Birta og helgi jólahátíðar 24. desember 2005 00:01 Ljósbjarminn frá Betlehem berst nú yfir heimsbyggðina hjá kristnum mönnum þegar jólahátíðin gengur í garð. Ys og þys jólaföstunnar er senn að baki, og fjölskyldur, ættingjar og vinir safnast saman í kvöld og næstu daga þar sem því verður við komið til að minnast fæðingar Frelsarans. Margir minnast hans í kirkjum um gjörvallan hinn kristna heim, í heimahúsum eða hvar sem þeir eru staddir. Það eru ekki allir sem eiga þess kost að vera með sínum nánustu og njóta nærveru jólanna með þeim, en þeir eru þá með þeim í huganum og minnast eflaust genginna daga. Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp skammdegið á Íslandi um þessar mundir, og við skulum minnast þess að öll þessi ljósadýrð á uppruna sinn hjá Frelsaranum sem var í jötu lagður fyrir meira en tvö þúsund árum, og hefur haft meiri áhrif á líf manna hér á jörðu en nokkur annar. Á þessum tímamótum minnumst við líka þeirra sem horfnir eru á braut og þeirra sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Örlög manna eru misjöfn. Sumir verða að eiga það við sjálfan sig að þeir eiga um sárt að binda á þessum tímamótum, en aðrir geta lítið sem ekkert að því gert hvernig komið er fyrir þeim og þeir eiga svo sannarlega allt gott skilið. Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp skammdegið á Íslandi um þessar mundir, og við skulum minnast þess að öll þessi ljósadýrð á uppruna sinn hjá Frelsaranum sem var í jötu lagður fyrir meira en tvö þúsund árum, og hefur haft meiri áhrif á líf manna hér á jörðu en nokkur annar. Í amstrinu fyrir jólin má þetta ekki gleymast þótt mikið gangi á. Það var ekkert rúm fyrir þau í gistihúsi, segir í heilagri ritningu og þess vegna var sveinninn ungi lagður í jötu í fjárhúsi innan um húsdýrin sem þar voru. Trúarbragðasérfræðingar heimsins hafa vafalaust velt fyrir sér þeirri spurningu hvort mannkynið hefði eignast frelsara, ef Jesúbarnið hefði komið í heiminn við eðlilegar aðstæður. Hefðu þá hirðunum birst á himnum engill Drottins og fjöldi himneskra hersveita? Hér skal engu slegið föstu um það, enda ekki efni til þess. Staðreyndin er hins vegar sú að Jesúbarnið var af holdi og blóði, sonur Jósefs og Maríu heitkonu hans. Um þessa jólahátíð virðist eilítið friðvænlegra umhverfis fæðingarstað Jesús en oft áður á þessum árstíma. Það virðist þó grunnt á því góða þar um slóðir, og þarf lítið út af bera til að aftur fari að halla á ógæfuhliðina. En það eru ekki aðeins jólaljósin sem setja svip á tilveruna hjá okkur á þessu norðlæga landi, sem stöðugt fleiri líta til vegna velgengni. Nú fer sólargangur að lengjast og íbúar þessa lands geta horft fram á bjartari daga í orðsins fyllstu merkingu, ekki aðeins við sem erum borin hér og barnfædd heldur líka hinn sístækkandi hópur fólks úr nálægum og fjarlægum heimshlutum sem hefur kosið að setjast hér að, annaðhvort vegna fjölskyldubanda eða vegna þess að þeir hafa kosið að koma hingað til að sjá sér og sínum farborða. Sumir þessara nýbúa eru ekki fæddir í kristnum löndum og ekki vanir öllu umstanginu fyrir og um jól og áramót. Þeir þurfa að venjast siðum okkar og háttum, um leið og við þurfum að sýna þeim vináttu og skilning og bjóða þá velkomna í þjóðfélag okkar. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Ljósbjarminn frá Betlehem berst nú yfir heimsbyggðina hjá kristnum mönnum þegar jólahátíðin gengur í garð. Ys og þys jólaföstunnar er senn að baki, og fjölskyldur, ættingjar og vinir safnast saman í kvöld og næstu daga þar sem því verður við komið til að minnast fæðingar Frelsarans. Margir minnast hans í kirkjum um gjörvallan hinn kristna heim, í heimahúsum eða hvar sem þeir eru staddir. Það eru ekki allir sem eiga þess kost að vera með sínum nánustu og njóta nærveru jólanna með þeim, en þeir eru þá með þeim í huganum og minnast eflaust genginna daga. Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp skammdegið á Íslandi um þessar mundir, og við skulum minnast þess að öll þessi ljósadýrð á uppruna sinn hjá Frelsaranum sem var í jötu lagður fyrir meira en tvö þúsund árum, og hefur haft meiri áhrif á líf manna hér á jörðu en nokkur annar. Á þessum tímamótum minnumst við líka þeirra sem horfnir eru á braut og þeirra sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Örlög manna eru misjöfn. Sumir verða að eiga það við sjálfan sig að þeir eiga um sárt að binda á þessum tímamótum, en aðrir geta lítið sem ekkert að því gert hvernig komið er fyrir þeim og þeir eiga svo sannarlega allt gott skilið. Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp skammdegið á Íslandi um þessar mundir, og við skulum minnast þess að öll þessi ljósadýrð á uppruna sinn hjá Frelsaranum sem var í jötu lagður fyrir meira en tvö þúsund árum, og hefur haft meiri áhrif á líf manna hér á jörðu en nokkur annar. Í amstrinu fyrir jólin má þetta ekki gleymast þótt mikið gangi á. Það var ekkert rúm fyrir þau í gistihúsi, segir í heilagri ritningu og þess vegna var sveinninn ungi lagður í jötu í fjárhúsi innan um húsdýrin sem þar voru. Trúarbragðasérfræðingar heimsins hafa vafalaust velt fyrir sér þeirri spurningu hvort mannkynið hefði eignast frelsara, ef Jesúbarnið hefði komið í heiminn við eðlilegar aðstæður. Hefðu þá hirðunum birst á himnum engill Drottins og fjöldi himneskra hersveita? Hér skal engu slegið föstu um það, enda ekki efni til þess. Staðreyndin er hins vegar sú að Jesúbarnið var af holdi og blóði, sonur Jósefs og Maríu heitkonu hans. Um þessa jólahátíð virðist eilítið friðvænlegra umhverfis fæðingarstað Jesús en oft áður á þessum árstíma. Það virðist þó grunnt á því góða þar um slóðir, og þarf lítið út af bera til að aftur fari að halla á ógæfuhliðina. En það eru ekki aðeins jólaljósin sem setja svip á tilveruna hjá okkur á þessu norðlæga landi, sem stöðugt fleiri líta til vegna velgengni. Nú fer sólargangur að lengjast og íbúar þessa lands geta horft fram á bjartari daga í orðsins fyllstu merkingu, ekki aðeins við sem erum borin hér og barnfædd heldur líka hinn sístækkandi hópur fólks úr nálægum og fjarlægum heimshlutum sem hefur kosið að setjast hér að, annaðhvort vegna fjölskyldubanda eða vegna þess að þeir hafa kosið að koma hingað til að sjá sér og sínum farborða. Sumir þessara nýbúa eru ekki fæddir í kristnum löndum og ekki vanir öllu umstanginu fyrir og um jól og áramót. Þeir þurfa að venjast siðum okkar og háttum, um leið og við þurfum að sýna þeim vináttu og skilning og bjóða þá velkomna í þjóðfélag okkar. Gleðileg jól!
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun