Laugavegur 11 og fleiri hús 16. febrúar 2005 00:01 Míkið fár virðist vera í uppsiglingu vegna niðurrifs húsa við Laugaveginn. Guðmundur Magnússon skrifar leiðara í Fréttablaðið og líkir þessu við menningarsögulegt slys - það hljómar eins og herhvöt þegar hann nefnir baráttuna fyrir varðveislu Bernhöfstorfunnar í þessu sambandi. Menn verða samt að kynna sér málið áður en þeir vaða fram. Ég mæli með gönguferð upp og niður Laugaveginn. Í gær fékk ég bréf frá æstum manni sem sagði að ekki mætti rífa Laugaveg 11 vegna þess að Halldór Laxness hafi drukkið kaffi þar. Ójá. Það er betra að hafa staðreyndir á hreinu. Ef menn eru að varðveita minjar um kaffihúsið á Laugavegi 11, þá er það um Jökul, Dag Sigurðarson, Elías Mar og hommaborðið sem þar var í einu horninu. Á blómaskeiði Laugavegs 11 lýsti Halldór hins vegar fyrirlitningu á kaffihúsahangsi - skrifaði eitthvað á þá leið í Íslendíngaspjalli að íslenskum rithöfundum liði betur við kaffidrykkju heima hjá sér en að kúldrast á kaffihúsum eins og "lítillækkaðir smáborgarar í París". Seinna tók ég viðtal við Jóhann Hjálmarsson skáld þar sem hann lýsti Laugavegi 11 sem einstaklega óyndislegum stað. Hann minnti að alltaf hefði verið rigning, kaffið var vont - gestirnir voru stundum að bauka við að blanda brennivíni úti í gosflöskur undir borðinu. Staðreyndin er sú að af þeim húsum sem kemur til greina að rífa eru ekki nema tvö til þrjú sem hafa eitthvert gildi - mörg eru ekki annað en örgustu kofaskrifli. Það er út í hött að líkja þessu við Bernhöftstorfuna þar sem eru mun eldri hús - dæmi um eldri stíl í húsagerð sem lítið er eftir af í bænum. --- --- --- Dagur B. Eggertsson stígur fram og segir að stefna borgarinnar í málefnum Reykjavíkurflugvallar sé óbreytt, flugvöllurinn eigi að hverfa. Hann gengur í berhögg við orð Steinunnar Valdísar borgarstjóra sem gaf undir fótinn málamiðlun um eina flugbraut. Er hugsanlegt að Steinunn hafi hlaupið á sig þegar hún sagði þetta? Maður heyrir altént meldingar í þá veru innan úr borgarkerfinu. Eftir tíu ár í borgarstjórn er Steinunn hins vegar of reyndur stjórnmálamaður til að gera svona glappaskot. Talandi um flugvöllinn, þá hafa á síðustu dögum birst ágætar greinar um hann á vefjunum Sellunni og Deiglunni. Það er varla nein spurning hvaða skoðanir þorri ungs fólks hefur á þessu máli. --- --- --- Samgönguráðherra er hins vegar fastur við sinn keip. Margboðuð samgöngumiðstöð hans hefur nákvæmlega einn tilgang - að festa flugvöllin svo ómögulegt verði að flytja hann. Ráðherrann og hans menn vinna mjög kerfisbundið. Samgöngumiðstöðin mun þjónusta þúsund flugfarþega á dag - að meðaltali fjörutíu á klukkutíma. Hvað varðar aðrar samgöngur er hún ekki hagkvæm. Engin ástæða er til að rútur leggi af stað frá þessum stað fremur en öðrum - sáralítil tenging er milli flugsins og rútuferða. Og hvað áhrærir strætó, þá verður samgöngumiðstöðin bara enn einn útúrdúrinn í löngu og gisnu leiðakerfi. --- --- --- Kosningarnar í Írak sýna sjálfstæðan vilja fólksins í landinu - að minnsta kosti shíta og kúrda. Það er reyndar spurning hvað þetta er mikið gleðiefni. Í úrslitunum gætu búið frækorn áframhaldandi ófriðar. Helstu leppar Bandaríkjastjórnar fá á baukinn. Við innrásina sáu Bush, Rumsfeld og Cheney fyrir sér að völdin yrðu afhent vinveittum stjórnmálamönnum sem myndu setja á stofn nokkuð veraldlega stjórn - hún gæti jafnvel orðið mótvægi við óvininn í Íran. Kaldhæðnislegt er að þveröfugt hefur gerst. Írakar völdu stjórnmálamenn sem eru undir mög sterkum trúarlegum áhrifum, lúta kalli hins volduga Sistanis erkiklerks. Þessi öfl eru líkleg til að vera í sterkum tengslum við íslamistana í Íran. Miklar líkur eru á að nýja stjórnin verði tortryggin gagnvart Bandaríkjunum og mjög andsnúin Ísrael. Þetta er ekki beinlínis það sem Washingtonstjórnin vildi fá fyrir þá 300 milljarða dollara sem hún hefur hellt í stríðsreksturinn í Írak. --- --- --- Fyrir rétt rúmu ári voru í þætti hjá mér Magnús Þór Hafsteinsson, Svanfríður Jónasdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson. Þau tókust á um sölu Útgerðarfélags Akureyringa til Guðmundar Kristjánssonar. Magnús hafði uppi sterk varnaðarorð, taldi að þetta myndi þýða að kvóti yrði seldur burt. Nú skrifar Magnús um þetta á heimasíðu sinni, segir að einmitt þetta sé að gerast og bendir á að á sama tíma skýri Séð & heyrt frá því að Guðmundur sé að kaupa sér 150 milljón króna villu í Reykjavík. Útgerðarmenn eru sjálfsagt ekkert miklu hraðlygnari en annað fólk. Hins vegar er aldrei að marka loforð útgerðarmanna um að kvóti verði ekki fluttur burt. Fyrir nokkrum árum hringdi í mig útgerðarmaður vegna fréttar sem ég samdi um að verið færi að flytja stórt skip og kvóta frá Ísafirði til Akureyrar. Hann hundskammaði mig og sagði að þetta væri vitleysa. Skellti svo á mig með látum. Örfáum dögum síðar kom í ljós að allt var satt og rétt sem ég sagði. Það hentaði bara ekki útgerðarmanninum að það kæmi fram á þeim tímapunkti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun
Míkið fár virðist vera í uppsiglingu vegna niðurrifs húsa við Laugaveginn. Guðmundur Magnússon skrifar leiðara í Fréttablaðið og líkir þessu við menningarsögulegt slys - það hljómar eins og herhvöt þegar hann nefnir baráttuna fyrir varðveislu Bernhöfstorfunnar í þessu sambandi. Menn verða samt að kynna sér málið áður en þeir vaða fram. Ég mæli með gönguferð upp og niður Laugaveginn. Í gær fékk ég bréf frá æstum manni sem sagði að ekki mætti rífa Laugaveg 11 vegna þess að Halldór Laxness hafi drukkið kaffi þar. Ójá. Það er betra að hafa staðreyndir á hreinu. Ef menn eru að varðveita minjar um kaffihúsið á Laugavegi 11, þá er það um Jökul, Dag Sigurðarson, Elías Mar og hommaborðið sem þar var í einu horninu. Á blómaskeiði Laugavegs 11 lýsti Halldór hins vegar fyrirlitningu á kaffihúsahangsi - skrifaði eitthvað á þá leið í Íslendíngaspjalli að íslenskum rithöfundum liði betur við kaffidrykkju heima hjá sér en að kúldrast á kaffihúsum eins og "lítillækkaðir smáborgarar í París". Seinna tók ég viðtal við Jóhann Hjálmarsson skáld þar sem hann lýsti Laugavegi 11 sem einstaklega óyndislegum stað. Hann minnti að alltaf hefði verið rigning, kaffið var vont - gestirnir voru stundum að bauka við að blanda brennivíni úti í gosflöskur undir borðinu. Staðreyndin er sú að af þeim húsum sem kemur til greina að rífa eru ekki nema tvö til þrjú sem hafa eitthvert gildi - mörg eru ekki annað en örgustu kofaskrifli. Það er út í hött að líkja þessu við Bernhöftstorfuna þar sem eru mun eldri hús - dæmi um eldri stíl í húsagerð sem lítið er eftir af í bænum. --- --- --- Dagur B. Eggertsson stígur fram og segir að stefna borgarinnar í málefnum Reykjavíkurflugvallar sé óbreytt, flugvöllurinn eigi að hverfa. Hann gengur í berhögg við orð Steinunnar Valdísar borgarstjóra sem gaf undir fótinn málamiðlun um eina flugbraut. Er hugsanlegt að Steinunn hafi hlaupið á sig þegar hún sagði þetta? Maður heyrir altént meldingar í þá veru innan úr borgarkerfinu. Eftir tíu ár í borgarstjórn er Steinunn hins vegar of reyndur stjórnmálamaður til að gera svona glappaskot. Talandi um flugvöllinn, þá hafa á síðustu dögum birst ágætar greinar um hann á vefjunum Sellunni og Deiglunni. Það er varla nein spurning hvaða skoðanir þorri ungs fólks hefur á þessu máli. --- --- --- Samgönguráðherra er hins vegar fastur við sinn keip. Margboðuð samgöngumiðstöð hans hefur nákvæmlega einn tilgang - að festa flugvöllin svo ómögulegt verði að flytja hann. Ráðherrann og hans menn vinna mjög kerfisbundið. Samgöngumiðstöðin mun þjónusta þúsund flugfarþega á dag - að meðaltali fjörutíu á klukkutíma. Hvað varðar aðrar samgöngur er hún ekki hagkvæm. Engin ástæða er til að rútur leggi af stað frá þessum stað fremur en öðrum - sáralítil tenging er milli flugsins og rútuferða. Og hvað áhrærir strætó, þá verður samgöngumiðstöðin bara enn einn útúrdúrinn í löngu og gisnu leiðakerfi. --- --- --- Kosningarnar í Írak sýna sjálfstæðan vilja fólksins í landinu - að minnsta kosti shíta og kúrda. Það er reyndar spurning hvað þetta er mikið gleðiefni. Í úrslitunum gætu búið frækorn áframhaldandi ófriðar. Helstu leppar Bandaríkjastjórnar fá á baukinn. Við innrásina sáu Bush, Rumsfeld og Cheney fyrir sér að völdin yrðu afhent vinveittum stjórnmálamönnum sem myndu setja á stofn nokkuð veraldlega stjórn - hún gæti jafnvel orðið mótvægi við óvininn í Íran. Kaldhæðnislegt er að þveröfugt hefur gerst. Írakar völdu stjórnmálamenn sem eru undir mög sterkum trúarlegum áhrifum, lúta kalli hins volduga Sistanis erkiklerks. Þessi öfl eru líkleg til að vera í sterkum tengslum við íslamistana í Íran. Miklar líkur eru á að nýja stjórnin verði tortryggin gagnvart Bandaríkjunum og mjög andsnúin Ísrael. Þetta er ekki beinlínis það sem Washingtonstjórnin vildi fá fyrir þá 300 milljarða dollara sem hún hefur hellt í stríðsreksturinn í Írak. --- --- --- Fyrir rétt rúmu ári voru í þætti hjá mér Magnús Þór Hafsteinsson, Svanfríður Jónasdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson. Þau tókust á um sölu Útgerðarfélags Akureyringa til Guðmundar Kristjánssonar. Magnús hafði uppi sterk varnaðarorð, taldi að þetta myndi þýða að kvóti yrði seldur burt. Nú skrifar Magnús um þetta á heimasíðu sinni, segir að einmitt þetta sé að gerast og bendir á að á sama tíma skýri Séð & heyrt frá því að Guðmundur sé að kaupa sér 150 milljón króna villu í Reykjavík. Útgerðarmenn eru sjálfsagt ekkert miklu hraðlygnari en annað fólk. Hins vegar er aldrei að marka loforð útgerðarmanna um að kvóti verði ekki fluttur burt. Fyrir nokkrum árum hringdi í mig útgerðarmaður vegna fréttar sem ég samdi um að verið færi að flytja stórt skip og kvóta frá Ísafirði til Akureyrar. Hann hundskammaði mig og sagði að þetta væri vitleysa. Skellti svo á mig með látum. Örfáum dögum síðar kom í ljós að allt var satt og rétt sem ég sagði. Það hentaði bara ekki útgerðarmanninum að það kæmi fram á þeim tímapunkti.