Biskupinn í Silfri Egils 17. mars 2005 00:01 Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.