Ný fjölmiðlalög á hverju ári? 9. apríl 2005 00:01 Skýrsla fjölmiðlanefndar allra stjórnmálaflokka er á köflum býsna skondin aflestrar. Í inngangi hennar kemur til dæmis fyrir þessi málsgrein: “Ljóst er að fjölmiðlamarkaðurinn er að taka hröðum breytingum vegna stafrænnar tækni og því er fjölmiðlalandslagið talsvert öðruvísi nú en þegar fyrri greinargerð var samin.” og er þar vísað til skýrslu sem fjölmiðlanefnd Davíðs Oddssonar skilaði af sér fyrir réttu ári. Þessar “hröðu breytingar” hafa meðal annars verið notaðar sem rök fyrir því að hin þverpólitíska fjölmiðlanefnd telur ekki þörf á að banna sama fyrirtækinu að reka sjónvarpsstöð og gefa út dagblað en það var einmitt eitt helsta ágreiningsmál fjölmiðlafrumvarpsins sem forseti synjaði staðfestingar í fyrrasumar. Hvaða “hröðu breytingar” og “öðruvísi fjölmiðlalandslag” átt er við er hins vegar erfitt að skilja. Nema átt sé við það sama fjölmiðlalandslag og er til umfjöllunar í kaflanum “Blaðamarkaður í stafrænu umhverfi” um miðbik hinnar rúmlega 200 blaðsíðna skýrslu nýju fjölmiðlanefndarinnar? Þar segir meðal annars: “Enn fremur hafa margir eigendur dagblaða séð hag sinn í því að fjárfesta í ljósvakamiðlum, tímaritaútgáfum og bókaútgáfu. Ástæða þessara kaupa og samruna er samlegðin sem fæst með því að bjóða upplýsinga- og fréttaefni og aðgangur fyrirtækjanna að auglýsingum. 84” Og hvert skyldi heimild nr. 84 vísa? Jú, í rit Roberts W. McChesney Rich Media. Poor Democracy. Communication Politics in Dubious Times sem kom út árið 1999. Um þessar “hröðu breytingar” og “öðruvísi fjölmiðlalandslag” var sem sagt hægt að lesa í sex ára gamalli bók. Um svona vinnubrögð og fullyrðingar er hægt að hafa eitt orð og það er djók. Sannleikurinn er sá að báðar fjölmiðlanefndirnar og tillögur þeirra eru skyndiviðbrögð við hræringum sem hafa átt sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði allra síðustu ár þar sem gömul valdahlutföll hafa riðlast. Tilkoma Fréttablaðsins hefur haft í för með sér að Morgunblaðið ber ekki lengur ægishjálm yfir önnur dagblöð og á sjónvarpsmarkaði er ekki aðeins eitt einkafyrirtæki við Ríkissjónvarpið heldur tvö. Lagasetning í miðri þessari þróun gerir ekkert annað en að valda úlfúð og deilum. Orðin sem vísað er til hér að ofan úr inngangi fjölmiðlaskýrslu allra flokka um "hraðar breytingar" benda reyndar til þess að draumur stjórnmálaflokkanna sé ný fjölmiðlalög á hverju ári eftir því hvernig vindar blása. Og það er hrollvekjandi tilhugsun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Skýrsla fjölmiðlanefndar allra stjórnmálaflokka er á köflum býsna skondin aflestrar. Í inngangi hennar kemur til dæmis fyrir þessi málsgrein: “Ljóst er að fjölmiðlamarkaðurinn er að taka hröðum breytingum vegna stafrænnar tækni og því er fjölmiðlalandslagið talsvert öðruvísi nú en þegar fyrri greinargerð var samin.” og er þar vísað til skýrslu sem fjölmiðlanefnd Davíðs Oddssonar skilaði af sér fyrir réttu ári. Þessar “hröðu breytingar” hafa meðal annars verið notaðar sem rök fyrir því að hin þverpólitíska fjölmiðlanefnd telur ekki þörf á að banna sama fyrirtækinu að reka sjónvarpsstöð og gefa út dagblað en það var einmitt eitt helsta ágreiningsmál fjölmiðlafrumvarpsins sem forseti synjaði staðfestingar í fyrrasumar. Hvaða “hröðu breytingar” og “öðruvísi fjölmiðlalandslag” átt er við er hins vegar erfitt að skilja. Nema átt sé við það sama fjölmiðlalandslag og er til umfjöllunar í kaflanum “Blaðamarkaður í stafrænu umhverfi” um miðbik hinnar rúmlega 200 blaðsíðna skýrslu nýju fjölmiðlanefndarinnar? Þar segir meðal annars: “Enn fremur hafa margir eigendur dagblaða séð hag sinn í því að fjárfesta í ljósvakamiðlum, tímaritaútgáfum og bókaútgáfu. Ástæða þessara kaupa og samruna er samlegðin sem fæst með því að bjóða upplýsinga- og fréttaefni og aðgangur fyrirtækjanna að auglýsingum. 84” Og hvert skyldi heimild nr. 84 vísa? Jú, í rit Roberts W. McChesney Rich Media. Poor Democracy. Communication Politics in Dubious Times sem kom út árið 1999. Um þessar “hröðu breytingar” og “öðruvísi fjölmiðlalandslag” var sem sagt hægt að lesa í sex ára gamalli bók. Um svona vinnubrögð og fullyrðingar er hægt að hafa eitt orð og það er djók. Sannleikurinn er sá að báðar fjölmiðlanefndirnar og tillögur þeirra eru skyndiviðbrögð við hræringum sem hafa átt sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði allra síðustu ár þar sem gömul valdahlutföll hafa riðlast. Tilkoma Fréttablaðsins hefur haft í för með sér að Morgunblaðið ber ekki lengur ægishjálm yfir önnur dagblöð og á sjónvarpsmarkaði er ekki aðeins eitt einkafyrirtæki við Ríkissjónvarpið heldur tvö. Lagasetning í miðri þessari þróun gerir ekkert annað en að valda úlfúð og deilum. Orðin sem vísað er til hér að ofan úr inngangi fjölmiðlaskýrslu allra flokka um "hraðar breytingar" benda reyndar til þess að draumur stjórnmálaflokkanna sé ný fjölmiðlalög á hverju ári eftir því hvernig vindar blása. Og það er hrollvekjandi tilhugsun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun