Kona bara skilur þetta ekki 19. desember 2005 12:23 Framsóknarflokkurinn hefur enn ekki treyst sér til þess að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála. Á sínum tíma var Alexander Stefánsson yfir þessum málaflokki; síðan þótti Framsóknarmönnum fara best á því að Páll Pétursson væri andlit og ásjóna jafnréttismála á landinu og loks var það Árni Magnússon - títtnefndur. Ekki man ég eftir því að Alexander Stefánsson léti mjög til sín taka í jafnréttismálum en framlag Páls Péturssonar til málaflokksins var eins og við munum að flytja jafnréttisstofu til Akureyrar. Árni hófst til valda sem ráðherra jafnréttismála með því að Siv Friðleifsdóttir var látin víkja sem ráðherra, þrátt fyrir dygga þjónustu við það mikla baráttumál flokksins og einkum þó formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, að koma á fót Kárahnúkavirkjun. Þótt hann væri tæpur uppbótaþingmaður með enga reynslu af þingstörfum bolaði Árni þannig burt úr ráðherrasæti efsta manni Framsóknar í Reykjanesi - konu sem náð hafði mun skárri árangri en formaðurinn í kosningum - og var tekinn fram yfir Jónínu Bjartmars, þingmann Reykvíkinga; hann gerði í félagi við bróður sinn tilraun til hallarbyltingar í Freyju félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi; hann rak Valgerði Bjarnadóttur úr starfi sem stýru jafnréttisstofu – og hann hélt karlaráðstefnu. Það er ekki bara að hann hafi brotið lög með framferði sínu gagnvart Valgerði: gjörvallur ferill þessa jafnréttisráðherra Framsóknarflokksins stríðir gegn hugmyndum okkar um jafnrétti kynjanna. Hjálmar Árnason þurfti að ganga í það mál að reyna að standa í vörnum fyrir ráðherrann og hafði sýnilega fengið rangar upplýsingar um samráð við ríkislögmann í uppsögninni. Hitt hljómaði einstaklega skringilega úr munni Hjálmars að Valgerður Bjarnadóttir hefði að mati þeirra Árna ekki verið nægilega trúverðug til að stýra jafnréttisstofu. Það gerðist í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála hafði sett oní við leikhúsráð Akureyrar fyrir að ráða karlmann í stað konu sem virtist að mati kærunefndarinnar hæfari til starfans. Ekki skal dregið í efa að Valgerður var þarna í dálitlum vandræðum sem formaður leikhúsráðsins; og hefði mátt fá einhverja áminningu ráðherrans. Val ráðsins á leikhússtjóra virðist hafa verið rangt – kannski fékk ráðið glýju í augun gagnvart drengnum að sunnan en treysti ekki stúlkunni sem alin var upp í bænum og aflað hafði sér menntunar. Þarna réðu eflaust einhver sér-akureyrsk vandamál sem ég hef ekki vit á. En að Valgerður hafi ekki verið trúverðugt andlit jafnréttismála í landinu er samt æði hraustlega mælt hjá Hjálmari Árnasyni, auk þess sem töffaraleg aðferðin við uppsögnina hjá Árna ber vitni um reynsluleysi hans og ungæðishátt í ráðherrastarfi. Var þetta ekki á þeim tíma þegar ungir menn í áhrifastöðum voru alltaf að reka fólk til hægri og vinstri til að sanna sig? Var þetta á þeim tíma þegar menn voru alltaf að taka vitlausar ákvarðanir og standa á þeim eins og hundar á roði bara til að sanna að þeir "gætu tekið erfiðar ákvarðanir". Valgerður Bjarnadóttir - ótrúverðug jafnréttisstýra? Að mati Framsóknarmanna? Sem enn hafa ekki treyst sér til að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála? Hver sá sem hefur minnsta veður haft af femínisma og jafnréttismálum ætti að kannast við nafnið þó ekki væri nema frá þeim árum þegar við Hjámar lásum báðir Þjóðviljann og hún var að skrifa býsna ljóðrænar femínískar greinar um nornamenningu og gott ef ekki einhvers konar kvennaheiðni: Valgerður hefur svo sannarlega verið um árabil í fararbroddi meðal róttækustu femínista landsins. Ekki man ég betur en að hún hafi líka verið frumkvöðull í því að benda á það hversu karlmiðað tungumálið væri með því að hætta að nota orðið "maður" sem tilvísunarfornafn – hætti að segja "maður bara skilur þetta ekki" og "ja maður segir nú bara si-svona" en tamdi sér þess í stað að segja: "kona bara skilur þetta ekki" og "ja kona segir nú bara si-svona"– Það hefur áreiðanlega hlakkað í mörgum karlinum yfir óförum Valgerðar. Um hitt, hvort Árni Magnússon eigi að segja af sér eður ei, veit ég ekki. Sjálfur talar hann um dóm kjósenda – sjálfsagt í þeirri vissu að engu skiptir hversu mjög kjósendur strita við að kjósa ekki Framsóknarflokkinn: hann er alltaf í stjórn. Af hverju? Tja, kona bara skilur það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Framsóknarflokkurinn hefur enn ekki treyst sér til þess að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála. Á sínum tíma var Alexander Stefánsson yfir þessum málaflokki; síðan þótti Framsóknarmönnum fara best á því að Páll Pétursson væri andlit og ásjóna jafnréttismála á landinu og loks var það Árni Magnússon - títtnefndur. Ekki man ég eftir því að Alexander Stefánsson léti mjög til sín taka í jafnréttismálum en framlag Páls Péturssonar til málaflokksins var eins og við munum að flytja jafnréttisstofu til Akureyrar. Árni hófst til valda sem ráðherra jafnréttismála með því að Siv Friðleifsdóttir var látin víkja sem ráðherra, þrátt fyrir dygga þjónustu við það mikla baráttumál flokksins og einkum þó formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, að koma á fót Kárahnúkavirkjun. Þótt hann væri tæpur uppbótaþingmaður með enga reynslu af þingstörfum bolaði Árni þannig burt úr ráðherrasæti efsta manni Framsóknar í Reykjanesi - konu sem náð hafði mun skárri árangri en formaðurinn í kosningum - og var tekinn fram yfir Jónínu Bjartmars, þingmann Reykvíkinga; hann gerði í félagi við bróður sinn tilraun til hallarbyltingar í Freyju félagi Framsóknarkvenna í Kópavogi; hann rak Valgerði Bjarnadóttur úr starfi sem stýru jafnréttisstofu – og hann hélt karlaráðstefnu. Það er ekki bara að hann hafi brotið lög með framferði sínu gagnvart Valgerði: gjörvallur ferill þessa jafnréttisráðherra Framsóknarflokksins stríðir gegn hugmyndum okkar um jafnrétti kynjanna. Hjálmar Árnason þurfti að ganga í það mál að reyna að standa í vörnum fyrir ráðherrann og hafði sýnilega fengið rangar upplýsingar um samráð við ríkislögmann í uppsögninni. Hitt hljómaði einstaklega skringilega úr munni Hjálmars að Valgerður Bjarnadóttir hefði að mati þeirra Árna ekki verið nægilega trúverðug til að stýra jafnréttisstofu. Það gerðist í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála hafði sett oní við leikhúsráð Akureyrar fyrir að ráða karlmann í stað konu sem virtist að mati kærunefndarinnar hæfari til starfans. Ekki skal dregið í efa að Valgerður var þarna í dálitlum vandræðum sem formaður leikhúsráðsins; og hefði mátt fá einhverja áminningu ráðherrans. Val ráðsins á leikhússtjóra virðist hafa verið rangt – kannski fékk ráðið glýju í augun gagnvart drengnum að sunnan en treysti ekki stúlkunni sem alin var upp í bænum og aflað hafði sér menntunar. Þarna réðu eflaust einhver sér-akureyrsk vandamál sem ég hef ekki vit á. En að Valgerður hafi ekki verið trúverðugt andlit jafnréttismála í landinu er samt æði hraustlega mælt hjá Hjálmari Árnasyni, auk þess sem töffaraleg aðferðin við uppsögnina hjá Árna ber vitni um reynsluleysi hans og ungæðishátt í ráðherrastarfi. Var þetta ekki á þeim tíma þegar ungir menn í áhrifastöðum voru alltaf að reka fólk til hægri og vinstri til að sanna sig? Var þetta á þeim tíma þegar menn voru alltaf að taka vitlausar ákvarðanir og standa á þeim eins og hundar á roði bara til að sanna að þeir "gætu tekið erfiðar ákvarðanir". Valgerður Bjarnadóttir - ótrúverðug jafnréttisstýra? Að mati Framsóknarmanna? Sem enn hafa ekki treyst sér til að skipa konu sem ráðherra jafnréttismála? Hver sá sem hefur minnsta veður haft af femínisma og jafnréttismálum ætti að kannast við nafnið þó ekki væri nema frá þeim árum þegar við Hjámar lásum báðir Þjóðviljann og hún var að skrifa býsna ljóðrænar femínískar greinar um nornamenningu og gott ef ekki einhvers konar kvennaheiðni: Valgerður hefur svo sannarlega verið um árabil í fararbroddi meðal róttækustu femínista landsins. Ekki man ég betur en að hún hafi líka verið frumkvöðull í því að benda á það hversu karlmiðað tungumálið væri með því að hætta að nota orðið "maður" sem tilvísunarfornafn – hætti að segja "maður bara skilur þetta ekki" og "ja maður segir nú bara si-svona" en tamdi sér þess í stað að segja: "kona bara skilur þetta ekki" og "ja kona segir nú bara si-svona"– Það hefur áreiðanlega hlakkað í mörgum karlinum yfir óförum Valgerðar. Um hitt, hvort Árni Magnússon eigi að segja af sér eður ei, veit ég ekki. Sjálfur talar hann um dóm kjósenda – sjálfsagt í þeirri vissu að engu skiptir hversu mjög kjósendur strita við að kjósa ekki Framsóknarflokkinn: hann er alltaf í stjórn. Af hverju? Tja, kona bara skilur það ekki.