Göng sett á oddinn 10. janúar 2005 00:01 Nú er kostnaður þeirra Magnúsar Kristinssonar og Árna Johnsen við göng til Vestmannaeyja kominn niður í 20 milljarða króna. Hvað ætli myndu margir aka svona göng dag hvern? 100 bílar - kannski 300 í mesta lagi. Boðuð er endurkoma Árna í stjórnmálin með þetta mál á oddinum. Annars er ekki furða að þeir hafi áhyggjur - íbúum Eyjanna fækkar stöðugt. Þeir eru nú um 4200. Þeir sem muna eftir Vestmanneyjagosinu vita að kappsmálið var að ná íbúatölunni aftur yfir 5000 að gosinu loknu. Það tókst. Vitaskuld á að tryggja góðar og reglulegar samgöngur milli lands og Eyja. Það er skylda okkar, hvað sem líður Sturlu og co. Hins vegar hefur maður nokkrar efasemdir um göngin. Kostnaðurinn við þau myndi slaga hátt upp í verð Millau-brúarinnar sem opnuð var í Frakklandi fyrir jól. Hún kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna. Brúin tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona. --- --- --- Time Out í Bretlandi mælir með Reykjavík sem stað til að heimsækja á veturna. En varar við "gula snjónum", segir að maður eigi ekki að leggja sér hann til munns. Eru þetta sömu blettirnir í mjöllinni og ég gerði að umtalsefni í pistli fyrir jólin? Íslendingar á fylleríi eru eins og dýr merkurinnar - pissa þar sem þeir standa. Tímaritið gefur líka matarmenningunni í Reykjavík falleinkun. Skyldi það vera vegna þess að veitingastaðirnir hér eru svona lélegir - og þar af leiðandi ofmetnir af bæjarbúum - eða er það bara vegna þess hvað þeir eru dýrir? --- --- --- Margir umhverfisverndarmenn hafa hugsað með hryllingi til þess að Kínverjar, 1,3 milljarður talsins, fari að eignast einkabíla í stórum stíl. Hver verða áhrif þess á umhverfið? Kannski má hugsa sér að fólkið í Kína eignist mjög sparneytna bíla - eða jafnvel bíla sem ganga fyrir rafhlöðum? Verra er með bílastæði - hvar ætti að leggja öllum þessum bílum? Á Torgi hins himneska friðar? Allavega geta Kínverjar ekki gert eins og Reykvíkingar og haft 600 fermetra í samgöngumannvirki - bílastæði meðtalin - á hverja íbúð eins og er sumum úthverfunum hér. --- --- --- Mann er farið að langa í einhvern raunhæfan samanburð á rekstri sveitarfélaga - samanburð sem ekki er sprottinn úr pólitísku þrasi. Er til dæmis dýrara eða erfiðara að reka bæjarfélag eins og Reykjavík en til dæmis Seltjarnarnes og Garðabæ? Hér heimta íbúarnir vissulega meiri þjónustu - og svo er í bænum talsverður fjöldi sem ekki greiðir skatta heldur er beinlínis á framfæri yfirvalda. Það er varla mikið af svoleiðis fólki í bláu bæjunum hér í kring. Eða er þetta kannski þveröfugt - að Reykjavík ætti að standa vel undir sér vegna fjölþætts mannlífs og atvinnustarfsemi. Svör óskast. Þetta er umræða sem þarf að skýra - bara að fá nokkrar staðreyndir á hreint svo hægt sé að tala um málið af lágmarksviti. --- --- --- Sjónvarpið sýndi í gær fyrsta þátt Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar sem er allt í einu orðinn að fjögurra þátta seríu fyrir sjónvarp. Veit ekki hvort myndin skánar við það - menn leggja mikið á sig hjá ríkinu til að kaupa efni af Hrafni. Þetta er eins og áður hjá Krumma, mikið af fólki sem fettir sig og grettir, fremur ógurleg búkhljóð og kann ekki að drekka eða matast nema alllt sullist út um allt. Í síðasta hluta Lord of the Rings er sena sem má ætla að sé undir sterkum áhrifum frá Hrafni. Þar ríða riddararnir frá Gondor út í vonlausa orrustu meðan leiðtogi þeirra, ráðsmaðurinn í Gondor, matast með leikrænum tilþrifum. Sullar tómatsafa yfir sig allan. Þetta er lang lélegasta atriði í öllum kvikmyndabálkinum. Ömurlega leiðinlegt á að horfa. En ég hef grun um að höfundunum hafi þótt það vera listrænn hápunktur. --- --- --- Guðlaugur Bergmann er látinn - verður jarðsettur í dag. Guðlaugur er fyrsti Íslendingurinn sem ég heyrði segja "fuck". Þetta var í badmintontíma í KR-húsinu sirka 1972. Hann var á næsta velli við mig og hitti ekki boltann.. Ég varð mjög hugsi við að heyra þetta orð - það leið langur tími áður en ég heyrði það notað aftur. En svona var Gulli langt á undan sinni samtíð með Karnabæ og allt. Þetta var skemmtilegur maður og eftirsjá að honum. --- --- --- Er búið að ræða við Ögmund Jónasson í hverjum einasta fréttatíma eftir að hann fór til Palestínu? Ég held það bara. Hann hefur orðið mikill sérfræðingur á stuttum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nú er kostnaður þeirra Magnúsar Kristinssonar og Árna Johnsen við göng til Vestmannaeyja kominn niður í 20 milljarða króna. Hvað ætli myndu margir aka svona göng dag hvern? 100 bílar - kannski 300 í mesta lagi. Boðuð er endurkoma Árna í stjórnmálin með þetta mál á oddinum. Annars er ekki furða að þeir hafi áhyggjur - íbúum Eyjanna fækkar stöðugt. Þeir eru nú um 4200. Þeir sem muna eftir Vestmanneyjagosinu vita að kappsmálið var að ná íbúatölunni aftur yfir 5000 að gosinu loknu. Það tókst. Vitaskuld á að tryggja góðar og reglulegar samgöngur milli lands og Eyja. Það er skylda okkar, hvað sem líður Sturlu og co. Hins vegar hefur maður nokkrar efasemdir um göngin. Kostnaðurinn við þau myndi slaga hátt upp í verð Millau-brúarinnar sem opnuð var í Frakklandi fyrir jól. Hún kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna. Brúin tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona. --- --- --- Time Out í Bretlandi mælir með Reykjavík sem stað til að heimsækja á veturna. En varar við "gula snjónum", segir að maður eigi ekki að leggja sér hann til munns. Eru þetta sömu blettirnir í mjöllinni og ég gerði að umtalsefni í pistli fyrir jólin? Íslendingar á fylleríi eru eins og dýr merkurinnar - pissa þar sem þeir standa. Tímaritið gefur líka matarmenningunni í Reykjavík falleinkun. Skyldi það vera vegna þess að veitingastaðirnir hér eru svona lélegir - og þar af leiðandi ofmetnir af bæjarbúum - eða er það bara vegna þess hvað þeir eru dýrir? --- --- --- Margir umhverfisverndarmenn hafa hugsað með hryllingi til þess að Kínverjar, 1,3 milljarður talsins, fari að eignast einkabíla í stórum stíl. Hver verða áhrif þess á umhverfið? Kannski má hugsa sér að fólkið í Kína eignist mjög sparneytna bíla - eða jafnvel bíla sem ganga fyrir rafhlöðum? Verra er með bílastæði - hvar ætti að leggja öllum þessum bílum? Á Torgi hins himneska friðar? Allavega geta Kínverjar ekki gert eins og Reykvíkingar og haft 600 fermetra í samgöngumannvirki - bílastæði meðtalin - á hverja íbúð eins og er sumum úthverfunum hér. --- --- --- Mann er farið að langa í einhvern raunhæfan samanburð á rekstri sveitarfélaga - samanburð sem ekki er sprottinn úr pólitísku þrasi. Er til dæmis dýrara eða erfiðara að reka bæjarfélag eins og Reykjavík en til dæmis Seltjarnarnes og Garðabæ? Hér heimta íbúarnir vissulega meiri þjónustu - og svo er í bænum talsverður fjöldi sem ekki greiðir skatta heldur er beinlínis á framfæri yfirvalda. Það er varla mikið af svoleiðis fólki í bláu bæjunum hér í kring. Eða er þetta kannski þveröfugt - að Reykjavík ætti að standa vel undir sér vegna fjölþætts mannlífs og atvinnustarfsemi. Svör óskast. Þetta er umræða sem þarf að skýra - bara að fá nokkrar staðreyndir á hreint svo hægt sé að tala um málið af lágmarksviti. --- --- --- Sjónvarpið sýndi í gær fyrsta þátt Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar sem er allt í einu orðinn að fjögurra þátta seríu fyrir sjónvarp. Veit ekki hvort myndin skánar við það - menn leggja mikið á sig hjá ríkinu til að kaupa efni af Hrafni. Þetta er eins og áður hjá Krumma, mikið af fólki sem fettir sig og grettir, fremur ógurleg búkhljóð og kann ekki að drekka eða matast nema alllt sullist út um allt. Í síðasta hluta Lord of the Rings er sena sem má ætla að sé undir sterkum áhrifum frá Hrafni. Þar ríða riddararnir frá Gondor út í vonlausa orrustu meðan leiðtogi þeirra, ráðsmaðurinn í Gondor, matast með leikrænum tilþrifum. Sullar tómatsafa yfir sig allan. Þetta er lang lélegasta atriði í öllum kvikmyndabálkinum. Ömurlega leiðinlegt á að horfa. En ég hef grun um að höfundunum hafi þótt það vera listrænn hápunktur. --- --- --- Guðlaugur Bergmann er látinn - verður jarðsettur í dag. Guðlaugur er fyrsti Íslendingurinn sem ég heyrði segja "fuck". Þetta var í badmintontíma í KR-húsinu sirka 1972. Hann var á næsta velli við mig og hitti ekki boltann.. Ég varð mjög hugsi við að heyra þetta orð - það leið langur tími áður en ég heyrði það notað aftur. En svona var Gulli langt á undan sinni samtíð með Karnabæ og allt. Þetta var skemmtilegur maður og eftirsjá að honum. --- --- --- Er búið að ræða við Ögmund Jónasson í hverjum einasta fréttatíma eftir að hann fór til Palestínu? Ég held það bara. Hann hefur orðið mikill sérfræðingur á stuttum tíma.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun