Gaman meðan starfið skilar árangri 6. desember 2004 00:01 Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman." Atvinna Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman."
Atvinna Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira