Lystugt nesti er lykilatriði: Samlokur og tortillurúllur 23. mars 2005 00:01 Hjá mörgum er páskahelgin fyrsta sumarbústaðaferðin á árinu, aðrir bregða sér í dagsferð eða bara rómantíska lautarferð. Hlýindin eru skíðafólki eflaust til ama en vonandi finnast einhverjir skaflar sem hægt er að renna sér á. Lystugt nesti og gott er nauðsynlegt þegar haldið er af bæ og það borgar sig margfalt að leggja smá alúð í fráganginn. Langt getur líka verið í næstu búð þegar komið er á staðinn því er fyrirhyggja nauðsynleg. Þar sem spáin er góð er líklegt að þeir sem ætla í bústað noti tækifærið og dusti rykið af útigrillinu, sé það fyrir hendi. Hvað menn taka með sér fer auðvitað meðal annars aðstæðum á áfangastað. Ef maturinn á að vera heitur og eldunargræjur eru á staðnum eru grillmatur og pottréttir þægilegir. Brauðmeti, mjólkurmatur, grænmeti og ávextir eru sjálfsagðir í nestiskörfuna. Þegar matast er úti í náttúrunni er fátt lystugra en samlokur og kakó. Því koma hér tillögur að nokkrum gerðum af samlokum og þar njótum við leiðsagnar fagmanna.Samloka Marentzu Paulsen4 sneiðar vönduð skinkaDijon sinnepklettasalatnokkrar sneiðar camembertostur Dijon sinnepið smurt á brauðið, salatblöðin lögð á, skinkan og osturinn á milli.Langloka frá Konditori Copenhagen1/3 gróft baguette-brauðmaukaðir sólþurrkaðir tómatar í olíu6 þunnar sneiðar af grilluðu eggaldini, penslaðar með ólífuolíu og kryddaðar með salti og piparalfa alfa baunaspírur (gefa ferskt bragð og safa)rifin agúrkarifin gulrótnokkrar sneiðar púrrulaukurÍsak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi gaf uppskrift að eftirfarandi:Tortillarúllur Tortillapönnukökur stórar skinka ostur íssalat rauð paprika tómatar mexíkósk ostasósa Sósunni smurt á tortillakökuna, kál, paprika, tómatar, skinka og ostur sett á. Rúllað upp, þéttingsfast. Uppskriftir Vefjur Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið
Hjá mörgum er páskahelgin fyrsta sumarbústaðaferðin á árinu, aðrir bregða sér í dagsferð eða bara rómantíska lautarferð. Hlýindin eru skíðafólki eflaust til ama en vonandi finnast einhverjir skaflar sem hægt er að renna sér á. Lystugt nesti og gott er nauðsynlegt þegar haldið er af bæ og það borgar sig margfalt að leggja smá alúð í fráganginn. Langt getur líka verið í næstu búð þegar komið er á staðinn því er fyrirhyggja nauðsynleg. Þar sem spáin er góð er líklegt að þeir sem ætla í bústað noti tækifærið og dusti rykið af útigrillinu, sé það fyrir hendi. Hvað menn taka með sér fer auðvitað meðal annars aðstæðum á áfangastað. Ef maturinn á að vera heitur og eldunargræjur eru á staðnum eru grillmatur og pottréttir þægilegir. Brauðmeti, mjólkurmatur, grænmeti og ávextir eru sjálfsagðir í nestiskörfuna. Þegar matast er úti í náttúrunni er fátt lystugra en samlokur og kakó. Því koma hér tillögur að nokkrum gerðum af samlokum og þar njótum við leiðsagnar fagmanna.Samloka Marentzu Paulsen4 sneiðar vönduð skinkaDijon sinnepklettasalatnokkrar sneiðar camembertostur Dijon sinnepið smurt á brauðið, salatblöðin lögð á, skinkan og osturinn á milli.Langloka frá Konditori Copenhagen1/3 gróft baguette-brauðmaukaðir sólþurrkaðir tómatar í olíu6 þunnar sneiðar af grilluðu eggaldini, penslaðar með ólífuolíu og kryddaðar með salti og piparalfa alfa baunaspírur (gefa ferskt bragð og safa)rifin agúrkarifin gulrótnokkrar sneiðar púrrulaukurÍsak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi gaf uppskrift að eftirfarandi:Tortillarúllur Tortillapönnukökur stórar skinka ostur íssalat rauð paprika tómatar mexíkósk ostasósa Sósunni smurt á tortillakökuna, kál, paprika, tómatar, skinka og ostur sett á. Rúllað upp, þéttingsfast.
Uppskriftir Vefjur Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið