Þegar framreiða á góða súpu er nauðsynlegt að eiga fallegar súpuskálar til að bera hana fram í, hvort sem er hvers dags eða spari því fallegar umbúðir auka alltaf á gæðin. Súpuskálar og diskar eru til í öllum stærðum og gerðum. Súpudiskar hafa til þessa verið algengari en skálarnar sækja á og svo eru svokallaðir súpubollar að verða æ vinsælli.
Meðfylgjandi er uppskrift af gómsætri, bragðmikilli beikon og kartöflusúpu sem eykur kraft og vellíðan.
6 beikonsneiðar
4 hvítlauksgeirar
1 kg flysjaðar kartöflur
1 bolli kjúklingasoð
2 bollar vatn
1 1/4 bolli sýrður rjómi
1/4 bolli steinselja
Steikið beikon og hvítlauk þar til beikonið er orðið "krispí". Bætið niðurskornum kartöflunum við, síðan vatninu og kjúklingasoðinu.
Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla þar til kartöflurnar eru orðnar passlega mjúkar. Hrærið rólega sýrða rjómanum og steinseljunni saman við. Tilbúið.




