Um göng og gjaldfrjálsan háskóla 22. mars 2005 00:01 Forvitnilegt er að athuga í sambandi við Héðinsfjarðargöng hver áhrif svona framkvæmd hefur á byggðaþróun. Við getum til dæmis tekið Ólafsfjörð sem tengdist byggðinni á Eyjafjarðarsvæðinu með jarðgöngum 1991. Áður höfðu íbúarnir þurft að fara um Ólafsfjarðarmúla, einn hrikalegasta veg á landinu. Göngin voru mikil samgöngubót. 1992, árið eftir að göngin opnuðu, bjuggu 1205 manns á Ólafsfirði. Um síðustu áramót, 2004, var íbúatalan komin niður í 979. Þetta er einhver mesta íbúafækkun á landinu á þessu tímabili. Göng voru lögð til að tengja byggðir á norðanverðum Vestfjörðum og opnuðu þau 1996. Þetta var vissulega hin þarfasta framkvæmd fyrir byggðarlögin. En hún stöðvaði ekki fólksflóttann. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjó 4651 íbúi í þéttbýliskjörnunum sem mynda Ísafjarðarbæ (Ísafirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal) árið 1994. Um áramótin 2004 var fjöldinn kominn niður í 3978. Á Siglufirði hefur íbúum fækkað úr 1734 í 1392 síðan 1994. Raunar bjuggu þar yfir 3000 manns á sjöunda áratug síðustu aldar. Ungt fólkið flykkist frá svona stöðum. Þingmaður úr Norðausturkjördæmi sagði mér að ef nýjir íbúar bættust við á svona stað væri það helst efnað fólk frá Reykjavík að leita sér að athvarfi í sumarfríum. Reynslan sýnir að göng muni varla stöðva hnignun byggðarinnar. --- --- --- Hún er dálítið kómísk reiðin sem braust út eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir tilkynnti að borgin vildi stefna að gjaldfrjálsum leikskóla. Fjármálaráðherra kom upp í ræðustól á Alþingi í gær og skammaðist yfir því að borgarstjórnin vildi standa fyrir slíkri ósvinnu. Í því sambandi má nefna að ríkið stendur fyrir gjaldfrjálsum háskóla fyrir um 6000 fulllorðna einstaklinga. Ég man heldur ekki betur en að helsta útspil Halldórs Ásgrímssonar - forsætisráðherrans í ríkisstjórninni sem Geir Haarde situr í - á flokksþingi Framsóknarflokksins um daginn hafi einmitt verið ókeypis leikskóli. Þá var nefnt við Halldór að leikskólinn væri á framfæri sveitarfélaganna, en hann svaraði því til að það væri mál sem menn yrðu barasta að finna lausn á. Ef borgin treystir sér til að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla verður ábyggilega pólitísk samstaða um það. Þetta er mál af því tagi sem enginn þorir að vera á móti þegar kosningar blasa við. Svonalagað vinnur jafnvel kosningar. Því er ekki furða að fát hafi komið á Sjálfstæðismenn. Annars kvarta ég ekki undan því að borga skólagjöld í leikskólanum. Þjónustan þar er frábær. Líklega er leikskólinn besta skólastigið. En jafn fáránlegt er að varla megi tala um skólagjöld í Háskóla Íslands. Það lýsir til dæmis kreppu í stofnuninni að ekkert þeirra fjögurra sem buðu sig fram til rektors þorði að mæla með skólagjöldum. --- --- --- Óbreyttur verkamaður, Jens Elíasson, rís upp og kærir stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir að gera 43 milljón króna starfslokasamning við framkvæmdastjóra sem þótti í ofanálag standa sig illa í starfi. Þessi gjörningur er náttúrlega líkastur því að spræna á sjóðsfélagana. Maður skilur varla í öðru en að flótti hjóti að bresta í liðið. Það eru meira en tuttuguföld árslaun verkamanns sem sjóðsstjórinn fær fyrir að láta sig hverfa Svo bíður maður líka eftir útspili frá Davíð Oddssyni, svona svipað því þegar hann fór og tók peningana út úr KB-bankanum. Nema Halldór Ásgrímsson geri eitthvað? --- --- --- Kári fór á þríhjólinu í leikskólann í morgun. Hann kann reyndar ekki nota pedalana, heldur ýtir sér áfram með fótunum. Þetta var frekar seinlegt ferðalag. Á leiðinni sá ég að krókusar og páskaliljur voru að koma upp í görðum. Við vorum glaðir yfir þessu og rifjuðum upp vísuna sem við fórum oft með í fyrravor: Vorið góða grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Nú er allt sem orðið nýtt, ærnar, kýrnar, smalinn. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Forvitnilegt er að athuga í sambandi við Héðinsfjarðargöng hver áhrif svona framkvæmd hefur á byggðaþróun. Við getum til dæmis tekið Ólafsfjörð sem tengdist byggðinni á Eyjafjarðarsvæðinu með jarðgöngum 1991. Áður höfðu íbúarnir þurft að fara um Ólafsfjarðarmúla, einn hrikalegasta veg á landinu. Göngin voru mikil samgöngubót. 1992, árið eftir að göngin opnuðu, bjuggu 1205 manns á Ólafsfirði. Um síðustu áramót, 2004, var íbúatalan komin niður í 979. Þetta er einhver mesta íbúafækkun á landinu á þessu tímabili. Göng voru lögð til að tengja byggðir á norðanverðum Vestfjörðum og opnuðu þau 1996. Þetta var vissulega hin þarfasta framkvæmd fyrir byggðarlögin. En hún stöðvaði ekki fólksflóttann. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjó 4651 íbúi í þéttbýliskjörnunum sem mynda Ísafjarðarbæ (Ísafirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal) árið 1994. Um áramótin 2004 var fjöldinn kominn niður í 3978. Á Siglufirði hefur íbúum fækkað úr 1734 í 1392 síðan 1994. Raunar bjuggu þar yfir 3000 manns á sjöunda áratug síðustu aldar. Ungt fólkið flykkist frá svona stöðum. Þingmaður úr Norðausturkjördæmi sagði mér að ef nýjir íbúar bættust við á svona stað væri það helst efnað fólk frá Reykjavík að leita sér að athvarfi í sumarfríum. Reynslan sýnir að göng muni varla stöðva hnignun byggðarinnar. --- --- --- Hún er dálítið kómísk reiðin sem braust út eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir tilkynnti að borgin vildi stefna að gjaldfrjálsum leikskóla. Fjármálaráðherra kom upp í ræðustól á Alþingi í gær og skammaðist yfir því að borgarstjórnin vildi standa fyrir slíkri ósvinnu. Í því sambandi má nefna að ríkið stendur fyrir gjaldfrjálsum háskóla fyrir um 6000 fulllorðna einstaklinga. Ég man heldur ekki betur en að helsta útspil Halldórs Ásgrímssonar - forsætisráðherrans í ríkisstjórninni sem Geir Haarde situr í - á flokksþingi Framsóknarflokksins um daginn hafi einmitt verið ókeypis leikskóli. Þá var nefnt við Halldór að leikskólinn væri á framfæri sveitarfélaganna, en hann svaraði því til að það væri mál sem menn yrðu barasta að finna lausn á. Ef borgin treystir sér til að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla verður ábyggilega pólitísk samstaða um það. Þetta er mál af því tagi sem enginn þorir að vera á móti þegar kosningar blasa við. Svonalagað vinnur jafnvel kosningar. Því er ekki furða að fát hafi komið á Sjálfstæðismenn. Annars kvarta ég ekki undan því að borga skólagjöld í leikskólanum. Þjónustan þar er frábær. Líklega er leikskólinn besta skólastigið. En jafn fáránlegt er að varla megi tala um skólagjöld í Háskóla Íslands. Það lýsir til dæmis kreppu í stofnuninni að ekkert þeirra fjögurra sem buðu sig fram til rektors þorði að mæla með skólagjöldum. --- --- --- Óbreyttur verkamaður, Jens Elíasson, rís upp og kærir stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir að gera 43 milljón króna starfslokasamning við framkvæmdastjóra sem þótti í ofanálag standa sig illa í starfi. Þessi gjörningur er náttúrlega líkastur því að spræna á sjóðsfélagana. Maður skilur varla í öðru en að flótti hjóti að bresta í liðið. Það eru meira en tuttuguföld árslaun verkamanns sem sjóðsstjórinn fær fyrir að láta sig hverfa Svo bíður maður líka eftir útspili frá Davíð Oddssyni, svona svipað því þegar hann fór og tók peningana út úr KB-bankanum. Nema Halldór Ásgrímsson geri eitthvað? --- --- --- Kári fór á þríhjólinu í leikskólann í morgun. Hann kann reyndar ekki nota pedalana, heldur ýtir sér áfram með fótunum. Þetta var frekar seinlegt ferðalag. Á leiðinni sá ég að krókusar og páskaliljur voru að koma upp í görðum. Við vorum glaðir yfir þessu og rifjuðum upp vísuna sem við fórum oft með í fyrravor: Vorið góða grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Nú er allt sem orðið nýtt, ærnar, kýrnar, smalinn. Á forsíðu Silfurs Egils
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun