Morðingjar en ekki múslimar 11. júlí 2005 00:01 Erfitt er að ímynda sér meiri ónáttúru en að fórna lífi sínu til að bana öðru fólki. Það er óeðli að drepa, margföld öfughneigð að drepa sig til að drepa aðra. Slíkt háttalag stríðir gegn lögmáli sem manni finnst að öllum verum sköpunarverksins sé eiginlegt að heiðra: lífsviljanum. Lífsaflið sem við fæðumst með og knýr okkur til verka sérhvern dag - að vaka og vinna - það er ljósið sem lýsir okkur þegar okkur finnst dimmt og við sjáum engan veg og gleymum því að tilgangur lífsins er lífið. Þegar fólk skynjar þetta lífsafl skært innra með sér, þessa tengingu við sköpunarverkið, þessi vensl við grasið sem vex og fuglinn sem syngur, þá fyllist það orðlausri kennd sem trúarbrögðum mannanna er ætlað að koma skipan á. "Trúðu á tvennt í heimi/ tign sem æðsta ber/Guð í alheims geimi / Guð í sjálfum þér." Okkur er ekki eiginlegt að drepa. Gunnar á Hlíðarenda, sem nútíminn skilur ekki, orðaði þetta eitthvað á þá leið að hann vissi ekki hvort hann væri því óvaskari en aðrir menn sem honum þætti meira fyrir en öðrum mönnum að vega aðra menn. Með öðrum orðum: á unga aldri starfaði hann við að vera kappi, gat aldrei vanist vígamennskunni og flúði aftur til Íslands þar sem hann þráði að leggja stund á akuryrkju - en fékk það ekki því hann var merktur hermennskunni, dauðanum, í rauninni glötuð sál. Morð er höfuðsynd og morðingjans bíður útskúfun, bæði frá Guði og mönnum, hann hefur stigið yfir þau mörk sem hann á ekki afturkvæmt yfir og þess vegna er það svo með flest manndráp - hvað sem framleiðendur amerísks skemmtiefnis reyna að telja okkur trú um - að þau gerast fyrir slysni, ekki af illu innræti eða "drápseðli". Áður en menn gerast hermenn þarf að setja þá í sérstakar búðir og murka úr þeim mennskuna með markvissum heilaþvætti og afsiðun; þá fyrst geta menn farið út á vígvöllinn og farið að skjóta að búið sér að innprenta þeim rækilega að "óvinurinn" sé ekki mennskur heldur ópersónulegt afl, einhver veggur, massi; "hinir", ekki "við". Múslimar trúa á sama Guð og kristnir menn og gyðingar og þótt ólíkir siðir séu í hverju landi, af sögulegum ástæðum og vegna alls konar staðhátta, þá deila þessi trúarsamfélög gildismati í grundvallaratriðum - til dæmis þeirri hugmynd að lífið sé heilagt og að hefndin sé Guðs en ekki mannanna. Þótt manni þyki vissulega nóg um áhrif afdankaðra og samanbitinna kalla með allan hugann við "gamla landið" meðal múslimasamfélaga í Evrópu - og karlræði þar og trúnað við gamlar kreddur - þá er alveg áreiðanlega eina raunhæfa leiðin í "baráttunni gegn hryðjuverkum" að leita þess sem er sameiginlegt með ólíkum trúar- og vantrúarhópum opinna samfélaga og draga sem mest úr því sem kann að greina fólk að. Af þessum sökum kom það ónotalega við mann að heyra rausið í sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, Jóhanni R. Benediktssyni, í viðtali á Talstöðinni við Helgu Völu Helgadóttur og Helga Seljan í framhaldi af ógnarverkunum í London. Þar lét maður í viðkvæmri valdastöðu dæluna ganga um múslima og einhver ímynduð gildi þeirra andspænis vestrænum gildum okkar. Slíkt tal í manni sem öðrum fremur á að vera laus undan oki fordóma í garð framandlegs fólks er ekki boðlegt - og enn síður hitt þegar þessum fjölmiðlaglaða sýslumanni varð það á í viðtali við Ríkisútvarpið að tala um umhverfisverndarsinna í sömu andrá og vígamennina í London. Það er reyndar sérstök ástæða til að vara við aukinni hörku í garð þess fólks sem morðingjarnir þykjast vera fulltrúar fyrir með harðari framgöngu við eftirlit: sífellt aukin harka er aðferð Ísraelsmanna við að stöðva sprengjuárásir á almenning með þeim afleiðingum að hryðjuverkin færast heldur í aukana en hitt. Morðingjarnir í London voru ekki múslimar. Ódæðisverkin í London beindust gegn múslimum rétt eins og öðrum íbúum þessarar stórkostlegu heimsborgar þar sem margs konar trúarsamfélög hafa um aldir blómstrað hlið við hlið. Sprengt var á slóðum þar sem múslimar búa og starfa og eftirköstin munu fyrst og fremst bitna á þeim. Ekki er einu sinni hægt að slá því föstu hverjir hafi verið að verki - nefnt er til sögunnar eitthvað al Kaída-afbrigði, sem minnir okkur á það að Ósama bin Laden er enn frjáls ferða sinna, en ráðist var inn í vígi eins helsta andstæðings hans í Miðausturlöndum, Saddams Hussein, og það gert að víghreiðri al Kaída. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Erfitt er að ímynda sér meiri ónáttúru en að fórna lífi sínu til að bana öðru fólki. Það er óeðli að drepa, margföld öfughneigð að drepa sig til að drepa aðra. Slíkt háttalag stríðir gegn lögmáli sem manni finnst að öllum verum sköpunarverksins sé eiginlegt að heiðra: lífsviljanum. Lífsaflið sem við fæðumst með og knýr okkur til verka sérhvern dag - að vaka og vinna - það er ljósið sem lýsir okkur þegar okkur finnst dimmt og við sjáum engan veg og gleymum því að tilgangur lífsins er lífið. Þegar fólk skynjar þetta lífsafl skært innra með sér, þessa tengingu við sköpunarverkið, þessi vensl við grasið sem vex og fuglinn sem syngur, þá fyllist það orðlausri kennd sem trúarbrögðum mannanna er ætlað að koma skipan á. "Trúðu á tvennt í heimi/ tign sem æðsta ber/Guð í alheims geimi / Guð í sjálfum þér." Okkur er ekki eiginlegt að drepa. Gunnar á Hlíðarenda, sem nútíminn skilur ekki, orðaði þetta eitthvað á þá leið að hann vissi ekki hvort hann væri því óvaskari en aðrir menn sem honum þætti meira fyrir en öðrum mönnum að vega aðra menn. Með öðrum orðum: á unga aldri starfaði hann við að vera kappi, gat aldrei vanist vígamennskunni og flúði aftur til Íslands þar sem hann þráði að leggja stund á akuryrkju - en fékk það ekki því hann var merktur hermennskunni, dauðanum, í rauninni glötuð sál. Morð er höfuðsynd og morðingjans bíður útskúfun, bæði frá Guði og mönnum, hann hefur stigið yfir þau mörk sem hann á ekki afturkvæmt yfir og þess vegna er það svo með flest manndráp - hvað sem framleiðendur amerísks skemmtiefnis reyna að telja okkur trú um - að þau gerast fyrir slysni, ekki af illu innræti eða "drápseðli". Áður en menn gerast hermenn þarf að setja þá í sérstakar búðir og murka úr þeim mennskuna með markvissum heilaþvætti og afsiðun; þá fyrst geta menn farið út á vígvöllinn og farið að skjóta að búið sér að innprenta þeim rækilega að "óvinurinn" sé ekki mennskur heldur ópersónulegt afl, einhver veggur, massi; "hinir", ekki "við". Múslimar trúa á sama Guð og kristnir menn og gyðingar og þótt ólíkir siðir séu í hverju landi, af sögulegum ástæðum og vegna alls konar staðhátta, þá deila þessi trúarsamfélög gildismati í grundvallaratriðum - til dæmis þeirri hugmynd að lífið sé heilagt og að hefndin sé Guðs en ekki mannanna. Þótt manni þyki vissulega nóg um áhrif afdankaðra og samanbitinna kalla með allan hugann við "gamla landið" meðal múslimasamfélaga í Evrópu - og karlræði þar og trúnað við gamlar kreddur - þá er alveg áreiðanlega eina raunhæfa leiðin í "baráttunni gegn hryðjuverkum" að leita þess sem er sameiginlegt með ólíkum trúar- og vantrúarhópum opinna samfélaga og draga sem mest úr því sem kann að greina fólk að. Af þessum sökum kom það ónotalega við mann að heyra rausið í sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, Jóhanni R. Benediktssyni, í viðtali á Talstöðinni við Helgu Völu Helgadóttur og Helga Seljan í framhaldi af ógnarverkunum í London. Þar lét maður í viðkvæmri valdastöðu dæluna ganga um múslima og einhver ímynduð gildi þeirra andspænis vestrænum gildum okkar. Slíkt tal í manni sem öðrum fremur á að vera laus undan oki fordóma í garð framandlegs fólks er ekki boðlegt - og enn síður hitt þegar þessum fjölmiðlaglaða sýslumanni varð það á í viðtali við Ríkisútvarpið að tala um umhverfisverndarsinna í sömu andrá og vígamennina í London. Það er reyndar sérstök ástæða til að vara við aukinni hörku í garð þess fólks sem morðingjarnir þykjast vera fulltrúar fyrir með harðari framgöngu við eftirlit: sífellt aukin harka er aðferð Ísraelsmanna við að stöðva sprengjuárásir á almenning með þeim afleiðingum að hryðjuverkin færast heldur í aukana en hitt. Morðingjarnir í London voru ekki múslimar. Ódæðisverkin í London beindust gegn múslimum rétt eins og öðrum íbúum þessarar stórkostlegu heimsborgar þar sem margs konar trúarsamfélög hafa um aldir blómstrað hlið við hlið. Sprengt var á slóðum þar sem múslimar búa og starfa og eftirköstin munu fyrst og fremst bitna á þeim. Ekki er einu sinni hægt að slá því föstu hverjir hafi verið að verki - nefnt er til sögunnar eitthvað al Kaída-afbrigði, sem minnir okkur á það að Ósama bin Laden er enn frjáls ferða sinna, en ráðist var inn í vígi eins helsta andstæðings hans í Miðausturlöndum, Saddams Hussein, og það gert að víghreiðri al Kaída.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun