Kuldi styrkir félagslund 22. nóvember 2004 00:01 Kuldinn í síðustu viku var sameiginleg hópreynsla - það sem heitir á ensku "shared experience" - rétt eins og hitabylgjan síðastliðið sumar. Ókunnugt fólk ræddi saman um hvernig það upplifði kuldann - hitamæla með mismunandi miklu frosti, hvenær það hafði upplifað slíkan kulda áður, hvernig snjóaði í gamla daga. Svona styrkir félagslund borgaranna. Við Kári vorum glaðir yfir þessu. Höfðum þó yfir því að kvarta hversu illa er sleðafært í miðborginni, víða er búið að leggja hitalagnir undir gangstéttir sem bræða allan snjó á stuttum tíma. Vorum að skrönglast með sleðann nokkra daga í röð eftir götum þar sem hefði allt eins verið hægt að hjóla. Snjórinn liggur ennþá yfir, þó hann sé orðinn nokkuð sjúskaður. Merkilegast finnst mér að sjá eftir helgina hversu mikið er um heiðgula pissubletti í snjónum, jafnvel úti á miðjum strætum. Taldi þrjá á Bókhlöðustígnum. Það er eins og fólkið í skemmtanalífinu kasti bara af sér vatni þar sem það stendur - bara taka út og láta vaða. Eða er þetta eftir hunda? --- --- --- Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með hamförum fjölmiðlanna síðustu vikuna - allir reyna þeir að bjóða upp á besta efni sem hugsast getur og auglýsa það af ótrúlegum krafti. Skjár einn ber út dagatöl í hús, Sjónvarpið og Stöð 2 kaupa stórar blaðaauglýsingar, meira að segja Morgunblaðið auglýsti efni Reykjavíkurbréfs í skjáauglýsingu. Það hefur ekki sést áður - selja Reykjavíkurbréfin blöð? Vinnufélagi minn sagði mér að Moggann hefði líka mátt fá í ókeypis kynningaráskrift í Kringlunni. Ástæðan fyrir þessu er einföld - það er könnunarvika. Verið að mæla notkun fjölmiðla með svokallari dagbókaraðferð. 1200 einstaklingar úti í bæ eða svo eru að fylla út dagbók um neyslu sína á fjölmiðlum. Á fjölmiðlunum vita allir hvenær þetta stendur til, mér var tjáð fyrir löngu að þetta byrjaði á miðvikudaginn. Það verður uppi fótur og fit - almenn taugaveiklun. Manni er bent á að bjóða upp á eitthvað krassandi. Sígilt viðkvæði yfirmanna er: Hví ekki Davíð? Svo gengur þetta yfir og allir eru nokkuð stilltir næstu vikurnar á eftir. Þá má deila um hversu góð eða vísindaleg aðferð þetta er til að gera svona mælingu. Fyrir nokkrum árum stóð altént til að breyta. --- --- --- Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í þætti hjá Jóni Ársæli að kannski væri bara talað svona um sig af því hún er kona. Hún var að svara því hvort hún væri málamiðlun - óvæntur sigurvegari í einhvers konar pólitískum Survivor leik. Ég vona að ég sé að fara rétt með, sá bara kynningu á þættinum þar sem þetta kom fram. En þetta er svolítið billegt svar. Atburðarásin innan R-listans var vissulega þannig að enginn bjóst við Steinunni sem borgarstjóra. Ekki hefur hún atfylgi sitt til dæmis vegna sigurs í prófkjöri. Eða vegna þess að hún hafi verið talin öflugt leiðtogaefni sem hrífur borgarbúa. Hún varð borgarstjóri vegna þess að eftir mikið makk gátu VG og forysta Framsóknar sætt sig við hana. Í því ágæta femínistablaði Veru eru hringborðsumræður með nokkrum þekktum stjórnmálakonum. Þar er meðal annars rætt um kvennavandann innan Sjálfstæðisflokksins. Konurnar segja að ein ástæða þess að konum hafi gengið svo illa innan flokksins sé að í þáttum eins og mínum hafi strákum verið hampað. Við hringborðið sitja Ásta Möller, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Margrét Sverrisdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Allar hafa þær margsinnis verið í þáttum hjá mér og öðrum slíkum - eru miklir aufúsugestir í sjónvarpi, enda allar mjög skörulegar. Hvað þá með karlana sem aldrei koma í sjónvarpið? Ég nefni bara sjálfstæðismenn. Guðjón Hjörleifsson, Kjartan Ólafsson, Guðmund Hallvarðsson? Veit fólk yfirleitt hvernig þeir líta út eða hljóma? --- --- --- Ég skemmti mér prýðilega á Beach Boys tónleikum í gær. Hljómar voru flottir á undan. Svo komu Beach Boys og tóku öll frægustu lögin, svolítið eins og djúkbox. Vantaði bara Caroline No og Warmth of the Sun. Þetta er kannski ekkert ofboðslega metnaðarfullt - öll lögin á tónleikunum utan tvö eða þrjú voru samin fyrir 1971! En það mátti hafa af þessu skemmtun - maður brosti allavega og raulaði með. Flutningurinn var ágætur, þótt hljóðið hafi verið gjörsamlega ónýtt í byrjun. Yngri liðsmennirnir gátu sungið rullurnar sínar og raddað eins og alvöru strandastrákar. Af upprunalegum liðsmönnum stóð bara Mike Love á sviðinu - furðu kraftmikill miðað við aldur. Það var hann sem var með Bítlunum á Indlandi á sínum tíma - mörgum áratugum síðar kveikti ég á sjónvarpi og kom auga á hann í gestahlutverki í Strandvörðum. Bruce Johnston var þarna líka. Hann hefur alltaf verið talinn hálfgert aðskotadýr í hljómsveitinni, samdi nokkur ofurvæmin lög, meðal annars Disney Girls sem hann söng á tónleikunum. En Bruce gekk í hljómsveitina 1965 eða 1966 - svo hann er kannski ekki alveg nýliði! En þetta var glaðlegt - og lögin mörg hver með hinum algjöru perlum poppsins. Wilson bræðurnir eru hins vegar horfnir á braut, tveir dánir og sá þriðji fer sína krókóttu leið sem fyrr. Sem ég skrifa þetta er ég að hlusta á Smile plötu Brians Wilsons. Skrítið að heyra í fyrsta sinn árið 2004 plötu sem var ætlað að slá út Sgt. Peppers. En sumt af þessu er algjör snilld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Kuldinn í síðustu viku var sameiginleg hópreynsla - það sem heitir á ensku "shared experience" - rétt eins og hitabylgjan síðastliðið sumar. Ókunnugt fólk ræddi saman um hvernig það upplifði kuldann - hitamæla með mismunandi miklu frosti, hvenær það hafði upplifað slíkan kulda áður, hvernig snjóaði í gamla daga. Svona styrkir félagslund borgaranna. Við Kári vorum glaðir yfir þessu. Höfðum þó yfir því að kvarta hversu illa er sleðafært í miðborginni, víða er búið að leggja hitalagnir undir gangstéttir sem bræða allan snjó á stuttum tíma. Vorum að skrönglast með sleðann nokkra daga í röð eftir götum þar sem hefði allt eins verið hægt að hjóla. Snjórinn liggur ennþá yfir, þó hann sé orðinn nokkuð sjúskaður. Merkilegast finnst mér að sjá eftir helgina hversu mikið er um heiðgula pissubletti í snjónum, jafnvel úti á miðjum strætum. Taldi þrjá á Bókhlöðustígnum. Það er eins og fólkið í skemmtanalífinu kasti bara af sér vatni þar sem það stendur - bara taka út og láta vaða. Eða er þetta eftir hunda? --- --- --- Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með hamförum fjölmiðlanna síðustu vikuna - allir reyna þeir að bjóða upp á besta efni sem hugsast getur og auglýsa það af ótrúlegum krafti. Skjár einn ber út dagatöl í hús, Sjónvarpið og Stöð 2 kaupa stórar blaðaauglýsingar, meira að segja Morgunblaðið auglýsti efni Reykjavíkurbréfs í skjáauglýsingu. Það hefur ekki sést áður - selja Reykjavíkurbréfin blöð? Vinnufélagi minn sagði mér að Moggann hefði líka mátt fá í ókeypis kynningaráskrift í Kringlunni. Ástæðan fyrir þessu er einföld - það er könnunarvika. Verið að mæla notkun fjölmiðla með svokallari dagbókaraðferð. 1200 einstaklingar úti í bæ eða svo eru að fylla út dagbók um neyslu sína á fjölmiðlum. Á fjölmiðlunum vita allir hvenær þetta stendur til, mér var tjáð fyrir löngu að þetta byrjaði á miðvikudaginn. Það verður uppi fótur og fit - almenn taugaveiklun. Manni er bent á að bjóða upp á eitthvað krassandi. Sígilt viðkvæði yfirmanna er: Hví ekki Davíð? Svo gengur þetta yfir og allir eru nokkuð stilltir næstu vikurnar á eftir. Þá má deila um hversu góð eða vísindaleg aðferð þetta er til að gera svona mælingu. Fyrir nokkrum árum stóð altént til að breyta. --- --- --- Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í þætti hjá Jóni Ársæli að kannski væri bara talað svona um sig af því hún er kona. Hún var að svara því hvort hún væri málamiðlun - óvæntur sigurvegari í einhvers konar pólitískum Survivor leik. Ég vona að ég sé að fara rétt með, sá bara kynningu á þættinum þar sem þetta kom fram. En þetta er svolítið billegt svar. Atburðarásin innan R-listans var vissulega þannig að enginn bjóst við Steinunni sem borgarstjóra. Ekki hefur hún atfylgi sitt til dæmis vegna sigurs í prófkjöri. Eða vegna þess að hún hafi verið talin öflugt leiðtogaefni sem hrífur borgarbúa. Hún varð borgarstjóri vegna þess að eftir mikið makk gátu VG og forysta Framsóknar sætt sig við hana. Í því ágæta femínistablaði Veru eru hringborðsumræður með nokkrum þekktum stjórnmálakonum. Þar er meðal annars rætt um kvennavandann innan Sjálfstæðisflokksins. Konurnar segja að ein ástæða þess að konum hafi gengið svo illa innan flokksins sé að í þáttum eins og mínum hafi strákum verið hampað. Við hringborðið sitja Ásta Möller, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Margrét Sverrisdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Allar hafa þær margsinnis verið í þáttum hjá mér og öðrum slíkum - eru miklir aufúsugestir í sjónvarpi, enda allar mjög skörulegar. Hvað þá með karlana sem aldrei koma í sjónvarpið? Ég nefni bara sjálfstæðismenn. Guðjón Hjörleifsson, Kjartan Ólafsson, Guðmund Hallvarðsson? Veit fólk yfirleitt hvernig þeir líta út eða hljóma? --- --- --- Ég skemmti mér prýðilega á Beach Boys tónleikum í gær. Hljómar voru flottir á undan. Svo komu Beach Boys og tóku öll frægustu lögin, svolítið eins og djúkbox. Vantaði bara Caroline No og Warmth of the Sun. Þetta er kannski ekkert ofboðslega metnaðarfullt - öll lögin á tónleikunum utan tvö eða þrjú voru samin fyrir 1971! En það mátti hafa af þessu skemmtun - maður brosti allavega og raulaði með. Flutningurinn var ágætur, þótt hljóðið hafi verið gjörsamlega ónýtt í byrjun. Yngri liðsmennirnir gátu sungið rullurnar sínar og raddað eins og alvöru strandastrákar. Af upprunalegum liðsmönnum stóð bara Mike Love á sviðinu - furðu kraftmikill miðað við aldur. Það var hann sem var með Bítlunum á Indlandi á sínum tíma - mörgum áratugum síðar kveikti ég á sjónvarpi og kom auga á hann í gestahlutverki í Strandvörðum. Bruce Johnston var þarna líka. Hann hefur alltaf verið talinn hálfgert aðskotadýr í hljómsveitinni, samdi nokkur ofurvæmin lög, meðal annars Disney Girls sem hann söng á tónleikunum. En Bruce gekk í hljómsveitina 1965 eða 1966 - svo hann er kannski ekki alveg nýliði! En þetta var glaðlegt - og lögin mörg hver með hinum algjöru perlum poppsins. Wilson bræðurnir eru hins vegar horfnir á braut, tveir dánir og sá þriðji fer sína krókóttu leið sem fyrr. Sem ég skrifa þetta er ég að hlusta á Smile plötu Brians Wilsons. Skrítið að heyra í fyrsta sinn árið 2004 plötu sem var ætlað að slá út Sgt. Peppers. En sumt af þessu er algjör snilld.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun