Að hægja á sér 14. september 2005 00:01 Í draumum sínum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu ímynduðu menn sér að tæknin myndi gera vinnuna óþarfa. Mesta vandamálið yrði hvað ætti að gera við frítímann. Bertrand Russell skrifaði um þetta í ritgerð sem hann nefndi Lof iðjuleysisins árið 1935. Hann spáði því að vinnudagurinn yrði fjórar stundir, en fólk myndi nota tímann í göfgandi áhugamál – lestur, garðyrkju, fiskveiðar eða listmálun. Aðrir höfðu áhyggjur af því að fólk myndi verða latt og siðlaust af því að gera svo lítið. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes óttaðist að fólk myndi sólunda lífi sínu í að hlusta á útvarpið. -- --- --- Fátt eldist verr en spár manna um framtíðina. Tækninni hefur að sönnu fleygt fram. En það fór á aðra leið en Russell hélt. Fólk vinnur alls ekki minna en áður. Í Bandaríkjunum, sem sögð eru vera þróaðasta ríki á jörðinni, hneykslast menn á því að forsetinn – sem virðist að sönnu heldur eðlislatur maður – hafi tekið sér fimm vikna sumarfrí. Þar í landi þykir lúxus að fá tveggja vikna sumarfrí – en best að koma sér í mjúkinn hjá atvinnurekandanum með því að nota það ekki. Menn hafa varla undan við að hæðast að hinni þrjátíu og fimm stunda vinnuviku sem var leidd í lög í Frakklandi. Það er látið eins og þetta sé móðgun við alla skynsemi. Í staðinn höfum við komið okkur upp kerfi þar sem allt er mælt í hagvexti – sýstemið beinlínis hrynur ef við erum ekki alltaf á spani, látlaust safnandi af okkur drasli. Eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna er að halda uppi neyslunni. --- --- --- Ég hef verið að lesa bók sem heitir In Praise of Slow. Hún boðar þá heimspeki að heimurinn verði að hægja á sér. Heldur því raunar fram að ný hreyfing sem segi hraðanum stríð á hendur sé að ná tökum um víða veröld. Ég er ekki svo viss um það. En bókin boðar svosem ekki að maður eigi að gera allt með hraða snigilsins, einungis að maður eigi að finna jafnvægi milli þess sem gert er hratt eða hægt. Til að mynda er þarna fjallað um aðferðir til að hægja á borgarlífinu, fánýti þess að aka hratt til að spara ef til vill örfáar mínútur, muninn á að gleypa í sig skyndimat og njóta matar síns, hægt kynlíf, allan tímann sem sjónvarpið étur upp með agressívu myndaflóði sínu, uppeldi þar sem börn eru ekki á stöðugum þeytingi vegna ótta foreldranna við að þau missi af einhverju – gildi þess að vera kyrr og móttæklegur gagnvart heiminum. Margt af þessu eru svosem almælt tíðindi, en bókin sem er eftir blaðamann sem nefnist Carl Honoré, er þó full af efni til umhugsunar. Hún hefur þegar verið þýdd á mörg tungumál eins og sjá má á vef höfundarins Hraði er samt ekki vandamál hér á Naxos þar sem ég er staddur. --- --- --- Ég gerðist sekur um að skrifa Der Linkspartei í staðinn fyrir Der Linkspartei í grein sem ég setti hér inn í fyrradag. Margir hneykslaðir þýskumenn hafa haft samband við mig. Nú sit ég á netkaffihúsi og á næsta borði er Þjóðverji sem talar hátt í farsíma. Hann notar stöðugt orðið geil til að lýsa ánægju sinni með hitt og þetta – ég ber undir þýskumenn hvort þetta sé ekki eitt ljótasta og leiðinlegasta orð í þýskri tungu... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun
Í draumum sínum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu ímynduðu menn sér að tæknin myndi gera vinnuna óþarfa. Mesta vandamálið yrði hvað ætti að gera við frítímann. Bertrand Russell skrifaði um þetta í ritgerð sem hann nefndi Lof iðjuleysisins árið 1935. Hann spáði því að vinnudagurinn yrði fjórar stundir, en fólk myndi nota tímann í göfgandi áhugamál – lestur, garðyrkju, fiskveiðar eða listmálun. Aðrir höfðu áhyggjur af því að fólk myndi verða latt og siðlaust af því að gera svo lítið. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes óttaðist að fólk myndi sólunda lífi sínu í að hlusta á útvarpið. -- --- --- Fátt eldist verr en spár manna um framtíðina. Tækninni hefur að sönnu fleygt fram. En það fór á aðra leið en Russell hélt. Fólk vinnur alls ekki minna en áður. Í Bandaríkjunum, sem sögð eru vera þróaðasta ríki á jörðinni, hneykslast menn á því að forsetinn – sem virðist að sönnu heldur eðlislatur maður – hafi tekið sér fimm vikna sumarfrí. Þar í landi þykir lúxus að fá tveggja vikna sumarfrí – en best að koma sér í mjúkinn hjá atvinnurekandanum með því að nota það ekki. Menn hafa varla undan við að hæðast að hinni þrjátíu og fimm stunda vinnuviku sem var leidd í lög í Frakklandi. Það er látið eins og þetta sé móðgun við alla skynsemi. Í staðinn höfum við komið okkur upp kerfi þar sem allt er mælt í hagvexti – sýstemið beinlínis hrynur ef við erum ekki alltaf á spani, látlaust safnandi af okkur drasli. Eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna er að halda uppi neyslunni. --- --- --- Ég hef verið að lesa bók sem heitir In Praise of Slow. Hún boðar þá heimspeki að heimurinn verði að hægja á sér. Heldur því raunar fram að ný hreyfing sem segi hraðanum stríð á hendur sé að ná tökum um víða veröld. Ég er ekki svo viss um það. En bókin boðar svosem ekki að maður eigi að gera allt með hraða snigilsins, einungis að maður eigi að finna jafnvægi milli þess sem gert er hratt eða hægt. Til að mynda er þarna fjallað um aðferðir til að hægja á borgarlífinu, fánýti þess að aka hratt til að spara ef til vill örfáar mínútur, muninn á að gleypa í sig skyndimat og njóta matar síns, hægt kynlíf, allan tímann sem sjónvarpið étur upp með agressívu myndaflóði sínu, uppeldi þar sem börn eru ekki á stöðugum þeytingi vegna ótta foreldranna við að þau missi af einhverju – gildi þess að vera kyrr og móttæklegur gagnvart heiminum. Margt af þessu eru svosem almælt tíðindi, en bókin sem er eftir blaðamann sem nefnist Carl Honoré, er þó full af efni til umhugsunar. Hún hefur þegar verið þýdd á mörg tungumál eins og sjá má á vef höfundarins Hraði er samt ekki vandamál hér á Naxos þar sem ég er staddur. --- --- --- Ég gerðist sekur um að skrifa Der Linkspartei í staðinn fyrir Der Linkspartei í grein sem ég setti hér inn í fyrradag. Margir hneykslaðir þýskumenn hafa haft samband við mig. Nú sit ég á netkaffihúsi og á næsta borði er Þjóðverji sem talar hátt í farsíma. Hann notar stöðugt orðið geil til að lýsa ánægju sinni með hitt og þetta – ég ber undir þýskumenn hvort þetta sé ekki eitt ljótasta og leiðinlegasta orð í þýskri tungu...
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun