Einn skór úr átján bútum 30. október 2004 00:01 "Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum. Atvinna Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum.
Atvinna Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira