Ástarsaga aldarinnar 13. október 2005 19:01 – Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
– Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun