Óje 19. júní 2005 00:01 Þegar ég var á sumrin hjá ömmu minni og afa á Akureyri var eitt af því sem gerði dvölina ánægjulega hversu góðar mjólkurvörurnar voru - sérstaklega súrmjólkin sem var einhvern veginn allt öðruvísi en sú hér fyrir sunnan, mjúk og bragðgóð og ekki einu sinni neitt sérstaklega súr. Hún var í brúnum flöskum með skærgrænum miða minnir mig sem átti ekki sístan þátt í að gera hana svo lystuga sem raun ber vitni - og þessar flöskur kjagaði maður með tómar upp í gil að ná í meira. Í súrmjólkurmálum sýndu Akureyringar svo sannarlega á sér sínar bestu hliðar. Þótt ég lærði það snemma af ömmu minni að vera andvígur KEA veldinu og fylgdi henni oft á löngum og krókóttum innkaupaferðum sem hún tók á sig til að þurfa ekki að fara í verslun þess sem var í næsta húsi við hana í hetjulegri baráttu sinni við að hundsa KEA á Akureyri - þá verð ég á hinn bóginn að játa að mér hefur alltaf þótt þetta gamla og óbreytanlega merki vísa á gæði þegar um skyr er að ræða, auk þess sem þar á bæ ríkti sýnilega ekki vanmetaleg fordild á borð við þá að fara að kenna varninginn við internetið eins og sunnlenskir skyrframleiðendur duttu niður í hér fyrir sunnan og minntu á miðaldra mann með hártopp á unglingaballi að segja "óje" í allar áttir. Þar til nú. Allt í einu hefur þessi gamli og virðulegi mjólkurframleiðandi tekið upp á því að reyna að yfirtrompa .is-ið hjá þeim fyrir sunnan og setja á markað drykk sem heitir hvorki meira né minna en "Smoothie". Þeir eru töffaralegir hjá KEA - búnir greiða fram hártoppinn, setja upp sólgeraugun, smella fingrum með "óje" á vörunum. Þeir segjast vera að ná til unga fólksins, sem þar með fær þau skilaboð frá þessu gróna fyrirtæki að tala þurfi ensku við það. Nú er það svo að enska er svo ríkur hluti af málumhverfi okkar allra að vart líður sá dagur að við grípum ekki til hennar í einhverju samhengi til þess að orða einhverja hugsun, nefna eitthvert fyrirbæri eða bara slá um okkur. Við því er ekkert að segja, slíkt getur aukið blæbrigðin í máli fólks og sá sem kemur vel fyrir sig orði á ensku er líklegur til að vera líka orðheppinn á íslensku. Og vel má vera að senn verði þjóðin tvítyngd, tali íslensku og svo einhvers konar skollaensku. Kannski verður ekki spornað fótum við framrás enskunnar, enda er hún mál afþreyingariðnaðarins sem fólk ver sífellt meiri tíma í að neyta. Sennilega er orðið of seint að fara að talsetja kvikmyndir fyrir fullorðna eins og gert er við barnaefni. Það er eiginlega hálf leitt. Það er góð skemmtun að horfa á þýska sjónvarpið og heyra Hollywood-stjörnurnar tala þýsku, og synd að við skulum ekki eiga þess kost að heyra Ladda og Arnar Jónsson og allt hitt fólkið tala fyrir Tom Cruise og Sylvester Stallone og allt hitt fólkið... Eða þannig. En óneitanlega finnst manni það hálf leiðinlegt að gamalgróinn framleiðandi skuli finna sig knúinn til að grípa til ensku í því skyni að laða ungt fólk til að leggja sér til munns framleiðsluna. Þetta er skyrdrykkur sem þeim KEA mönnum er í mun að veita annað yfirbragð en þeim þykir hvíla yfir skyrnafninu gamla sem þeim þykir væntanlega minna um of á sauðskinnskóna. En hvort skyldu þeir nú líta á orðið "smoothie" sem útlensku eða vísun í íslenskan málheim? Til lítils væri að banna svona nafngiftir en er samt ekki til einhver aðili í kerfinu sem gæti gert athugasemd við þetta? Á meðan fyrirtækið kemst átölulaust upp með að nefna skyrdrykk upp á ísl-ensku svo að börnin skilji hvað hér sé á ferðinni þá eru málfarsyfirvöld á þönum að skera úr um það hvort fólk megi nefna börn sín þeim nöfnum sem andinn blæs þeim í brjóst sem manni finnst einhvern veginn að hljóti að vera hámark afskiptasemi ríkisvaldsins um einkahagi fólks og eiginlega með ólíkindum að fólki sem treyst er til að ala upp börn og koma þeim til manns skuli ekki vera treyst til að gefa þeim sömu börnum nöfn. Væri stúlkubarni til dæmis gefið nafnið Skyrfríður þá myndi maður ætla að slíkt ætti fremur að koma til kasta barnaverndaryfirvalda en málnefnda. Ætti ekki fremur að vera hlutverk málfarsyfirvalda að amast við útlenskum heitum á varningi handa Íslendingum en að banna asnaleg nöfn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Þegar ég var á sumrin hjá ömmu minni og afa á Akureyri var eitt af því sem gerði dvölina ánægjulega hversu góðar mjólkurvörurnar voru - sérstaklega súrmjólkin sem var einhvern veginn allt öðruvísi en sú hér fyrir sunnan, mjúk og bragðgóð og ekki einu sinni neitt sérstaklega súr. Hún var í brúnum flöskum með skærgrænum miða minnir mig sem átti ekki sístan þátt í að gera hana svo lystuga sem raun ber vitni - og þessar flöskur kjagaði maður með tómar upp í gil að ná í meira. Í súrmjólkurmálum sýndu Akureyringar svo sannarlega á sér sínar bestu hliðar. Þótt ég lærði það snemma af ömmu minni að vera andvígur KEA veldinu og fylgdi henni oft á löngum og krókóttum innkaupaferðum sem hún tók á sig til að þurfa ekki að fara í verslun þess sem var í næsta húsi við hana í hetjulegri baráttu sinni við að hundsa KEA á Akureyri - þá verð ég á hinn bóginn að játa að mér hefur alltaf þótt þetta gamla og óbreytanlega merki vísa á gæði þegar um skyr er að ræða, auk þess sem þar á bæ ríkti sýnilega ekki vanmetaleg fordild á borð við þá að fara að kenna varninginn við internetið eins og sunnlenskir skyrframleiðendur duttu niður í hér fyrir sunnan og minntu á miðaldra mann með hártopp á unglingaballi að segja "óje" í allar áttir. Þar til nú. Allt í einu hefur þessi gamli og virðulegi mjólkurframleiðandi tekið upp á því að reyna að yfirtrompa .is-ið hjá þeim fyrir sunnan og setja á markað drykk sem heitir hvorki meira né minna en "Smoothie". Þeir eru töffaralegir hjá KEA - búnir greiða fram hártoppinn, setja upp sólgeraugun, smella fingrum með "óje" á vörunum. Þeir segjast vera að ná til unga fólksins, sem þar með fær þau skilaboð frá þessu gróna fyrirtæki að tala þurfi ensku við það. Nú er það svo að enska er svo ríkur hluti af málumhverfi okkar allra að vart líður sá dagur að við grípum ekki til hennar í einhverju samhengi til þess að orða einhverja hugsun, nefna eitthvert fyrirbæri eða bara slá um okkur. Við því er ekkert að segja, slíkt getur aukið blæbrigðin í máli fólks og sá sem kemur vel fyrir sig orði á ensku er líklegur til að vera líka orðheppinn á íslensku. Og vel má vera að senn verði þjóðin tvítyngd, tali íslensku og svo einhvers konar skollaensku. Kannski verður ekki spornað fótum við framrás enskunnar, enda er hún mál afþreyingariðnaðarins sem fólk ver sífellt meiri tíma í að neyta. Sennilega er orðið of seint að fara að talsetja kvikmyndir fyrir fullorðna eins og gert er við barnaefni. Það er eiginlega hálf leitt. Það er góð skemmtun að horfa á þýska sjónvarpið og heyra Hollywood-stjörnurnar tala þýsku, og synd að við skulum ekki eiga þess kost að heyra Ladda og Arnar Jónsson og allt hitt fólkið tala fyrir Tom Cruise og Sylvester Stallone og allt hitt fólkið... Eða þannig. En óneitanlega finnst manni það hálf leiðinlegt að gamalgróinn framleiðandi skuli finna sig knúinn til að grípa til ensku í því skyni að laða ungt fólk til að leggja sér til munns framleiðsluna. Þetta er skyrdrykkur sem þeim KEA mönnum er í mun að veita annað yfirbragð en þeim þykir hvíla yfir skyrnafninu gamla sem þeim þykir væntanlega minna um of á sauðskinnskóna. En hvort skyldu þeir nú líta á orðið "smoothie" sem útlensku eða vísun í íslenskan málheim? Til lítils væri að banna svona nafngiftir en er samt ekki til einhver aðili í kerfinu sem gæti gert athugasemd við þetta? Á meðan fyrirtækið kemst átölulaust upp með að nefna skyrdrykk upp á ísl-ensku svo að börnin skilji hvað hér sé á ferðinni þá eru málfarsyfirvöld á þönum að skera úr um það hvort fólk megi nefna börn sín þeim nöfnum sem andinn blæs þeim í brjóst sem manni finnst einhvern veginn að hljóti að vera hámark afskiptasemi ríkisvaldsins um einkahagi fólks og eiginlega með ólíkindum að fólki sem treyst er til að ala upp börn og koma þeim til manns skuli ekki vera treyst til að gefa þeim sömu börnum nöfn. Væri stúlkubarni til dæmis gefið nafnið Skyrfríður þá myndi maður ætla að slíkt ætti fremur að koma til kasta barnaverndaryfirvalda en málnefnda. Ætti ekki fremur að vera hlutverk málfarsyfirvalda að amast við útlenskum heitum á varningi handa Íslendingum en að banna asnaleg nöfn?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun