Ferð Rice til Evrópu og Ísraels 8. febrúar 2005 00:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezza Rice er nú í fyrstu utanlandsferð sinni sem utanríkisráðherra. Hún heimsækir valin ríki í Evrópu auk Mið-Austurlanda. Heimsókn hennar þangað nú um og eftir helgina á vonandi eftir að bera ríkulegan ávöxt, þótt hún sitji ekki leiðtogafundinn í Egyptalandi. Hún byrjaði á því fyrir helgi að heimsækja helsta bandamann Bandaríkjanna í Evrópu, Tony Blair forsætisráherra Breta, til að innsigla vináttu þjóðanna og samstöðuna í Íraksstríðinu. Ferðaáætlun Rice er eftirtektarverð og speglar vel áherslur Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við Evrópulönd. Eftir fundi með Blair og fleiri ráðamönnum í Bretlandi fór utanríkisráðherrann til fundar við Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, sem hefur ekki verið alveg sammála Bandaríkjastjórn í afstöðunni til Íraks. Þau hafa væntanlega skýrt sjónarmið sín til sameiginlegra mála. Næst lá leiðin til Póllands, sem hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi. Þeir hafa sent lið til Íraks og heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans til Varsjár er því engin tilviljun. Norðurlönd eru hvergi á dagskrá heimsóknar Condoleezzu Rice til Evrópu, enda kalda stríðinu fyrir löngu lokið og Norður - Atlantshafið ekki eins mikilvægt fyrir Bandaríkin og áður. Nú er mikilvægara fyrir Bandaríkjastjórn að rétta við málstað sinn í Bretlandi og á meginlandi Evrópu og endurgjalda stuðning við Íraksstríðið. Þess vegna lá leið ráðherrans frá Póllandi til Tyrklands, en án aðstöðunnar í Tyrklandi hefði verið erfitt fyrir Bandaríkjamenn að stunda hernaðinn í Írak. Ráðherrann hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að leysa mál sín sjálfir. Jafnframt tilkynnti hún um skipan sérstaks öryggisfulltrúa Bandaríkjastjórnar til að fylgjast með þróun mála á svæðinu og greiðslu fyrstu upphæðarinnar af því fjárframlagi sem Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið Palestínumönnum til að endurreisa fjárhag þeirra. Í síðari hluta ferðarinnar leggur svo bandaríski utanríkisráðherrann leið sína til Ítalíu og Frakklands, en endar svo í Brussel þar sem hún á fund með utanríkisráðherrum Nató-ríkjanna. Íslendingar fylgjast kannski einkum og sér í lagi með þeim fundi, þar sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður væntanlega okkar fulltrúi. Fundur Condoleezzu með starfsbræðrum sínum í Evrópu er stuttur, en það er á fundum sem þessum sem hlutirnir gerast. Stjórnvöld hér hafa átt í viðræðum við Bandaríkjastjórn um veru Varnarliðsins á Íslandi , en nú um nokkurn tíma hefur ekkert heyrst um það mál sem á að vera í höndum embættismanna. Vonandi kemst skriður á málið ef Davíð nær fundi Condoleezzu í Brussel svo einhverjar skýrar línur fáist í það á næstu mánuðum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezza Rice er nú í fyrstu utanlandsferð sinni sem utanríkisráðherra. Hún heimsækir valin ríki í Evrópu auk Mið-Austurlanda. Heimsókn hennar þangað nú um og eftir helgina á vonandi eftir að bera ríkulegan ávöxt, þótt hún sitji ekki leiðtogafundinn í Egyptalandi. Hún byrjaði á því fyrir helgi að heimsækja helsta bandamann Bandaríkjanna í Evrópu, Tony Blair forsætisráherra Breta, til að innsigla vináttu þjóðanna og samstöðuna í Íraksstríðinu. Ferðaáætlun Rice er eftirtektarverð og speglar vel áherslur Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við Evrópulönd. Eftir fundi með Blair og fleiri ráðamönnum í Bretlandi fór utanríkisráðherrann til fundar við Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, sem hefur ekki verið alveg sammála Bandaríkjastjórn í afstöðunni til Íraks. Þau hafa væntanlega skýrt sjónarmið sín til sameiginlegra mála. Næst lá leiðin til Póllands, sem hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi. Þeir hafa sent lið til Íraks og heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans til Varsjár er því engin tilviljun. Norðurlönd eru hvergi á dagskrá heimsóknar Condoleezzu Rice til Evrópu, enda kalda stríðinu fyrir löngu lokið og Norður - Atlantshafið ekki eins mikilvægt fyrir Bandaríkin og áður. Nú er mikilvægara fyrir Bandaríkjastjórn að rétta við málstað sinn í Bretlandi og á meginlandi Evrópu og endurgjalda stuðning við Íraksstríðið. Þess vegna lá leið ráðherrans frá Póllandi til Tyrklands, en án aðstöðunnar í Tyrklandi hefði verið erfitt fyrir Bandaríkjamenn að stunda hernaðinn í Írak. Ráðherrann hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að leysa mál sín sjálfir. Jafnframt tilkynnti hún um skipan sérstaks öryggisfulltrúa Bandaríkjastjórnar til að fylgjast með þróun mála á svæðinu og greiðslu fyrstu upphæðarinnar af því fjárframlagi sem Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið Palestínumönnum til að endurreisa fjárhag þeirra. Í síðari hluta ferðarinnar leggur svo bandaríski utanríkisráðherrann leið sína til Ítalíu og Frakklands, en endar svo í Brussel þar sem hún á fund með utanríkisráðherrum Nató-ríkjanna. Íslendingar fylgjast kannski einkum og sér í lagi með þeim fundi, þar sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður væntanlega okkar fulltrúi. Fundur Condoleezzu með starfsbræðrum sínum í Evrópu er stuttur, en það er á fundum sem þessum sem hlutirnir gerast. Stjórnvöld hér hafa átt í viðræðum við Bandaríkjastjórn um veru Varnarliðsins á Íslandi , en nú um nokkurn tíma hefur ekkert heyrst um það mál sem á að vera í höndum embættismanna. Vonandi kemst skriður á málið ef Davíð nær fundi Condoleezzu í Brussel svo einhverjar skýrar línur fáist í það á næstu mánuðum .
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun