni. Raunar virðast allir landsmenn andvígir þessari hugmynd, að frátöldum einhverjum kokteilpinnum í utanríkisráðuneytinu, enda vandséð hvaða erindi Íslendingar eiga á þessa samkomu eins og stefnu þeirra er háttað um þessar mundir. Hefðu Íslendingar utanríkisstefnu gegndi kannski öðru máli. Maður gæti jafnvel fyllst stolti yfir því að þetta þjóðarkríli hefði eitthvað fram að færa til að friðvænlegra verði í heiminum. En eins og málum er háttað þá eru Íslendingar svolítið eins og Björn í Mörk þegar hann var að hjálpa Kára í mannvígum í Njálu: á bak við kappann í öruggu skjóli en fullur vígamóðs og hafandi í heitingum við óvininn. Við erum sem sé í selskap sem fyrrum utanríkisráðherra gaf nafnið hinar staðföstu þjóðir, og gott ef við erum ekki vopnabræður Bandaríkjamanna – gott ef við eigum ekki í stríði í Írak og Afganistan. Eða hvað? Aðildin að bandalagi hinna "staðföstu" þjóða er jafn óljós og önnur aðildarmál Halldórs Ásgrímssonar. Nema við vitum að hann er í Framsóknarflokknum.