Þjóð í hafti 11. júní 2005 00:01 Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur rekur skemmtilegt lítið forlag sem heitir Ugla. Fyrir stuttu gaf hann út safn ritgerða eftir sjálfan sig – mjög beitta pistla sem hann skrifaði í Viðskiptablaðið til skamms tíma. Hann er einnig búinn að gefa út safn af hinum umdeildu fjölmiðlapistlum Ólafs Teits Guðnasonar sem byggja á nákvæmri skoðun á fjölmiðlum, ekki síst þeim sem eru í eigu Baugs. Það sem báðir þessir menn skrifa er skyldulesning fyrir áhugamenn um pólitík. Annars bíð ég með ofvæni eftir því að Jakob endurútgefi bók sem hann skrifaði fyrir svona fimmtán árum – hlýtur að teljast æskuverk en markaði nokkur tímamót í mínum huga. Bókin heitir Þjóð í hafti. Þetta er verk þess eðlis að hún getur breytt viðhorfi manns til stjórnmálanna – ætti eiginlega að vera skyldulesning á fundum ungliða í VG. --- --- --- Á tíma heimastjórnarafmælisins í fyrra skar það í eyru að heyra menn tala um samfellda frelsissókn Íslendinga allt frá tímanum þegar Hannes Hafstein var uppi. Þetta er ekki svo einfalt. Lesi maður Sögu Reykjavíkur, þann hluta sem Guðjón Friðriksson skráði, sér maður að hér voru heimsborgaralegar verslanir um aldamótin 1900. Thomsens magasín á Lækjartorgi var ein flottasta búð sem nokkurn tíma hefur verið á Íslandi. Þar var sérstök deild sem seldi vindla! Vínbúð, skóbúð – allt með miklum glæsibrag. Þessar búðir voru mestanpart í eigu danskra kaupmanna. Það var þyrnir í augum margra Íslendinga á tíma sjálfstæðisbaráttunnar. Tvennt gerðist. Hinn mikli frjálsræðistími sem var fyrir hundrað árum, fyrra skeið óheftra heimsviðskipta, leið undir lok í fyrri heimstyrjöldinni. Með nýfengnu þjóðfrelsi tóku Íslendingarnir við versluninni; Danirnir hurfu burt – Íslendingarnir reyndust miklu þröngsýnni menn. Þeir óttuðust heiminn, vildu loka að sér. --- --- --- Á fáum áratugum var búið að hneppa þjóðfélagið í fjötra – Þjóð í hafti kallar Jakob það. Allt var háð skömmtun og leyfum. Í stórhýsi við Skólavörðustíg starfaði sérstök skömmtunarskrifstofa ríkisins. Fólk gat ekki ferðast til útlanda án þess að standa í endalausu gjaldeyrissnapi – það var ekki hægt að fá yfirfærslu í bönkunum sem allir voru í eigu ríkisins. Það mátti varla reka nagla í spýtu án þess að fá opinbert leyfi. Allt var skammtað – fatnaður, skór, matvæli – það eru til ljósmyndir af fólki hímir í biðröðum með skömmtunarseðlana sína. Yfirbragð samfélagsins bar merki þessa. Ekki mátti eyða gjaldeyri í óþarfa neysluvarning. Ávexti var ekki hægt að fá, fólk klæddist sömu drungalegu fötunum – bomsum sem voru fluttar inn frá Tékkóslóvakíu, gefjunarúlpum sem voru eins konar fánaborg íslensks iðnaðar. Sósíalistar boðuðu kosti sovétviðskipta; til Rússlands var send síld, í staðinn fengu Íslendingar Moskvits-bifreiðar í vöruskiptum. --- --- --- Þetta er saga sem er þörf á að rifja upp annað slagið. Þess vegna vil ég að Jakob endurútgefi bókina sína. Menn kunna að segja að þetta hafi verið afleiðing stríðsins og tíðarandans. Jú, að vissu leyti. En Íslendingar gengu miklu lengra í höftunum en aðrar þjóðir. Vegna þess hversu landið var einangrað hafði það enn dapurlegri afleiðingar. Hér var Austur-Evrópusamfélag. Tilhneigingin var að banna allt. Mataræði þjóðarinnar var skelfilega óhollt; ávexti mátti ekki flytja inn nema á jólunum. Allir stjórnmálaflokkar báru ábyrgð á þessu ástandi – líka Sjálfstæðisflokkurinn sem þó aðhylltist fríverslun í orði. Það var ekki fyrr en á tíma viðreisnarstjórnarinnar að farið var að brjóta upp þetta kerfi ógurlegrar afskiptasemi. Þó töldu margir vinstri menn á sínum tíma að það gengi næst landráðum að ganga í EFTA! --- --- --- Þegar ég fór til útlanda rúmlega tvítugur þurfti maður enn að standa í gjaldeyrissnapi. Því var ekki aflétt að fullu fyrr en á ofanverðum níunda áratugnum. Kannski má segja að þessum tíma ljúki ekki fyrr en með síðbúinni einkavæðingu bankanna. Þá voru hvergi starfandi ríkisbankar lengur í Evrópu. Og þó – í landbúnaði höfum við enn þetta ófrelsiskerfi sem á rót í hugmyndafræði hafta og innilokunar frá því á millistríðsárunum. --- --- --- Um daginn hitti ég athafnasamt fólk sem var að íhuga að stofna markað í miðbænum í Reykjavík, ekki með lopasokka og hraunkeramik, heldur ekki síst með matvæli. Það hafa orðið þau sögulegu tíðindi að nú er heimilt að selja mat beint frá bændum til neytenda; Guðni Ágústsson afnam bann við því með einni lítilli reglugerð. Þetta var enn ein ófrelsiskreddan, í orði sett fram til að vernda heilsu borgarannar – en hafði í raun þann tilgang að verja flókið kerfi milliliða og ríkisafskipta. Með þessari breytingu er orðin forsenda fyrir alvöru mörkuðum eins og tíðkast erlendis. Um að gera að selja þar sem fjölbreyttastan varning – ég hef áður mælt með frjálsum viðskiptum með landa ofan af Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur rekur skemmtilegt lítið forlag sem heitir Ugla. Fyrir stuttu gaf hann út safn ritgerða eftir sjálfan sig – mjög beitta pistla sem hann skrifaði í Viðskiptablaðið til skamms tíma. Hann er einnig búinn að gefa út safn af hinum umdeildu fjölmiðlapistlum Ólafs Teits Guðnasonar sem byggja á nákvæmri skoðun á fjölmiðlum, ekki síst þeim sem eru í eigu Baugs. Það sem báðir þessir menn skrifa er skyldulesning fyrir áhugamenn um pólitík. Annars bíð ég með ofvæni eftir því að Jakob endurútgefi bók sem hann skrifaði fyrir svona fimmtán árum – hlýtur að teljast æskuverk en markaði nokkur tímamót í mínum huga. Bókin heitir Þjóð í hafti. Þetta er verk þess eðlis að hún getur breytt viðhorfi manns til stjórnmálanna – ætti eiginlega að vera skyldulesning á fundum ungliða í VG. --- --- --- Á tíma heimastjórnarafmælisins í fyrra skar það í eyru að heyra menn tala um samfellda frelsissókn Íslendinga allt frá tímanum þegar Hannes Hafstein var uppi. Þetta er ekki svo einfalt. Lesi maður Sögu Reykjavíkur, þann hluta sem Guðjón Friðriksson skráði, sér maður að hér voru heimsborgaralegar verslanir um aldamótin 1900. Thomsens magasín á Lækjartorgi var ein flottasta búð sem nokkurn tíma hefur verið á Íslandi. Þar var sérstök deild sem seldi vindla! Vínbúð, skóbúð – allt með miklum glæsibrag. Þessar búðir voru mestanpart í eigu danskra kaupmanna. Það var þyrnir í augum margra Íslendinga á tíma sjálfstæðisbaráttunnar. Tvennt gerðist. Hinn mikli frjálsræðistími sem var fyrir hundrað árum, fyrra skeið óheftra heimsviðskipta, leið undir lok í fyrri heimstyrjöldinni. Með nýfengnu þjóðfrelsi tóku Íslendingarnir við versluninni; Danirnir hurfu burt – Íslendingarnir reyndust miklu þröngsýnni menn. Þeir óttuðust heiminn, vildu loka að sér. --- --- --- Á fáum áratugum var búið að hneppa þjóðfélagið í fjötra – Þjóð í hafti kallar Jakob það. Allt var háð skömmtun og leyfum. Í stórhýsi við Skólavörðustíg starfaði sérstök skömmtunarskrifstofa ríkisins. Fólk gat ekki ferðast til útlanda án þess að standa í endalausu gjaldeyrissnapi – það var ekki hægt að fá yfirfærslu í bönkunum sem allir voru í eigu ríkisins. Það mátti varla reka nagla í spýtu án þess að fá opinbert leyfi. Allt var skammtað – fatnaður, skór, matvæli – það eru til ljósmyndir af fólki hímir í biðröðum með skömmtunarseðlana sína. Yfirbragð samfélagsins bar merki þessa. Ekki mátti eyða gjaldeyri í óþarfa neysluvarning. Ávexti var ekki hægt að fá, fólk klæddist sömu drungalegu fötunum – bomsum sem voru fluttar inn frá Tékkóslóvakíu, gefjunarúlpum sem voru eins konar fánaborg íslensks iðnaðar. Sósíalistar boðuðu kosti sovétviðskipta; til Rússlands var send síld, í staðinn fengu Íslendingar Moskvits-bifreiðar í vöruskiptum. --- --- --- Þetta er saga sem er þörf á að rifja upp annað slagið. Þess vegna vil ég að Jakob endurútgefi bókina sína. Menn kunna að segja að þetta hafi verið afleiðing stríðsins og tíðarandans. Jú, að vissu leyti. En Íslendingar gengu miklu lengra í höftunum en aðrar þjóðir. Vegna þess hversu landið var einangrað hafði það enn dapurlegri afleiðingar. Hér var Austur-Evrópusamfélag. Tilhneigingin var að banna allt. Mataræði þjóðarinnar var skelfilega óhollt; ávexti mátti ekki flytja inn nema á jólunum. Allir stjórnmálaflokkar báru ábyrgð á þessu ástandi – líka Sjálfstæðisflokkurinn sem þó aðhylltist fríverslun í orði. Það var ekki fyrr en á tíma viðreisnarstjórnarinnar að farið var að brjóta upp þetta kerfi ógurlegrar afskiptasemi. Þó töldu margir vinstri menn á sínum tíma að það gengi næst landráðum að ganga í EFTA! --- --- --- Þegar ég fór til útlanda rúmlega tvítugur þurfti maður enn að standa í gjaldeyrissnapi. Því var ekki aflétt að fullu fyrr en á ofanverðum níunda áratugnum. Kannski má segja að þessum tíma ljúki ekki fyrr en með síðbúinni einkavæðingu bankanna. Þá voru hvergi starfandi ríkisbankar lengur í Evrópu. Og þó – í landbúnaði höfum við enn þetta ófrelsiskerfi sem á rót í hugmyndafræði hafta og innilokunar frá því á millistríðsárunum. --- --- --- Um daginn hitti ég athafnasamt fólk sem var að íhuga að stofna markað í miðbænum í Reykjavík, ekki með lopasokka og hraunkeramik, heldur ekki síst með matvæli. Það hafa orðið þau sögulegu tíðindi að nú er heimilt að selja mat beint frá bændum til neytenda; Guðni Ágústsson afnam bann við því með einni lítilli reglugerð. Þetta var enn ein ófrelsiskreddan, í orði sett fram til að vernda heilsu borgarannar – en hafði í raun þann tilgang að verja flókið kerfi milliliða og ríkisafskipta. Með þessari breytingu er orðin forsenda fyrir alvöru mörkuðum eins og tíðkast erlendis. Um að gera að selja þar sem fjölbreyttastan varning – ég hef áður mælt með frjálsum viðskiptum með landa ofan af Jökuldal.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun