Kosningasvindl í Bandaríkjunum? 14. desember 2004 00:01 Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar. Það var ekki fyrr en í gær sem forseti Bandaríkjanna var formlega kjörinn þegar þeir kjörmenn sem kjörnir voru í kosningunum í nóvember komu saman. Þó að George Bush hafi verið kjörinn þýðir það ekki að deilum um kosningarnar sé lokið. Nokkrir demókratar, með Jesse Jackson og Cliff Arnebeck lögfræðing í broddi fylkingar, hafa kært niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Ohio-ríki og segja þar býsna margt hafa verið með undarlegum hætti. Þeir saka menn hliðholla Bush um að hafa með hátæknilegum hætti rænt atkvæðum. Það vakti til að mynda athygli þeirra að Bush fékk fleiri atkvæði í sýslum þar sem augnhimnuskönnun var notuð til að bera kennsl á kjósendur, og gera því skóna að hugsanlega hafi einhvers konar hugbúnaður ruglað í atkvæðum þess fólks. Í umdæmum, þar sem demókratar hafi verið fleiri, hafi verið skortur á kosningavélum en nóg af þeim þar sem repúblíkanar voru. Jackson og félagar fullyrða að villt hafi verið um fyrir kjósendum með skipulegum hætti og þeim sagt að fara á kolranga staði til að greiða atkvæði, ógildir seðlar hafi verið taldir á köflum og á heildina hafi hundrað og þrjátíu þúsund atkvæðum, sem féllu Kerry og Edwards í skaut, einhvern veginn verið snúið þannig við að Bush og Cheney fengu þau. Það er nú dómara að taka afstöðu til þessara fullyrðinga en reynist þær réttar er ljóst að úrslit forsetakosninganna gætu verið allt önnur en talið var. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar. Það var ekki fyrr en í gær sem forseti Bandaríkjanna var formlega kjörinn þegar þeir kjörmenn sem kjörnir voru í kosningunum í nóvember komu saman. Þó að George Bush hafi verið kjörinn þýðir það ekki að deilum um kosningarnar sé lokið. Nokkrir demókratar, með Jesse Jackson og Cliff Arnebeck lögfræðing í broddi fylkingar, hafa kært niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Ohio-ríki og segja þar býsna margt hafa verið með undarlegum hætti. Þeir saka menn hliðholla Bush um að hafa með hátæknilegum hætti rænt atkvæðum. Það vakti til að mynda athygli þeirra að Bush fékk fleiri atkvæði í sýslum þar sem augnhimnuskönnun var notuð til að bera kennsl á kjósendur, og gera því skóna að hugsanlega hafi einhvers konar hugbúnaður ruglað í atkvæðum þess fólks. Í umdæmum, þar sem demókratar hafi verið fleiri, hafi verið skortur á kosningavélum en nóg af þeim þar sem repúblíkanar voru. Jackson og félagar fullyrða að villt hafi verið um fyrir kjósendum með skipulegum hætti og þeim sagt að fara á kolranga staði til að greiða atkvæði, ógildir seðlar hafi verið taldir á köflum og á heildina hafi hundrað og þrjátíu þúsund atkvæðum, sem féllu Kerry og Edwards í skaut, einhvern veginn verið snúið þannig við að Bush og Cheney fengu þau. Það er nú dómara að taka afstöðu til þessara fullyrðinga en reynist þær réttar er ljóst að úrslit forsetakosninganna gætu verið allt önnur en talið var.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira