Fréttabólga við undirleik Súsanna Svavarsdóttir skrifar 7. apríl 2005 00:01 Bakþankar Hér í San Fransiskó er páfinn búinn að deyja á svo mörgum tungumálum að maður var komin í rusl. Það búa margar þjóðir á svæðinu og allar eiga þær "rétt" á fréttum á sínu tungumáli. Páfinn var svo tillitssamur að gefa ekki upp öndina fyrr en heilaskemmda Flórídakonan hafði skilað sinni og heimstungurnar höfðu röflað málefni hennar í þvílíkt þrot að núna er ekki einu sinni andvarp eftir. Hún steingleymd. Nú hefur "Papa" fengið sömu trakteringu. Hvíli hann í friði. Einn daginn, þegar ég hafði samviskusamlega vaknað klukkan sex til þes að fylgjast með prósessíum Vatíkansins, sló það mig að það væri eitthvað sem ekki væri að stemma hér; harmur minn væri hreint út sagt, óviðeigandi. Ég er ekki kaþólsk. Ég var ekki sammála páfanum um neitt nema óskina um frið á jörðu - en er illa haldin af fréttabólgu og hélt áfram að horfa. Nú er páfavikan liðin og fréttamenn hafa fengið ný leikföng í dótabúð lífsins sem þeir geta velt sér upp úr af stakri þráhyggju næstu vikuna. Rainier allur, kortéri fyrir Mónakórallið og Kamilla kerlingin í Englandi fær sinn prins, sem hefur fríkaðasta starf í heimi: Að bíða eftir að móðir hans deyi. Og hvað svo, þegar allir eru giftir og jarðaðir? Jú, það er alltaf viðundrið mikla, Michael Jackson. Á meðan heimurinn býr yfir hörmungum eins og tannpínu, höfuðverk, ilsigi, kvefi, vöðvabólgu, hálsríg, slæmsku í maga eða baki, barkabólgu og hlustaverk, verður hann í fréttum. Hann er með þetta allt. Öllu þessu treður maður í sig með augum og eyrum við taktfast skvík-skvík-skvíkið í bedda hjónanna á efri hæðinni sem stendur slétt á sama hver lendir í lukkunni, hver í grjótinu eða gröfinni. Þau eru ofboðslega dugleg. Hún er pínulítil og kínversk, hann rosalega stór og þéttur, rauðhærður og rússneskur. Stundum velti ég því fyrir mér hvað myndi gerast ef þau hrærðu í krakka. Krakka sem væri með andlitið hennar, hárið hans, búkin hennar og útlimina hans. Þau gætu selt hann í sirkus. Sem væri frétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun
Bakþankar Hér í San Fransiskó er páfinn búinn að deyja á svo mörgum tungumálum að maður var komin í rusl. Það búa margar þjóðir á svæðinu og allar eiga þær "rétt" á fréttum á sínu tungumáli. Páfinn var svo tillitssamur að gefa ekki upp öndina fyrr en heilaskemmda Flórídakonan hafði skilað sinni og heimstungurnar höfðu röflað málefni hennar í þvílíkt þrot að núna er ekki einu sinni andvarp eftir. Hún steingleymd. Nú hefur "Papa" fengið sömu trakteringu. Hvíli hann í friði. Einn daginn, þegar ég hafði samviskusamlega vaknað klukkan sex til þes að fylgjast með prósessíum Vatíkansins, sló það mig að það væri eitthvað sem ekki væri að stemma hér; harmur minn væri hreint út sagt, óviðeigandi. Ég er ekki kaþólsk. Ég var ekki sammála páfanum um neitt nema óskina um frið á jörðu - en er illa haldin af fréttabólgu og hélt áfram að horfa. Nú er páfavikan liðin og fréttamenn hafa fengið ný leikföng í dótabúð lífsins sem þeir geta velt sér upp úr af stakri þráhyggju næstu vikuna. Rainier allur, kortéri fyrir Mónakórallið og Kamilla kerlingin í Englandi fær sinn prins, sem hefur fríkaðasta starf í heimi: Að bíða eftir að móðir hans deyi. Og hvað svo, þegar allir eru giftir og jarðaðir? Jú, það er alltaf viðundrið mikla, Michael Jackson. Á meðan heimurinn býr yfir hörmungum eins og tannpínu, höfuðverk, ilsigi, kvefi, vöðvabólgu, hálsríg, slæmsku í maga eða baki, barkabólgu og hlustaverk, verður hann í fréttum. Hann er með þetta allt. Öllu þessu treður maður í sig með augum og eyrum við taktfast skvík-skvík-skvíkið í bedda hjónanna á efri hæðinni sem stendur slétt á sama hver lendir í lukkunni, hver í grjótinu eða gröfinni. Þau eru ofboðslega dugleg. Hún er pínulítil og kínversk, hann rosalega stór og þéttur, rauðhærður og rússneskur. Stundum velti ég því fyrir mér hvað myndi gerast ef þau hrærðu í krakka. Krakka sem væri með andlitið hennar, hárið hans, búkin hennar og útlimina hans. Þau gætu selt hann í sirkus. Sem væri frétt.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun