Ruðningur og gjaldtaka 6. júní 2005 00:01 Getur verið að allir aðrir en ráðamenn þjóðarinnar hafi áhyggjur af stöðu útflutningsgreina? Meðan fjöldauppsagnir dynja yfir er ekki annað að heyra en byggðamálaráðherrann telji ástandið ágætt á landsbyggðinni. Þar er verið að reisa álver sem eflaust mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið þar eystra. Reyndar ekki áfallalaust, því á Reyðarfirði hefur þegar þurft að loka fiskiðjuveri þar sem hátt gengi krónunnar er að sliga sjávarútveginn. Verra er áfallið í þeim byggðum þar sem álver gagnast ekki, eins og á Bíldudal. "Þetta er reiðarslag," sagði Jón Páll Jakobsson, sjómaður á Bíldudal í samtali við Fréttablaðið. "Það hefur að sjálfsögðu slæma þýðingu fyrir byggðarlagið þegar svo margir missa vinnuna." Jón Páll sagði fólk almennt hætt að hugsa mikið um hvað tæki við á Bíldudal. "Baráttuandinn er alveg horfinn," sagði hann. "Mjög erfitt er að yfirgefa þorpið enda ómögulegt að taka húsið með sér." Bílddælingar taka ekki undir með ráðherranum um að fólk á landsbyggðinni hafi það ágætt. Ruðningsáhrifin af álverinu og virkjuninni fyrir austan hafa aukið áhyggjur Bílddælinga, og fleiri. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," sagði Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ." "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Sjávarútvegurinn er í vanda vegna þess hversu sterk krónan er. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur bent á að það sé ekki bara krónan sem geri útgerðinni erfitt fyrir. Útvegurinn finnur mikið fyrir veiðileyfagjaldinu, einkum og sér í lagi rækjuvinnslan og rækjuveiðarnar. Þar mun vera mikið tap fyrir og þess vegna erfitt að eiga á sama tíma að borga veiðileyfagjald sem leggst ofan á það tap sem fyrir er. Óskum um að fresta innheimtu gjaldsins hefur verið synjað. Ástæðan er eflaust sú að fólk hefur það víst svo gott á landsbyggðinni, en ekki á Bíldudal og ekki á Stöðvarfirði og ef varnaðarorð margra ganga eftir á vandinn eftir að aukast, en ekki við byggingu álversins. Svo valdamenn geta áfram bent austur, en ekki vestur, og ekki suður og ekki norður, bara austur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Getur verið að allir aðrir en ráðamenn þjóðarinnar hafi áhyggjur af stöðu útflutningsgreina? Meðan fjöldauppsagnir dynja yfir er ekki annað að heyra en byggðamálaráðherrann telji ástandið ágætt á landsbyggðinni. Þar er verið að reisa álver sem eflaust mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið þar eystra. Reyndar ekki áfallalaust, því á Reyðarfirði hefur þegar þurft að loka fiskiðjuveri þar sem hátt gengi krónunnar er að sliga sjávarútveginn. Verra er áfallið í þeim byggðum þar sem álver gagnast ekki, eins og á Bíldudal. "Þetta er reiðarslag," sagði Jón Páll Jakobsson, sjómaður á Bíldudal í samtali við Fréttablaðið. "Það hefur að sjálfsögðu slæma þýðingu fyrir byggðarlagið þegar svo margir missa vinnuna." Jón Páll sagði fólk almennt hætt að hugsa mikið um hvað tæki við á Bíldudal. "Baráttuandinn er alveg horfinn," sagði hann. "Mjög erfitt er að yfirgefa þorpið enda ómögulegt að taka húsið með sér." Bílddælingar taka ekki undir með ráðherranum um að fólk á landsbyggðinni hafi það ágætt. Ruðningsáhrifin af álverinu og virkjuninni fyrir austan hafa aukið áhyggjur Bílddælinga, og fleiri. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," sagði Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ." "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Sjávarútvegurinn er í vanda vegna þess hversu sterk krónan er. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur bent á að það sé ekki bara krónan sem geri útgerðinni erfitt fyrir. Útvegurinn finnur mikið fyrir veiðileyfagjaldinu, einkum og sér í lagi rækjuvinnslan og rækjuveiðarnar. Þar mun vera mikið tap fyrir og þess vegna erfitt að eiga á sama tíma að borga veiðileyfagjald sem leggst ofan á það tap sem fyrir er. Óskum um að fresta innheimtu gjaldsins hefur verið synjað. Ástæðan er eflaust sú að fólk hefur það víst svo gott á landsbyggðinni, en ekki á Bíldudal og ekki á Stöðvarfirði og ef varnaðarorð margra ganga eftir á vandinn eftir að aukast, en ekki við byggingu álversins. Svo valdamenn geta áfram bent austur, en ekki vestur, og ekki suður og ekki norður, bara austur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun