Hvað á að taka við? 8. nóvember 2004 00:01 Einn helsti vandi R-listans er að finna einhvern sem gæti tekið við af Þórólfi Árnasyni - og því er jafnvel líklegt að Þórólfur sitji áfram, nokkuð lemstraður. Þetta hefur verið til umfjöllunar á þrotlausum fundum um helgina. Ein tillagan sem hefur verið rædd er að skipa þrjá borgarstjóra, hvorki meira né minna, einn úr hverjum flokki sem standa að R-lista. Þegar ég heyrði þetta fyrst ályktaði ég að einn borgarstjóri myndi þá vera yfir okkur í Vesturborginni, kannski annar í Grafarvogi og Grafarholti og sá þriðji í efri byggðum, Breiðholti og Árbæ. En nei, það er víst ekki hugmyndin, heldur var ætlunin að skipta djobbinu eftir málefnum. Þetta yrðu þá eins konar ráðuneyti þar sem einn borgarstjóri færi til dæmis með fjármál, annar með skipulagsmál og sá þriðji með félagsmál. Hljómar satt að segja eins og hálfgerð skítaredding. Myndi ekki hlátur borgarbúa berast langt út á Faxaflóa? Þetta er að sönnu vandræðalegt mál. Fæstir í borgarstjórnarflokki R-listans geta unnt öðrum að verða borgarstjóri. Þetta er býsna nakin valdapólitík. Alfreð er reyndar sagður geta sætt sig við Árna Þór Sigurðsson, sem þykir nokkuð traustur maður - svona þangað til æstasta vinstrið í VG fer að hræra í honum. Dagur B. vill bjóða sjálfan sig fram en viðtökurnar virðast vera dræmar - hann er þó ungur, sætur og klár og gæti átt bjarta framtíð í pólitík. Væri að því leyti forvitnilegt að sjá hann glíma við þetta. Sigurður G. Guðjónsson er nefndur til sögunnar sem sterkur utanaðkomandi kandídat. Siggi má eiga það að hann hefur verið snillingur í að ergja Sjálfstæðisflokkinn - og svo hefur hann líka munninn fyrir neðan nefið og þyrfti kannski ekki mörg sjónvarpsviðtöl til að vinna borgarbúa á sitt band. Á móti kemur að ekki er vitað til þess að Siggi hafi nokkurn tíma sýnt borgarmálum minnsta áhuga. Helgu Jónsdóttur borgarritara hefur einnig verið getið í þessu sambandi. Hún er nokkuð traustur kostur, hefur verið lengi í Ráðhúsinu og tengist R-listanum sterkum böndum. En náttúrlega er hún fyrst og fremst embættismaður og varla hægt að hugsa sér að hún dragi vagninn í kosningum - sem eru eftir ekki nema eitt og hálft ár. Og loks er auðvitað möguleikinn - nokkuð fjarlægur að sönnu - að þetta verði allt sprengt í loft upp og Vilfreð taki við. Vilfreð = Alfreð og Vilhjálmur V. --- --- --- Þeir eru ekki margir sem taka til varna fyrir Þórólf Árnason þessa dagana. Svo maður leggur við hlustir þegar einhver gerir það. Sá ágæti klerkur, framsóknarmaður og fyrrverandi blaðamaður, Baldur Kristjánsson, heldur úti heimasíðunni baldur.is. Baldur, sem er sóknarprestur í Þorlákshöfn, segir í grein sem hann ritaði á síðuna á laugardaginn að auðvitað eigi Þórólfur að sitja áfram. Færir fyrir því nokkur rök: "Vinstri grænir og aðrir ættu að hafa það hugfast að það er auðvelt að dæma menn fyrir liðna tíma á grundvelli vitneskju og sjónarmiða nútímans. Það hendir oftar en ekki ungt fólk. Þórólfur Árnason var starfsmaður sem framkvæmdi það sem fyrir hann var lagt af stjórnendum. Langflestir hefðu gert eins. Það er ekkert óheiðarlegt við það. Maður lifir hverja tíð umlukinn tjöldum og sér ekki sviðið allt fyrr en eftirá." --- --- --- Árni Snævarr fór á þing Norðurlandaráðs í síðustu viku. Pólitíkin á Íslandi lá mestanpart niðri meðan það var haldið - því eðlilegt að þingfréttamaður fylgdi í kjölfar stjórnmálamannanna til Stokkhólms. Meðal þess sem var hvað mest til umræðu á þinginu voru áfengismál. Áfengisbölið var rætt milli þess sem var drukkið. Eða eins og Árni komst að orði: "Rægjum brennivínið en dettum svo í það!" Meðan forsætisráðherrar Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur diskúteruðu Evrópusambandið þurftu Kjell Magne Bondevik og Halldór Ásgrímsson að fara út. Þeir biðu frammi á gangi. The Economist hélt því fram fyrir nokkrum árum að Norðurlandaráð væri gagnslausasta alþjóðasamstarf í heimi. Það er erfitt að mótmæla því. En það er svosem ósköp vinalegt líka. --- --- --- Ég ætla svo að benda á ágæta grein um Rupert Murdoch, fjölmiðla hans og áhrif þeirra í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún er eftir Baldur Arnarson og birtist á Deiglunni nýskeð. Þar má lesa að Murdoch hampar ekki bara þeim pólitíkusum sem honum falla í geð - Bush, John Howard - heldur boða fjölmiðlar hans líka ákveðið gildismat, sniðganga gagnrýni og samfélagsleg vandamál, flytja þess heldur fréttir af liði eins og Beckham og Paris Hilton, ala á þjóðernishyggju og boða skattalækkanir. Áhrifin á lífsviðhorf þeirra sem neyta þessara fjölmiðla eru vissulega rannsóknarefni, eins og lesa má í greininni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Einn helsti vandi R-listans er að finna einhvern sem gæti tekið við af Þórólfi Árnasyni - og því er jafnvel líklegt að Þórólfur sitji áfram, nokkuð lemstraður. Þetta hefur verið til umfjöllunar á þrotlausum fundum um helgina. Ein tillagan sem hefur verið rædd er að skipa þrjá borgarstjóra, hvorki meira né minna, einn úr hverjum flokki sem standa að R-lista. Þegar ég heyrði þetta fyrst ályktaði ég að einn borgarstjóri myndi þá vera yfir okkur í Vesturborginni, kannski annar í Grafarvogi og Grafarholti og sá þriðji í efri byggðum, Breiðholti og Árbæ. En nei, það er víst ekki hugmyndin, heldur var ætlunin að skipta djobbinu eftir málefnum. Þetta yrðu þá eins konar ráðuneyti þar sem einn borgarstjóri færi til dæmis með fjármál, annar með skipulagsmál og sá þriðji með félagsmál. Hljómar satt að segja eins og hálfgerð skítaredding. Myndi ekki hlátur borgarbúa berast langt út á Faxaflóa? Þetta er að sönnu vandræðalegt mál. Fæstir í borgarstjórnarflokki R-listans geta unnt öðrum að verða borgarstjóri. Þetta er býsna nakin valdapólitík. Alfreð er reyndar sagður geta sætt sig við Árna Þór Sigurðsson, sem þykir nokkuð traustur maður - svona þangað til æstasta vinstrið í VG fer að hræra í honum. Dagur B. vill bjóða sjálfan sig fram en viðtökurnar virðast vera dræmar - hann er þó ungur, sætur og klár og gæti átt bjarta framtíð í pólitík. Væri að því leyti forvitnilegt að sjá hann glíma við þetta. Sigurður G. Guðjónsson er nefndur til sögunnar sem sterkur utanaðkomandi kandídat. Siggi má eiga það að hann hefur verið snillingur í að ergja Sjálfstæðisflokkinn - og svo hefur hann líka munninn fyrir neðan nefið og þyrfti kannski ekki mörg sjónvarpsviðtöl til að vinna borgarbúa á sitt band. Á móti kemur að ekki er vitað til þess að Siggi hafi nokkurn tíma sýnt borgarmálum minnsta áhuga. Helgu Jónsdóttur borgarritara hefur einnig verið getið í þessu sambandi. Hún er nokkuð traustur kostur, hefur verið lengi í Ráðhúsinu og tengist R-listanum sterkum böndum. En náttúrlega er hún fyrst og fremst embættismaður og varla hægt að hugsa sér að hún dragi vagninn í kosningum - sem eru eftir ekki nema eitt og hálft ár. Og loks er auðvitað möguleikinn - nokkuð fjarlægur að sönnu - að þetta verði allt sprengt í loft upp og Vilfreð taki við. Vilfreð = Alfreð og Vilhjálmur V. --- --- --- Þeir eru ekki margir sem taka til varna fyrir Þórólf Árnason þessa dagana. Svo maður leggur við hlustir þegar einhver gerir það. Sá ágæti klerkur, framsóknarmaður og fyrrverandi blaðamaður, Baldur Kristjánsson, heldur úti heimasíðunni baldur.is. Baldur, sem er sóknarprestur í Þorlákshöfn, segir í grein sem hann ritaði á síðuna á laugardaginn að auðvitað eigi Þórólfur að sitja áfram. Færir fyrir því nokkur rök: "Vinstri grænir og aðrir ættu að hafa það hugfast að það er auðvelt að dæma menn fyrir liðna tíma á grundvelli vitneskju og sjónarmiða nútímans. Það hendir oftar en ekki ungt fólk. Þórólfur Árnason var starfsmaður sem framkvæmdi það sem fyrir hann var lagt af stjórnendum. Langflestir hefðu gert eins. Það er ekkert óheiðarlegt við það. Maður lifir hverja tíð umlukinn tjöldum og sér ekki sviðið allt fyrr en eftirá." --- --- --- Árni Snævarr fór á þing Norðurlandaráðs í síðustu viku. Pólitíkin á Íslandi lá mestanpart niðri meðan það var haldið - því eðlilegt að þingfréttamaður fylgdi í kjölfar stjórnmálamannanna til Stokkhólms. Meðal þess sem var hvað mest til umræðu á þinginu voru áfengismál. Áfengisbölið var rætt milli þess sem var drukkið. Eða eins og Árni komst að orði: "Rægjum brennivínið en dettum svo í það!" Meðan forsætisráðherrar Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur diskúteruðu Evrópusambandið þurftu Kjell Magne Bondevik og Halldór Ásgrímsson að fara út. Þeir biðu frammi á gangi. The Economist hélt því fram fyrir nokkrum árum að Norðurlandaráð væri gagnslausasta alþjóðasamstarf í heimi. Það er erfitt að mótmæla því. En það er svosem ósköp vinalegt líka. --- --- --- Ég ætla svo að benda á ágæta grein um Rupert Murdoch, fjölmiðla hans og áhrif þeirra í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún er eftir Baldur Arnarson og birtist á Deiglunni nýskeð. Þar má lesa að Murdoch hampar ekki bara þeim pólitíkusum sem honum falla í geð - Bush, John Howard - heldur boða fjölmiðlar hans líka ákveðið gildismat, sniðganga gagnrýni og samfélagsleg vandamál, flytja þess heldur fréttir af liði eins og Beckham og Paris Hilton, ala á þjóðernishyggju og boða skattalækkanir. Áhrifin á lífsviðhorf þeirra sem neyta þessara fjölmiðla eru vissulega rannsóknarefni, eins og lesa má í greininni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun