Óvænt brotthvarf Bryndísar 28. febrúar 2005 00:01 Menn virðast vera alveg gáttaðir á Bryndísi Hlöðversdóttur, að hún skuli hætta í pólitík af sjálfsdáðum. Tiltölulega ung kona. Þetta er fáheyrt. Gerist bara ekki! Yfirleitt þarf að rífa þingmenn út úr þingsalnum með harmkvælum - þeir ákveða ekki bara að erindi sínu sé lokið og hætta sisvona. Er furða þótt sumir álíti að hér búi samsæri að baki? Bryndís á auðvitað hrós skilið.Og ég er viss um að hún er ekki að hliðra til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefur áður sýnt að hún er ekki knúin áfram af blindum pólitískum metnaði - til dæmis ákvað hún af sjálf að hætta sem þingflokksformaður Samfylkingar fyrir fáum árum. Þá var það einnig af persónulegum ástæðum. Hún hafði gengið í gegnum skilnað og átti tvö ung börn. Manni verður hugsað til umræðna á flokksþingi Framsóknarflokks þar sem var talað um að fækka ráðuneytum. Það er gott og blessað eins og ég hef áður fjallað um. Vandinn er bara sá að hingað til hefur ekkert verið að marka svona tal. Ráðherrum hefur haldið áfram að fjölga - það eru sífellt fleiri sem þarf að koma á jötuna. Síðan 1999 hafa þeir verið tólf talsins. Ráðherraembættin eru notuð til að leysa innanflokksvandamál - embætti forseta Alþingis hefur svo verið haft eins og skiptimynt í hrossakaupunum. Um leið og Árni Magnússon reifaði þessa hugmynd talaði hann um að heppilegt gæti verið að koma upp embættum aðstoðarráðherra. Einmitt. Það á að fækka ráðuneytunum, gera þau stærri og voldugri - en halda samt eftir nóg af feitum djobbum til að svala metnaði flokksmanna sem telja sig hafa þjónað vel. --- --- --- Það er merkilegt að Bifröst, þessi stofnun sem hefur alið svo margan framsóknarmanninn, skuli vera orðin slíkt samfylkingarhreiður. Nú kemur Bryndís þangað inn, Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn um tíma og var virkur í Samfylkingunni í árdaga hennar, Runólfur Ágústsson rektor er jafnvel talinn vera framtíðarþingmaður fyrir flokkinn. Hvað varð um arfleifð Framsóknarflokksins á Bifröst? Mér skilst þó að enn hangi þar mynd af Jónasi á Hriflu á vegg. --- --- --- Ögmundur Jónasson fjallar um fjármálaspillingu á ágætum vef sínum. Þetta er mál sem mörgum er hugleikið, það hef ég fundið á sterkum viðbrögðum við viðtali sem ég átti við Jónínu Benediktsdóttur fyrir nokkrum vikum. Með sínum hætti hefur Jónína reynt að komast til botns í fjármálalífinu hér og það virtist fólk kunna að meta. Mörgum finnst að fjölmiðlarnir hafi brugðist því hlutverki að fjalla nógu vel um þetta - eignatengslin, blokkirnar, hvaðan peningarnir koma. Ég er ekki frá því að það sé rétt. Fjölmiðlarnir eru allt of kurteisir við jöfra viðskiptalífsins - of flæktir inn í net hagsmunanna. Ef fjölmiðlarnir fjölluðu af sömu ákefð um viðskiptalífið og átök í Framsóknarflokknum í Kópavogi liti þetta dálítið öðruvísi út. Ögmundi hafa borist lesendabréf þar sem einkum er fjallað um þá skrítnu atburðarás sem varð þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist Búnaðarbankann og svo væntanlega sölu Símans - sem hugsanlega gæti komist í hendur sömu aðila. Með þessu birtir hann fræga mynd af Ólafi Ólafssyni og Finni Ingólfssyni, trúnaðarmönnum Framsóknar í viðskiptalífinu, sigri hrósandi eftir að þeir hafa náð að tryggja sér bankann. Því má svo hnýta aftan við þetta að þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjavík buðu þingfulltrúum á flokksþinginu í kokkteil síðdegis á laugardaginn - boðið var haldið í húsakynnum VÍS við Ármúla... --- --- --- Ekki hafði ég þrek til að horfa á Óskarsverðlaunin í nótt. Ég er gamall aðdáandi Clints Eastwood - ekki síst frá þeim árum þegar hann var í spaghettivestrunum, týpan sem hann lék þar er einhver óborganlegasta söguhetja allra tíma. Myndin Unforgiven var líka góð - þar lék hann sér skemmtilega með hörkutólsímyndina. Nú er Eastwood að fá verðlaun fyrir mynd sem hlýtur að teljast með þeim lakari sem hafa fengið þessa viðurkenningu. Það er pínu sorglegt. Margir vonuðu að Martin Scorsese fengi verðlaunin; hann er án efa hinn mikli meistari amerískrar kvikmyndagerðar sem nú er á lífi. Hins vegar hefði verið hallærislegt ef hann hefði hlotið verðlaun fyrir The Aviator sem er í hópi slappari mynda hans. Einn stærsti skandall í sögu Óskarsins er þegar Dances with Wolves vann fremur en Goodfellas - meistaraverk Scorseses. Annars sýnir verðlaunahátíðin að síðasta ár var afar lélegt í kvikmyndagerðinni í Hollywood. Þar ríkir algjör listræn ládeyða. Á þessu ári hefur ekki margt komið fram sem bendir til að það ætli að breytast. --- --- --- Frétt frá Fox News í Bandaríkjunum um kynþáttavandamál í úthverfi í Malmö hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Lýsingin á ástandinu þarna er að sönnu nokkuð hrikaleg. Ég veit ekki hvort hún er sönn. Þið getið séð sjálf og reynt að dæma um. Slóðin er: http://aeonflux.exctazy.org/brl/misc/welcome_to_sweden.mpg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Menn virðast vera alveg gáttaðir á Bryndísi Hlöðversdóttur, að hún skuli hætta í pólitík af sjálfsdáðum. Tiltölulega ung kona. Þetta er fáheyrt. Gerist bara ekki! Yfirleitt þarf að rífa þingmenn út úr þingsalnum með harmkvælum - þeir ákveða ekki bara að erindi sínu sé lokið og hætta sisvona. Er furða þótt sumir álíti að hér búi samsæri að baki? Bryndís á auðvitað hrós skilið.Og ég er viss um að hún er ekki að hliðra til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefur áður sýnt að hún er ekki knúin áfram af blindum pólitískum metnaði - til dæmis ákvað hún af sjálf að hætta sem þingflokksformaður Samfylkingar fyrir fáum árum. Þá var það einnig af persónulegum ástæðum. Hún hafði gengið í gegnum skilnað og átti tvö ung börn. Manni verður hugsað til umræðna á flokksþingi Framsóknarflokks þar sem var talað um að fækka ráðuneytum. Það er gott og blessað eins og ég hef áður fjallað um. Vandinn er bara sá að hingað til hefur ekkert verið að marka svona tal. Ráðherrum hefur haldið áfram að fjölga - það eru sífellt fleiri sem þarf að koma á jötuna. Síðan 1999 hafa þeir verið tólf talsins. Ráðherraembættin eru notuð til að leysa innanflokksvandamál - embætti forseta Alþingis hefur svo verið haft eins og skiptimynt í hrossakaupunum. Um leið og Árni Magnússon reifaði þessa hugmynd talaði hann um að heppilegt gæti verið að koma upp embættum aðstoðarráðherra. Einmitt. Það á að fækka ráðuneytunum, gera þau stærri og voldugri - en halda samt eftir nóg af feitum djobbum til að svala metnaði flokksmanna sem telja sig hafa þjónað vel. --- --- --- Það er merkilegt að Bifröst, þessi stofnun sem hefur alið svo margan framsóknarmanninn, skuli vera orðin slíkt samfylkingarhreiður. Nú kemur Bryndís þangað inn, Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn um tíma og var virkur í Samfylkingunni í árdaga hennar, Runólfur Ágústsson rektor er jafnvel talinn vera framtíðarþingmaður fyrir flokkinn. Hvað varð um arfleifð Framsóknarflokksins á Bifröst? Mér skilst þó að enn hangi þar mynd af Jónasi á Hriflu á vegg. --- --- --- Ögmundur Jónasson fjallar um fjármálaspillingu á ágætum vef sínum. Þetta er mál sem mörgum er hugleikið, það hef ég fundið á sterkum viðbrögðum við viðtali sem ég átti við Jónínu Benediktsdóttur fyrir nokkrum vikum. Með sínum hætti hefur Jónína reynt að komast til botns í fjármálalífinu hér og það virtist fólk kunna að meta. Mörgum finnst að fjölmiðlarnir hafi brugðist því hlutverki að fjalla nógu vel um þetta - eignatengslin, blokkirnar, hvaðan peningarnir koma. Ég er ekki frá því að það sé rétt. Fjölmiðlarnir eru allt of kurteisir við jöfra viðskiptalífsins - of flæktir inn í net hagsmunanna. Ef fjölmiðlarnir fjölluðu af sömu ákefð um viðskiptalífið og átök í Framsóknarflokknum í Kópavogi liti þetta dálítið öðruvísi út. Ögmundi hafa borist lesendabréf þar sem einkum er fjallað um þá skrítnu atburðarás sem varð þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist Búnaðarbankann og svo væntanlega sölu Símans - sem hugsanlega gæti komist í hendur sömu aðila. Með þessu birtir hann fræga mynd af Ólafi Ólafssyni og Finni Ingólfssyni, trúnaðarmönnum Framsóknar í viðskiptalífinu, sigri hrósandi eftir að þeir hafa náð að tryggja sér bankann. Því má svo hnýta aftan við þetta að þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjavík buðu þingfulltrúum á flokksþinginu í kokkteil síðdegis á laugardaginn - boðið var haldið í húsakynnum VÍS við Ármúla... --- --- --- Ekki hafði ég þrek til að horfa á Óskarsverðlaunin í nótt. Ég er gamall aðdáandi Clints Eastwood - ekki síst frá þeim árum þegar hann var í spaghettivestrunum, týpan sem hann lék þar er einhver óborganlegasta söguhetja allra tíma. Myndin Unforgiven var líka góð - þar lék hann sér skemmtilega með hörkutólsímyndina. Nú er Eastwood að fá verðlaun fyrir mynd sem hlýtur að teljast með þeim lakari sem hafa fengið þessa viðurkenningu. Það er pínu sorglegt. Margir vonuðu að Martin Scorsese fengi verðlaunin; hann er án efa hinn mikli meistari amerískrar kvikmyndagerðar sem nú er á lífi. Hins vegar hefði verið hallærislegt ef hann hefði hlotið verðlaun fyrir The Aviator sem er í hópi slappari mynda hans. Einn stærsti skandall í sögu Óskarsins er þegar Dances with Wolves vann fremur en Goodfellas - meistaraverk Scorseses. Annars sýnir verðlaunahátíðin að síðasta ár var afar lélegt í kvikmyndagerðinni í Hollywood. Þar ríkir algjör listræn ládeyða. Á þessu ári hefur ekki margt komið fram sem bendir til að það ætli að breytast. --- --- --- Frétt frá Fox News í Bandaríkjunum um kynþáttavandamál í úthverfi í Malmö hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Lýsingin á ástandinu þarna er að sönnu nokkuð hrikaleg. Ég veit ekki hvort hún er sönn. Þið getið séð sjálf og reynt að dæma um. Slóðin er: http://aeonflux.exctazy.org/brl/misc/welcome_to_sweden.mpg.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun