Að byggja úti í eyjunum 27. maí 2005 00:01 Steinunn Valdís segir að sjálfstæðismenn hafi stolið skipulagshugmyndum frá sér. Einmitt. Hví hafa þær þá ekki birst? Hefur verið í gangi ógurlega mikil leynileg skipulagsvinna hjá borginni? Eitthvað sem enginn fær að sjá fyrr en - pops - heilu hverfin eru risin á óvæntum stöðum? Nú bíður maður eftir því að umhverfisverndarsinnar láti í sér heyra. Þeir munu rísa upp og segja að í Engey og Akurey sé ómetanleg náttúra sem megi alls ekki eyðileggja. Orðið "náttúruperlur" mun koma oft fyrir. Þarna er ábyggilega varp. Vitið til - fyrsta Morgunblaðsgreinin birtist á allranæstu dögum. En fyrst hugmyndin er á annað borð að fara með byggðina þarna út í eyjarnar er alveg eins hægt að kippa flugvellinum með líka. Er það kannski næsti áfanginn? --- --- --- Í viðtalinu í Mogganum á sunnudaginn talaði Gísli Marteinn um að hann vildi flytja flugvöllinn út fyrir borgarmörkin - ekki til Keflavíkur. Ég var frummælandi á fundi um flugvallarmálið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir stuttu - talaði um að það ætti að vera hægt að koma upp snotrum flugvelli utan bæjarmarkanna. Stundum hefur maður smá áhrif - daginn eftir frétti ég að víða í Ráðhúsinu væru menn að tala um "snotran" flugvöll. Þetta er málamiðlun sem ætti að vera hægt að koma í kring. Það þarf bara smá kjark - einhvern sem er tilbúinn að taka pínulitla pólitíska áhættu. Kannski verður ögn lélegri nýting á slíkum flugvelli en Reykjavíkurflugvelli - það verður bara að hafa það. Hvað varðar kostnaðinn þá sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundinum að hann hefði kannað málið - hann taldi víst að slíkur völlur myndi kosta innan við 10 milljarða króna. Það þarf auðvitað engan millilandaflugvöll til að anna þúsund farþegum á dag. Þetta er ekki stór upphæð miðað við til dæmis Héðinsfjarðargöng og ekki heldur miðað við verðmæti landsins í Vatnsmýrinni. Ríkið er meira að segja eigandi að þriðjahluta þessa lands - eða ég veit ekki betur - andvirði þess myndi duga fyrir flugvelli og vel það. --- --- --- Yfirleitt er dásamlegur samhljómur milli Vef-Þjóðviljans og Ólafs Teits Guðnasonar. Í dag birtir Vef-Þjóðviljinn pistil þar sem er fjallað um meint kosningasvindl Ágústs Ólafs Ágústssonar. Atburðarásin á landsfundi Samfylkingarinnar er rakin nokkuð nákvæmlega, hvernig landsfundargestum fjölgaði og fækkaði, og loks kemur þessi punktur sem varpar óneitanlega nýju ljósi á málið: "Síðast en ekki síst hefur Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og fulltrúi blaðsins á fundinum ekkert fjallað um þessar alvarlegu ásakanir um víðtæk kosningasvik stuðningsmanna Ágústs Ólafs Ágústssonar. Þarf frekari vitna við?" --- --- --- Ólafur Teitur skrifar hins vegar grein í Viðskiptablaðið þar sem hann gagnrýnir fréttaflutninginn, segir að frétt af málinu á Stöð 2 hafi verið "villandi, ófullnægjandi og ósanngjörn". Ólafur lætur vera að minnast á stórar fullyrðingar sem hafa verið um Ágúst í DV, en beinir í staðinn athygli að forsíðufréttfrétt sem birtist í Blaðinu á mánudaginn. Það er alveg rétt hjá Ólafi að í þessu máli hefur verið tilhneiging til að vísa í nafnlausa heimildamenn eða jafnvel einhvern orðróm sem sagður er ganga í Samfylkingunni: "Það er umhugsunarefni hvort rétt sé að leyfa heimildarmanni að bera fram slíka ásökun í skjóli nafnleyndar. Ef viðkomandi hefur eitthvað fyrir sér hlýtur honum að vera í lófa lagið að stíga fram og gera formlega athugasemd. Hafi hann ekki nóg í höndunum til þess aukast líkurnar á að um sé að ræða ágiskanir, orðróm, slúður eða jafnvel rógburð." --- --- --- Í sjónvarpsfréttum var sagt að Bakkavör selji "tilbúin kæld matvæli". Hvað er nú það? Jú, eitthvað sem Bretum þykir gott. Matur í plasti á bökkum. Það kom fram að stærsti markaður í heiminum fyrir svonalagað væri í Bretlandi. Ekki til dæmis í Frakklandi. En flestir Frakkar vilja jú upp til hópa fersk matvæli meðan Bretar eru þekktir fyrir versta mataræði í víðri veröld. --- --- --- Alls staðar i heiminum horfir fólk hins vegar á sama draslið í sjónvarpinu. Disney er búið að kaupa Latabæ til að setja í sjónvarp í Frakklandi. Þeir fá þetta yfir sig eins og aðrir. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Steinunn Valdís segir að sjálfstæðismenn hafi stolið skipulagshugmyndum frá sér. Einmitt. Hví hafa þær þá ekki birst? Hefur verið í gangi ógurlega mikil leynileg skipulagsvinna hjá borginni? Eitthvað sem enginn fær að sjá fyrr en - pops - heilu hverfin eru risin á óvæntum stöðum? Nú bíður maður eftir því að umhverfisverndarsinnar láti í sér heyra. Þeir munu rísa upp og segja að í Engey og Akurey sé ómetanleg náttúra sem megi alls ekki eyðileggja. Orðið "náttúruperlur" mun koma oft fyrir. Þarna er ábyggilega varp. Vitið til - fyrsta Morgunblaðsgreinin birtist á allranæstu dögum. En fyrst hugmyndin er á annað borð að fara með byggðina þarna út í eyjarnar er alveg eins hægt að kippa flugvellinum með líka. Er það kannski næsti áfanginn? --- --- --- Í viðtalinu í Mogganum á sunnudaginn talaði Gísli Marteinn um að hann vildi flytja flugvöllinn út fyrir borgarmörkin - ekki til Keflavíkur. Ég var frummælandi á fundi um flugvallarmálið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir stuttu - talaði um að það ætti að vera hægt að koma upp snotrum flugvelli utan bæjarmarkanna. Stundum hefur maður smá áhrif - daginn eftir frétti ég að víða í Ráðhúsinu væru menn að tala um "snotran" flugvöll. Þetta er málamiðlun sem ætti að vera hægt að koma í kring. Það þarf bara smá kjark - einhvern sem er tilbúinn að taka pínulitla pólitíska áhættu. Kannski verður ögn lélegri nýting á slíkum flugvelli en Reykjavíkurflugvelli - það verður bara að hafa það. Hvað varðar kostnaðinn þá sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundinum að hann hefði kannað málið - hann taldi víst að slíkur völlur myndi kosta innan við 10 milljarða króna. Það þarf auðvitað engan millilandaflugvöll til að anna þúsund farþegum á dag. Þetta er ekki stór upphæð miðað við til dæmis Héðinsfjarðargöng og ekki heldur miðað við verðmæti landsins í Vatnsmýrinni. Ríkið er meira að segja eigandi að þriðjahluta þessa lands - eða ég veit ekki betur - andvirði þess myndi duga fyrir flugvelli og vel það. --- --- --- Yfirleitt er dásamlegur samhljómur milli Vef-Þjóðviljans og Ólafs Teits Guðnasonar. Í dag birtir Vef-Þjóðviljinn pistil þar sem er fjallað um meint kosningasvindl Ágústs Ólafs Ágústssonar. Atburðarásin á landsfundi Samfylkingarinnar er rakin nokkuð nákvæmlega, hvernig landsfundargestum fjölgaði og fækkaði, og loks kemur þessi punktur sem varpar óneitanlega nýju ljósi á málið: "Síðast en ekki síst hefur Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og fulltrúi blaðsins á fundinum ekkert fjallað um þessar alvarlegu ásakanir um víðtæk kosningasvik stuðningsmanna Ágústs Ólafs Ágústssonar. Þarf frekari vitna við?" --- --- --- Ólafur Teitur skrifar hins vegar grein í Viðskiptablaðið þar sem hann gagnrýnir fréttaflutninginn, segir að frétt af málinu á Stöð 2 hafi verið "villandi, ófullnægjandi og ósanngjörn". Ólafur lætur vera að minnast á stórar fullyrðingar sem hafa verið um Ágúst í DV, en beinir í staðinn athygli að forsíðufréttfrétt sem birtist í Blaðinu á mánudaginn. Það er alveg rétt hjá Ólafi að í þessu máli hefur verið tilhneiging til að vísa í nafnlausa heimildamenn eða jafnvel einhvern orðróm sem sagður er ganga í Samfylkingunni: "Það er umhugsunarefni hvort rétt sé að leyfa heimildarmanni að bera fram slíka ásökun í skjóli nafnleyndar. Ef viðkomandi hefur eitthvað fyrir sér hlýtur honum að vera í lófa lagið að stíga fram og gera formlega athugasemd. Hafi hann ekki nóg í höndunum til þess aukast líkurnar á að um sé að ræða ágiskanir, orðróm, slúður eða jafnvel rógburð." --- --- --- Í sjónvarpsfréttum var sagt að Bakkavör selji "tilbúin kæld matvæli". Hvað er nú það? Jú, eitthvað sem Bretum þykir gott. Matur í plasti á bökkum. Það kom fram að stærsti markaður í heiminum fyrir svonalagað væri í Bretlandi. Ekki til dæmis í Frakklandi. En flestir Frakkar vilja jú upp til hópa fersk matvæli meðan Bretar eru þekktir fyrir versta mataræði í víðri veröld. --- --- --- Alls staðar i heiminum horfir fólk hins vegar á sama draslið í sjónvarpinu. Disney er búið að kaupa Latabæ til að setja í sjónvarp í Frakklandi. Þeir fá þetta yfir sig eins og aðrir. Á forsíðu Silfurs Egils
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun