Hóf skrautfiskeldi í geymslunni 9. janúar 2005 00:01 "Sem pjakkur hafði ég mikinn áhuga á þessu en svo dó það bara með barnæskunni. Áhuginn kviknaði aftur á fullorðinsárum og þá fór ég með delluna lengra og endaði bara þarna. Ekki alveg það sem ég ætlaði að gera," segir Ægir Ólafsson sem er annar eigandi Dropa. "Verkefnið hófst árið 2002 og hef ég verið að byggja þetta upp og þróa síðan," segir Ægir sem byrjaði á eldinu í geymslunni heima. "Fljótlega var öll geymslan farin í þetta þannig að ég fór í annað húsnæði þar sem ég ætlaði mér að vera í nokkur ár," segir Ægir, en það húsnæði sprengdi fyrirtækið fljótt utan af sér og var að lokum flutt á núverandi stað sem er 170 fermetra húsnæði. "Ég hef ekki tölu á hversu mörg búr ég er með en það eru um 60 tonn af vatni þarna inni. Eins og stendur er ég að rækta 20 til 30 tegundir í ræktun og allt ferskvatnsfiska," segir Ægir en eitt af því sem til stendur í framtíðinni er að rækta einnig sjávarskrautfiska. Hann segir mikla sölu vera í skrautfiskum og hann stefni á útflutning þar sem honum hafi verið sýndur áhugi erlendis frá. "Það sem við höfum hérna umfram aðrar þjóðir er gott vatn og lágt orkuverð, gallinn er kannski helst sá að við erum á eyju og dýrt að koma vörunni frá sér," segir Ægir. Atvinna Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Sem pjakkur hafði ég mikinn áhuga á þessu en svo dó það bara með barnæskunni. Áhuginn kviknaði aftur á fullorðinsárum og þá fór ég með delluna lengra og endaði bara þarna. Ekki alveg það sem ég ætlaði að gera," segir Ægir Ólafsson sem er annar eigandi Dropa. "Verkefnið hófst árið 2002 og hef ég verið að byggja þetta upp og þróa síðan," segir Ægir sem byrjaði á eldinu í geymslunni heima. "Fljótlega var öll geymslan farin í þetta þannig að ég fór í annað húsnæði þar sem ég ætlaði mér að vera í nokkur ár," segir Ægir, en það húsnæði sprengdi fyrirtækið fljótt utan af sér og var að lokum flutt á núverandi stað sem er 170 fermetra húsnæði. "Ég hef ekki tölu á hversu mörg búr ég er með en það eru um 60 tonn af vatni þarna inni. Eins og stendur er ég að rækta 20 til 30 tegundir í ræktun og allt ferskvatnsfiska," segir Ægir en eitt af því sem til stendur í framtíðinni er að rækta einnig sjávarskrautfiska. Hann segir mikla sölu vera í skrautfiskum og hann stefni á útflutning þar sem honum hafi verið sýndur áhugi erlendis frá. "Það sem við höfum hérna umfram aðrar þjóðir er gott vatn og lágt orkuverð, gallinn er kannski helst sá að við erum á eyju og dýrt að koma vörunni frá sér," segir Ægir.
Atvinna Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira