Bubbi hótar að lemja Sveppa 2. desember 2004 00:01 Spaugileg uppákoma varð á blaðamannafundi sem Þjóðarhreyfingin hélt á Hótel Borg í gær. Þar var komið alls kyns frægðarfólk og menningarvitar, Ólafur Hannibalsson, Hildur Bjarkarmamma, Bubbi Morthens, Hans Kristján Árnason, Valgerður Bjarnadóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Ellert B. Schram, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hallgrímur Helgason og Jakob Frímann Magnússon - tilgangurinn var að kynna söfnun til að birta í New York Times auglýsingu þar sem beðist er afsökunar á stuðningi Íslands við Íraksstríðið. En fleiri voru mættir þarna, gamansmennirnir Sveppi og Pétur af Popptíví. Fyndnustu menn landsins um þessar mundir. Þeir hafa stundað að fara á svona fundi og vera með fíflalæti. Áttuðu sig kannski ekki alveg á hvers lags samkoma þetta var - að þarna var fólk að fjalla um stríð. Einn viðstaddra sagði að þeir hefðu alveg eins getað reynt að segja brandara í jarðarför. En þeir byrjuðu samt með skemmtiatriði sín, voru með framíköll um að þarna væri fullt af "celebs" og vildu svo fara að taka viðtal við "Denna Boy". (Les: Steingrím Hermannsson.) Þá var komið að meistara Bubba að syngja lag - og hann tók til sinna ráða. Mun hafa sagt eitthvað á þessa leið: "Gat nú verið að gríslingarnir væru mættir hingað. Ef þið steinþegið ekki meðan ég er að syngja þá lem ég ykkur!" Sveppi og Pétur munu hafa þagað mestanpart eftir þetta, verið heldur músarlegir og viðurkennt á eftir að þetta hafi ekki verið góð hugmynd. --- --- ---- Í fyrra blossaði upp mikil umræða um kvæðið "Jólasveinar ganga um gólf" og hreinsaðar útgáfur af því sem farið er að syngja í skólakerfinu. Enn syngjum við Kári þó bara gömlu ruglingslegu útgáfuna, vitlaust kveðna og óskiljanlega. En það er fleira skrítið á jólunum. Jólasveinar blasa við okkur á mjólkurfernum þessa dagana, þetta eru skemmtilegar teikningar - með þessu móti verða nöfn þeirra börnunum munntöm. Menn hafa reynt að búa til nútímanöfn á jólasveina en það hefur yfirleitt ekki náð að vera fyndið. Kortaklippir átti lítinn hljómgrunn. Því sitjum við uppi með þessi nöfn sem spegla lífshætti sem voru að líða undir lok þegar langafi minn var barn: Stekkjastaur, Þvörusleikir, Askasleikir, Pottasskefill, Ketkrókur, Giljagaur, Bjúknakrækir o.s.frv. Mér skilst að það sé mikil eftirspurn eftir jólasveinum þessa dagana - færri fá jólasveina en vilja. Þeir heimta mikið fé fyrir að koma fram. Margir jólasveinar sem ég hef séð hafa verið ósköp andlausir, með lélega og illa æfða rullu - kannski er partur af því að það er voða erfitt að ná nokkrum tengslum við þessi nöfn. Hvað á Þvörusleikir að gera þegar hann skemmtir fólki - slefa á sleif? --- --- --- Eru allir búnir að gleyma Bobby Fischer og beiðni hans um að fá hæli hér á landi? Er hann svona óþægilegur? Þurfti ekki nema tvö-þrjú viðtöl við kerfiskarla sem sáu öll tormerki á þessu til að drepa hugmyndina? Einu sinni var Fischer óskabarn. Ég var svo hrifinn af honum þegar hann var að tefla í Laugardalshöll að ég reyndi að tileinka mér göngulag hans. Hann sveiflaði til öxlunum þegar hann gekk, hratt og með þjósti. Hann var hávaxinn, ég tólf ára og frekar stuttur, þannig að það kom kannski ekki vel út. Svo las ég í blaði að hann drykki tómatsafa. Svoleiðis var ekki á boðstólum á Íslandi í þá daga, nema á Loftleiðahótelinu. Þar var maður kominn hálfa leið til útlanda á þessum árum - keimur af bannvarningi í lobbíinu. Ég gerði mér sérstaka ferð þangað á hjólinu til að bragða á veigunum sem voru í svo miklu uppáhaldi hjá skákséníinu - þetta var til í kaffiteriunni. Samt hélt ég með Spasský, hann virkaði svo góður og minni máttar - en maður dáði Fischer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Spaugileg uppákoma varð á blaðamannafundi sem Þjóðarhreyfingin hélt á Hótel Borg í gær. Þar var komið alls kyns frægðarfólk og menningarvitar, Ólafur Hannibalsson, Hildur Bjarkarmamma, Bubbi Morthens, Hans Kristján Árnason, Valgerður Bjarnadóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Ellert B. Schram, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hallgrímur Helgason og Jakob Frímann Magnússon - tilgangurinn var að kynna söfnun til að birta í New York Times auglýsingu þar sem beðist er afsökunar á stuðningi Íslands við Íraksstríðið. En fleiri voru mættir þarna, gamansmennirnir Sveppi og Pétur af Popptíví. Fyndnustu menn landsins um þessar mundir. Þeir hafa stundað að fara á svona fundi og vera með fíflalæti. Áttuðu sig kannski ekki alveg á hvers lags samkoma þetta var - að þarna var fólk að fjalla um stríð. Einn viðstaddra sagði að þeir hefðu alveg eins getað reynt að segja brandara í jarðarför. En þeir byrjuðu samt með skemmtiatriði sín, voru með framíköll um að þarna væri fullt af "celebs" og vildu svo fara að taka viðtal við "Denna Boy". (Les: Steingrím Hermannsson.) Þá var komið að meistara Bubba að syngja lag - og hann tók til sinna ráða. Mun hafa sagt eitthvað á þessa leið: "Gat nú verið að gríslingarnir væru mættir hingað. Ef þið steinþegið ekki meðan ég er að syngja þá lem ég ykkur!" Sveppi og Pétur munu hafa þagað mestanpart eftir þetta, verið heldur músarlegir og viðurkennt á eftir að þetta hafi ekki verið góð hugmynd. --- --- ---- Í fyrra blossaði upp mikil umræða um kvæðið "Jólasveinar ganga um gólf" og hreinsaðar útgáfur af því sem farið er að syngja í skólakerfinu. Enn syngjum við Kári þó bara gömlu ruglingslegu útgáfuna, vitlaust kveðna og óskiljanlega. En það er fleira skrítið á jólunum. Jólasveinar blasa við okkur á mjólkurfernum þessa dagana, þetta eru skemmtilegar teikningar - með þessu móti verða nöfn þeirra börnunum munntöm. Menn hafa reynt að búa til nútímanöfn á jólasveina en það hefur yfirleitt ekki náð að vera fyndið. Kortaklippir átti lítinn hljómgrunn. Því sitjum við uppi með þessi nöfn sem spegla lífshætti sem voru að líða undir lok þegar langafi minn var barn: Stekkjastaur, Þvörusleikir, Askasleikir, Pottasskefill, Ketkrókur, Giljagaur, Bjúknakrækir o.s.frv. Mér skilst að það sé mikil eftirspurn eftir jólasveinum þessa dagana - færri fá jólasveina en vilja. Þeir heimta mikið fé fyrir að koma fram. Margir jólasveinar sem ég hef séð hafa verið ósköp andlausir, með lélega og illa æfða rullu - kannski er partur af því að það er voða erfitt að ná nokkrum tengslum við þessi nöfn. Hvað á Þvörusleikir að gera þegar hann skemmtir fólki - slefa á sleif? --- --- --- Eru allir búnir að gleyma Bobby Fischer og beiðni hans um að fá hæli hér á landi? Er hann svona óþægilegur? Þurfti ekki nema tvö-þrjú viðtöl við kerfiskarla sem sáu öll tormerki á þessu til að drepa hugmyndina? Einu sinni var Fischer óskabarn. Ég var svo hrifinn af honum þegar hann var að tefla í Laugardalshöll að ég reyndi að tileinka mér göngulag hans. Hann sveiflaði til öxlunum þegar hann gekk, hratt og með þjósti. Hann var hávaxinn, ég tólf ára og frekar stuttur, þannig að það kom kannski ekki vel út. Svo las ég í blaði að hann drykki tómatsafa. Svoleiðis var ekki á boðstólum á Íslandi í þá daga, nema á Loftleiðahótelinu. Þar var maður kominn hálfa leið til útlanda á þessum árum - keimur af bannvarningi í lobbíinu. Ég gerði mér sérstaka ferð þangað á hjólinu til að bragða á veigunum sem voru í svo miklu uppáhaldi hjá skákséníinu - þetta var til í kaffiteriunni. Samt hélt ég með Spasský, hann virkaði svo góður og minni máttar - en maður dáði Fischer.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun