Höfundar, krítík og móralskt vald 6. nóvember 2004 00:01 Birtist í DV 6. nóvember 2004 Ég á við þann vanda að stríða að ég get ekki fylgst með upplestri úr bókum. Ég nem ekki það sem fer fram. Kannski er þetta athyglisbrestur eða kannski er ég bara að verða heyrnarlaus. Því er ég ekki tíður gestur á bókmenntavökum eða á upplestrarkvöldum á Súfistanum. Og þannig verð ég líka af félagsskap bókmenntafólks - þekki það núorðið eiginlega ekki neitt. Öll mín bókmenntaneysla fer fram milli fjögurra veggja heimilisins, í einrúmi, helst í rúminu.Í gærkvöldi ætlaði ég að að fara í bókabúð Máls og menningar. Búðin var troðin af fólki sem var að hlýða á Einar Má Guðmundsson lesa úr nýjustu bók sinni. Ég tvísté, en lagði svo á flótta.Hitti rithöfund sem var að koma af þessari samkomu. Hann endursagði fyrir mig kafla úr upplestrinum, sagði að þetta hefði hljómað svona - birt án ábyrgðar: "Þá var ekki byrjað að nota rassinn til að flytja eiturlyf. Menn notuðu bara rassinn til að skíta. Og hommar voru ekki til á Íslandi þá."Á ég að segja að þetta hafi staðfest fordóma mína gagnvart íslenskum nútímabókmenntum - og þó sérstaklega eilífum fréttatilkynningunum um hvað þær eru að meika það rosalega á alþjóðavettvangi? Ég fæ nefnilega ekki almennilega trúað því að þetta dvergsamfélag geti framleitt mikið magn af rithöfundum sem skipta máli. Kannski einn snilling á átta hundruð ára fresti - það er helvíti gott hlutfall.Annars er stórmerkilegt rannsóknarefni hvað rithöfundar eru afbrýðissamir út í aðra rithöfunda - það er eiginlega mjög fyndið fyrir þá sem ekki standa í þessari baráttu. Það er líkt og þeir séu alltaf á verði gagnvart hrósyrðum um aðra höfunda - vænisýkin sem geisar á jólabókamarkaðnum er ofboðsleg. Tíminn til að berjast um athyglina, auglýsingarnar og þá litlu umfjöllun sem býðst er auðvitað knappur - stutt í að bókin sé komin á útsöluhaug á 999 krónur. Rýrnunin í bókmenntaheiminum getur verið hreint óskapleg - og ekki síður miskunnarleysið.Þetta er auðvitað míkróskópísk veröld og fer engan veginn stækkandi. Menn eru að bítast um fjarska litla bita. Svona örsamfélög - sem þó líta afar stórt á sig - loga einatt í úlfúð og illdeilum. Ég nefni til dæmis háskóla - fáir staðir eru jafn undirlagðir af þarflitlum flokkadráttum. Hrósaðu rithöfundi í eyru annars rithöfundar og yfir hann færist annarlegur svipur, það kemur slikja yfir augun, hann verður fjarrænn, þarf kannski skyndilega að fara eða þú heyrir hann muldra: "Hann er fífl." Eða: "Búinn að vera."Ég hef annað kastið um ævina starfað sem gagnrýnandi - bæði á bækur og kvikmyndir. Ég vona að ég þurfi ekki að gera það aftur. Gagnrýnendur eru lítilsmetið fólk sem öllum er heimilt að hnjóða í. Á þeim liggur það orð að þeir séu beiskir og ófullnægðir, oft mislukkaðir rithöfundar - þeir eru vændir um getuleysi. Fáir vilja taka upp hanskann fyrir gagnrýnendur - og hver vill svosem vera gagnrýnandi sem getur verið rithöfundur?Eitt sinn lenti ég í því að höfundur sem ég hafði fjallað um hrækti á eftir mér úti á götu. Annar sem ég gaf slæman dóm horfði árum saman á mig eins og sært dýr - ég held eiginlega að hann geri það enn. Það er á engan hátt eftirsóknarvert að vera upp á kant við annað fólk með þessum hætti.En hér hafa stundum verið gagnrýnendur sem hafa orðið svo frægir að af nafni þeirra stafar viss ógn. Sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna - sögðu skoðun sína ómengaða. Ég man óljóst eftir Ólafi Jónssyni. Hann var sjaldan glaður á svipinn. Páll Baldvin Baldvinsson var skæður á þeim tíma þegar hann skrifaði um leikhúsið; meira að segja miðasölustúlkurnar hötuðu hann. Jón Viðar Jónsson sat með pókerfeis og útdeildi hörðum dómum. Kolbrún Bergþórsdóttir var fjarska gagnorð og glöggskyggn - lét engar teoríur þvælast fyrir sér. Um tíma var hún kölluð Kolla kúpa - sbr. hauskúpurnar sem hún útdeildi til rithöfunda. Ég tala um Kolbrúnu í fortíð, enda skilst mér að hún sé alveg hætt að gagnrýna, taki ekki í mál að gera það aftur. Kannski vill hún eiga vini?Alls staðarí heiminum er starf gagnrýnandans líka sérlega illa launað. Til hvers eru menn þá að standa í þessu?Sumir gera það sjálfsagt vegna ástar á bókum og lestri, aðrir lenda bara óvart í því - og svo eru þeir sem eru illa innrættir og vilja ná sér niðri á náunganum. Það hjálpar kannski að vera dálítill sósíópati - eiga ekki vini eða vera alveg sama um vinarmissi. Langa ekki svo mjög í hlýju kokkteilboðanna. En flestallir gagnrýnendur á Íslandi sem eitthvað var spunnið í hafa gefist upp - ekki treyst sér til að standa í strögglinu lengur.Kristmann Guðmundsson ætlaði eitt sinn að senda menn til að lemja mig, dóttursyni sína skildist mér, sterka stráka sagði hann - allt vegna greinar sem ég hafði skrifað. Þeir komu aldrei en ég var á varðbergi í nokkrar vikur. Eftir á að hyggja fannst mér þetta ágætt hjá karlinum. Kannski skynjaði ég að gagnrýnendur ættu skilið að láta berja sig.En svo eru náttúrlega gagnrýnendur sem segja aldrei neitt, halda áfram með sömu loðmulluna ár eftir ár, passa sig að vera innundir. Auðvitað er það fjarska eðlilegt þegar maður hefur þá óskemmtilegu atvinnu að sitja í dómarasæti yfir ævistarfi fólks, því sem það hefur skapað með blóði svita og tárum. Vandinn er bara sá að yfirleitt er afskaplega brenglað hlutfall milli fyrirhafnar og endanlegrar útkomu.Ágæt leið getur líka verið að fara að leggja stund á afbyggingu - dekonstrúksjón. Samkvæmt þeirri miklu teoríu þykir ekki vitund fínt að fella gildishlaðna dóma - þvæla um hvað sé gott og hvað lélegt - heldur hakkar maður textann í sundur og sér að allt hefur sitt vægi, hvort sem það er lágkúra eða snilld. Best er ef gagnrýnin er óskiljanlegri en bókin sem fjallað er um.Fyrir mér hefur ekki átt að liggja að verða rithöfundur, þótt ég hafi alið drauma um það sem ungur maður. Kannski sem betur fer. Það eru ekki bara tóm vonbrigði þegar æskudraumar rætast ekki - maður getur líka orðið feginn. Það getur verið erfitt að rogast með afleiðingar heimskulegra drauma. Maður þarf þá altént ekki að daga uppi sem miðlungsgóður rithöfundur, meðalmenni meðal meðalmenna, á einhverri smásporslu sem maður vonast til að fá frá ríkinu.Það eru ekki margir sem slá í gegn - og ennþá erfiðara er að halda sér á toppnum. Þetta hlýtur að vera stanslaus taugaveiklun. Maður skilur vel afbrýðissemina og tortryggninina. Ég kannaðist við einn höfund sem var fluttur á Klepp milli bóka, sannfærður um að nú væri hann endanlega kominn með ritstíflu.Eitt af þvi fáa sem er máski eftirsóknarvert er að það er munað eftir rithöfundum. Bækur þeirra lafa þó á hillum bókasafna ár og síð, sumir lenda meira að segja í námsskránni. Það muna hins vegar voða fáir eftir dauðum fjölmiðlamönnum. Þeir eru eins og blöðin frá því í gær.Þegar ég fæddist eimdi ennþá eftir af þeim tíma þegar skáldsagan trónaði á hátindinum í heimi listanna. Fáum árum áður höfðu Hemingway, Faulkner og Laxness fengið Nóbelsverðlaun. Verk á borð við Catch 22, Catcher in the Rye, Blikktrommuna, Útlendinginn og Tómas Jónsson metsölubók voru ný- eða óútkomin. Skáldverk voru ekki bara spegill, heldur mótuðu þau hugarfar, tísku og heimsviðhorf. Skáldskapurinn var móralskt afl, en líka raunverulegur áhrifavaldur. Á mesta veldisskeiði skáldsögunnar voru höfundar eins og Hugo, Dickens, Tolstoy, Zola og Laxness - menn sem gátu orðið valdir að alvöru þjóðfélagsbreytingumÞað koma varla aftur tímar þegar bókmenntirnar hafa slíkt autoritet. Núorðið á maður ekki von á að út komi skáldskapur sem breyti veruleikanum eða hafi yfirleitt áhrif á hann. Tímarnir hafa breyst, það er til lítils að sakna þessa.En það er auðvitað nóg skifað og sjálfsagt alltof mikið gefið út. Hér koma út sex hundruð bækur á tveimur mánuðum. Það er merkilegt í fámennu landi þar sem helmingur þjóðarinnar les aldrei bók - og hinum bókarlausu fer víst fjölgandi í hverri mælingu sem er gerð. Sagt er að fyrir hvern lesanda sem kveður heiminn komi áhorfandi í staðinn. Allt umhverfi okkar er fullt af tækni sem er miklu ágengari og meira ávanabindandi en lestur. Skáldskapurinn er líkur miðborg þaðan sem fólkið tínist smátt og smátt út í úthverfi þar sem greipar eru krepptar utan um fjarstýringar og skjábjarma slær á hvern glugga. Til að lesa þarf maður að slökkva, vera einn, loka að sér, njóta einverunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Nóbelsverðlaun Silfur Egils Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Birtist í DV 6. nóvember 2004 Ég á við þann vanda að stríða að ég get ekki fylgst með upplestri úr bókum. Ég nem ekki það sem fer fram. Kannski er þetta athyglisbrestur eða kannski er ég bara að verða heyrnarlaus. Því er ég ekki tíður gestur á bókmenntavökum eða á upplestrarkvöldum á Súfistanum. Og þannig verð ég líka af félagsskap bókmenntafólks - þekki það núorðið eiginlega ekki neitt. Öll mín bókmenntaneysla fer fram milli fjögurra veggja heimilisins, í einrúmi, helst í rúminu.Í gærkvöldi ætlaði ég að að fara í bókabúð Máls og menningar. Búðin var troðin af fólki sem var að hlýða á Einar Má Guðmundsson lesa úr nýjustu bók sinni. Ég tvísté, en lagði svo á flótta.Hitti rithöfund sem var að koma af þessari samkomu. Hann endursagði fyrir mig kafla úr upplestrinum, sagði að þetta hefði hljómað svona - birt án ábyrgðar: "Þá var ekki byrjað að nota rassinn til að flytja eiturlyf. Menn notuðu bara rassinn til að skíta. Og hommar voru ekki til á Íslandi þá."Á ég að segja að þetta hafi staðfest fordóma mína gagnvart íslenskum nútímabókmenntum - og þó sérstaklega eilífum fréttatilkynningunum um hvað þær eru að meika það rosalega á alþjóðavettvangi? Ég fæ nefnilega ekki almennilega trúað því að þetta dvergsamfélag geti framleitt mikið magn af rithöfundum sem skipta máli. Kannski einn snilling á átta hundruð ára fresti - það er helvíti gott hlutfall.Annars er stórmerkilegt rannsóknarefni hvað rithöfundar eru afbrýðissamir út í aðra rithöfunda - það er eiginlega mjög fyndið fyrir þá sem ekki standa í þessari baráttu. Það er líkt og þeir séu alltaf á verði gagnvart hrósyrðum um aðra höfunda - vænisýkin sem geisar á jólabókamarkaðnum er ofboðsleg. Tíminn til að berjast um athyglina, auglýsingarnar og þá litlu umfjöllun sem býðst er auðvitað knappur - stutt í að bókin sé komin á útsöluhaug á 999 krónur. Rýrnunin í bókmenntaheiminum getur verið hreint óskapleg - og ekki síður miskunnarleysið.Þetta er auðvitað míkróskópísk veröld og fer engan veginn stækkandi. Menn eru að bítast um fjarska litla bita. Svona örsamfélög - sem þó líta afar stórt á sig - loga einatt í úlfúð og illdeilum. Ég nefni til dæmis háskóla - fáir staðir eru jafn undirlagðir af þarflitlum flokkadráttum. Hrósaðu rithöfundi í eyru annars rithöfundar og yfir hann færist annarlegur svipur, það kemur slikja yfir augun, hann verður fjarrænn, þarf kannski skyndilega að fara eða þú heyrir hann muldra: "Hann er fífl." Eða: "Búinn að vera."Ég hef annað kastið um ævina starfað sem gagnrýnandi - bæði á bækur og kvikmyndir. Ég vona að ég þurfi ekki að gera það aftur. Gagnrýnendur eru lítilsmetið fólk sem öllum er heimilt að hnjóða í. Á þeim liggur það orð að þeir séu beiskir og ófullnægðir, oft mislukkaðir rithöfundar - þeir eru vændir um getuleysi. Fáir vilja taka upp hanskann fyrir gagnrýnendur - og hver vill svosem vera gagnrýnandi sem getur verið rithöfundur?Eitt sinn lenti ég í því að höfundur sem ég hafði fjallað um hrækti á eftir mér úti á götu. Annar sem ég gaf slæman dóm horfði árum saman á mig eins og sært dýr - ég held eiginlega að hann geri það enn. Það er á engan hátt eftirsóknarvert að vera upp á kant við annað fólk með þessum hætti.En hér hafa stundum verið gagnrýnendur sem hafa orðið svo frægir að af nafni þeirra stafar viss ógn. Sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna - sögðu skoðun sína ómengaða. Ég man óljóst eftir Ólafi Jónssyni. Hann var sjaldan glaður á svipinn. Páll Baldvin Baldvinsson var skæður á þeim tíma þegar hann skrifaði um leikhúsið; meira að segja miðasölustúlkurnar hötuðu hann. Jón Viðar Jónsson sat með pókerfeis og útdeildi hörðum dómum. Kolbrún Bergþórsdóttir var fjarska gagnorð og glöggskyggn - lét engar teoríur þvælast fyrir sér. Um tíma var hún kölluð Kolla kúpa - sbr. hauskúpurnar sem hún útdeildi til rithöfunda. Ég tala um Kolbrúnu í fortíð, enda skilst mér að hún sé alveg hætt að gagnrýna, taki ekki í mál að gera það aftur. Kannski vill hún eiga vini?Alls staðarí heiminum er starf gagnrýnandans líka sérlega illa launað. Til hvers eru menn þá að standa í þessu?Sumir gera það sjálfsagt vegna ástar á bókum og lestri, aðrir lenda bara óvart í því - og svo eru þeir sem eru illa innrættir og vilja ná sér niðri á náunganum. Það hjálpar kannski að vera dálítill sósíópati - eiga ekki vini eða vera alveg sama um vinarmissi. Langa ekki svo mjög í hlýju kokkteilboðanna. En flestallir gagnrýnendur á Íslandi sem eitthvað var spunnið í hafa gefist upp - ekki treyst sér til að standa í strögglinu lengur.Kristmann Guðmundsson ætlaði eitt sinn að senda menn til að lemja mig, dóttursyni sína skildist mér, sterka stráka sagði hann - allt vegna greinar sem ég hafði skrifað. Þeir komu aldrei en ég var á varðbergi í nokkrar vikur. Eftir á að hyggja fannst mér þetta ágætt hjá karlinum. Kannski skynjaði ég að gagnrýnendur ættu skilið að láta berja sig.En svo eru náttúrlega gagnrýnendur sem segja aldrei neitt, halda áfram með sömu loðmulluna ár eftir ár, passa sig að vera innundir. Auðvitað er það fjarska eðlilegt þegar maður hefur þá óskemmtilegu atvinnu að sitja í dómarasæti yfir ævistarfi fólks, því sem það hefur skapað með blóði svita og tárum. Vandinn er bara sá að yfirleitt er afskaplega brenglað hlutfall milli fyrirhafnar og endanlegrar útkomu.Ágæt leið getur líka verið að fara að leggja stund á afbyggingu - dekonstrúksjón. Samkvæmt þeirri miklu teoríu þykir ekki vitund fínt að fella gildishlaðna dóma - þvæla um hvað sé gott og hvað lélegt - heldur hakkar maður textann í sundur og sér að allt hefur sitt vægi, hvort sem það er lágkúra eða snilld. Best er ef gagnrýnin er óskiljanlegri en bókin sem fjallað er um.Fyrir mér hefur ekki átt að liggja að verða rithöfundur, þótt ég hafi alið drauma um það sem ungur maður. Kannski sem betur fer. Það eru ekki bara tóm vonbrigði þegar æskudraumar rætast ekki - maður getur líka orðið feginn. Það getur verið erfitt að rogast með afleiðingar heimskulegra drauma. Maður þarf þá altént ekki að daga uppi sem miðlungsgóður rithöfundur, meðalmenni meðal meðalmenna, á einhverri smásporslu sem maður vonast til að fá frá ríkinu.Það eru ekki margir sem slá í gegn - og ennþá erfiðara er að halda sér á toppnum. Þetta hlýtur að vera stanslaus taugaveiklun. Maður skilur vel afbrýðissemina og tortryggninina. Ég kannaðist við einn höfund sem var fluttur á Klepp milli bóka, sannfærður um að nú væri hann endanlega kominn með ritstíflu.Eitt af þvi fáa sem er máski eftirsóknarvert er að það er munað eftir rithöfundum. Bækur þeirra lafa þó á hillum bókasafna ár og síð, sumir lenda meira að segja í námsskránni. Það muna hins vegar voða fáir eftir dauðum fjölmiðlamönnum. Þeir eru eins og blöðin frá því í gær.Þegar ég fæddist eimdi ennþá eftir af þeim tíma þegar skáldsagan trónaði á hátindinum í heimi listanna. Fáum árum áður höfðu Hemingway, Faulkner og Laxness fengið Nóbelsverðlaun. Verk á borð við Catch 22, Catcher in the Rye, Blikktrommuna, Útlendinginn og Tómas Jónsson metsölubók voru ný- eða óútkomin. Skáldverk voru ekki bara spegill, heldur mótuðu þau hugarfar, tísku og heimsviðhorf. Skáldskapurinn var móralskt afl, en líka raunverulegur áhrifavaldur. Á mesta veldisskeiði skáldsögunnar voru höfundar eins og Hugo, Dickens, Tolstoy, Zola og Laxness - menn sem gátu orðið valdir að alvöru þjóðfélagsbreytingumÞað koma varla aftur tímar þegar bókmenntirnar hafa slíkt autoritet. Núorðið á maður ekki von á að út komi skáldskapur sem breyti veruleikanum eða hafi yfirleitt áhrif á hann. Tímarnir hafa breyst, það er til lítils að sakna þessa.En það er auðvitað nóg skifað og sjálfsagt alltof mikið gefið út. Hér koma út sex hundruð bækur á tveimur mánuðum. Það er merkilegt í fámennu landi þar sem helmingur þjóðarinnar les aldrei bók - og hinum bókarlausu fer víst fjölgandi í hverri mælingu sem er gerð. Sagt er að fyrir hvern lesanda sem kveður heiminn komi áhorfandi í staðinn. Allt umhverfi okkar er fullt af tækni sem er miklu ágengari og meira ávanabindandi en lestur. Skáldskapurinn er líkur miðborg þaðan sem fólkið tínist smátt og smátt út í úthverfi þar sem greipar eru krepptar utan um fjarstýringar og skjábjarma slær á hvern glugga. Til að lesa þarf maður að slökkva, vera einn, loka að sér, njóta einverunnar.