Smávegis um hlutleysi 13. október 2004 00:01 Hér í eina tíð átti allt að vera hlutlaust. Í gegnum alla þjóðfélagsumræðuna gekk hárfín lína hlutleysis, allir töldu sig vita hvar hún var - frávik frá henni voru mæld nákvæmlega. Flokksblöðin voru auðvitað ekki hlutlaus - en það trúði heldur enginn því sem stóð í þeim. Einn starfsmaður Ríkisútvarpsins missti næstum vinnuna þegar hann sagði í viðtali við mig í Tímanum fyrir tuttugu árum að útvarpið ætti að taka grenjandi afstöðu - "með hlustendum", sagði hann. Það gekk allt af göflunum í útvarpsráði. Ég get næstum fullyrt að vegna þessara orða fékk þessi góði útvarpsmaður aldrei þann frama sem hann átti skilinn innan stofnunarinnar. En nú eru aðrir tímar og hlutleysið þykir ekki endilega henta lengur. Mogginn er aftur orðinn að flokksblaði eftir að hafa reynt í áratugi að losa sig við flokksstimpilinn. Það gerðist bara sisvona. Það voru grafnar skotgrafir og Mogginn fór í humátt á eftir þangað ofan í. Það er enginn hlutlaus, les ég á plakati sem hefur verið hengt út um allan bæ. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðasta sólarhringinn. Kannski er þetta bara merkingarlaust slagorð sem samið er á auglýsingastofu. En ég er hræddur um ekki. Þetta endurómar þá trú flokkshesta að allt fólk hugsi innst inni eftir flokkspólitískri forskrift. Það geti bara ekki gert að því. Og þannig getur enginn verið hlutlaus, enginn getur staðið fyrir utan og horft á fyrirbærið pólitík, bara eins og hver annar borgari uppi í stúku, heldur eru allir í einni þvögu að kljást inni á vellinum. Og því þarf að stilla upp eins og í lið - það þarf að passa vel upp á að valda alla mjög nákvæmlega, rétt eins og í boltanum. Svo alls hlutleysis sé gætt og enginn rífi sig nú lausan... --- --- --- Pólitískur dilkadráttur hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Fjölmiðlarnir voru meira að segja ásakaðir fyrir að draga pólitíkusa í dilka í sumar - yfirleitt eru þeir nú fullfærir um það sjálfir að rata í dilkinn sinn. Ég játa að ég hef aldrei almennilega skilið fólk sem er í pólitískum flokkum - prófaði með litlum árangri að vera félagi í þremur þeirra - og ég er ekki viss um að það skilji okkur hin. Ég vona að ég verði ekki álitinn mjög dómharður þegar ég segi að góður flokksmaður þurfi að þrengja sjónarhorn sitt þannig að ekki sjáist lengur nema brot af veruleikanum. Allt annað gæti virkað truflandi. Ímyndunarafl þykir varla æskilegur eiginleiki. Einlægni er heldur ekki sterkasta hlið þeirra sem starfa í pólítískum flokkum - eða treystið þið ykkur til að sjá hvenær stjórnmálamenn tala frá hjartanu? Annað er undirhyggjan sem er svo sterkur þáttur af flokkapólitíkinni. Það er auðvitað ekki hægt að treysta neinum í pólitík, ekki andstæðingunum og allra síst samherjunum - er ekki sagt að öll pólitísk líf endi illa? Því á maður varla annan kost í stjórnmálunum en að vera fullur af undirhyggju, svo fullur af undirhyggju að maður er alltaf að leita að undirhyggjunni í fari annarra. Og þá er útilokað að skilja að til er fólk sem er kannski bara að vinna vinnuna sína eftir bestu samvisku og ekki að hugsa um neina flokkapólitík, fólk sem gæti jafnvel talist vera "hlutlaust". Sökum þess að flokkshestarnir sjálfir ganga fyrir dálítið annarlegum hvötum álíta þeir að hið sama hljóti að gilda um alla aðra. --- --- --- Maður nokkur kom til mín í sundi og sagði að ég væri í mikilli klípu. Ég hváði. Hann sagði að ríkisstjórnin væri svo leiðinleg að mér hlyti að vera vandi á höndum að gera skemmtilega þætti. "Ég veit ekki hvernig þú ætlar að fara að þessu," sagði maðurinn. "En," bætti hann við, "ef þér tekst að gera þetta skemmtilegt ertu örugglega að hjálpa ríkisstjórninni." --- --- --- Í gær var ég að vitna í grein kunningja míns Daniels Hannans í The Spectator. Hann segir að Íslendingar séu hamingjusamasta, ríkasta og frjálsasta fólk í heimi - vegna þess að þeir standa utan ESB. Maður sér þá hvítna upp Evrópusinna eins og Eirík B., Andrés J. og Úlfar Hauks. Hannan segir að Íslendingar velti sér upp úr peningum. En kannski fer hann aðeins fram úr sér í lýsingum á auðsæld Íslendinga. Allavega þegar hann fullyrðir að fólk sem var örsnautt fyrir tveimur kynslóðum sé núna alþjóðlegir auðkýfingar sem "kaupi hús í Chelsea sem standi auð milli heimsókna þess til London". Allavega hefur mér aldrei verið boðið í svona hús. Ég er bara á Regent Palace eins og hinir Frónbúarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hér í eina tíð átti allt að vera hlutlaust. Í gegnum alla þjóðfélagsumræðuna gekk hárfín lína hlutleysis, allir töldu sig vita hvar hún var - frávik frá henni voru mæld nákvæmlega. Flokksblöðin voru auðvitað ekki hlutlaus - en það trúði heldur enginn því sem stóð í þeim. Einn starfsmaður Ríkisútvarpsins missti næstum vinnuna þegar hann sagði í viðtali við mig í Tímanum fyrir tuttugu árum að útvarpið ætti að taka grenjandi afstöðu - "með hlustendum", sagði hann. Það gekk allt af göflunum í útvarpsráði. Ég get næstum fullyrt að vegna þessara orða fékk þessi góði útvarpsmaður aldrei þann frama sem hann átti skilinn innan stofnunarinnar. En nú eru aðrir tímar og hlutleysið þykir ekki endilega henta lengur. Mogginn er aftur orðinn að flokksblaði eftir að hafa reynt í áratugi að losa sig við flokksstimpilinn. Það gerðist bara sisvona. Það voru grafnar skotgrafir og Mogginn fór í humátt á eftir þangað ofan í. Það er enginn hlutlaus, les ég á plakati sem hefur verið hengt út um allan bæ. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðasta sólarhringinn. Kannski er þetta bara merkingarlaust slagorð sem samið er á auglýsingastofu. En ég er hræddur um ekki. Þetta endurómar þá trú flokkshesta að allt fólk hugsi innst inni eftir flokkspólitískri forskrift. Það geti bara ekki gert að því. Og þannig getur enginn verið hlutlaus, enginn getur staðið fyrir utan og horft á fyrirbærið pólitík, bara eins og hver annar borgari uppi í stúku, heldur eru allir í einni þvögu að kljást inni á vellinum. Og því þarf að stilla upp eins og í lið - það þarf að passa vel upp á að valda alla mjög nákvæmlega, rétt eins og í boltanum. Svo alls hlutleysis sé gætt og enginn rífi sig nú lausan... --- --- --- Pólitískur dilkadráttur hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Fjölmiðlarnir voru meira að segja ásakaðir fyrir að draga pólitíkusa í dilka í sumar - yfirleitt eru þeir nú fullfærir um það sjálfir að rata í dilkinn sinn. Ég játa að ég hef aldrei almennilega skilið fólk sem er í pólitískum flokkum - prófaði með litlum árangri að vera félagi í þremur þeirra - og ég er ekki viss um að það skilji okkur hin. Ég vona að ég verði ekki álitinn mjög dómharður þegar ég segi að góður flokksmaður þurfi að þrengja sjónarhorn sitt þannig að ekki sjáist lengur nema brot af veruleikanum. Allt annað gæti virkað truflandi. Ímyndunarafl þykir varla æskilegur eiginleiki. Einlægni er heldur ekki sterkasta hlið þeirra sem starfa í pólítískum flokkum - eða treystið þið ykkur til að sjá hvenær stjórnmálamenn tala frá hjartanu? Annað er undirhyggjan sem er svo sterkur þáttur af flokkapólitíkinni. Það er auðvitað ekki hægt að treysta neinum í pólitík, ekki andstæðingunum og allra síst samherjunum - er ekki sagt að öll pólitísk líf endi illa? Því á maður varla annan kost í stjórnmálunum en að vera fullur af undirhyggju, svo fullur af undirhyggju að maður er alltaf að leita að undirhyggjunni í fari annarra. Og þá er útilokað að skilja að til er fólk sem er kannski bara að vinna vinnuna sína eftir bestu samvisku og ekki að hugsa um neina flokkapólitík, fólk sem gæti jafnvel talist vera "hlutlaust". Sökum þess að flokkshestarnir sjálfir ganga fyrir dálítið annarlegum hvötum álíta þeir að hið sama hljóti að gilda um alla aðra. --- --- --- Maður nokkur kom til mín í sundi og sagði að ég væri í mikilli klípu. Ég hváði. Hann sagði að ríkisstjórnin væri svo leiðinleg að mér hlyti að vera vandi á höndum að gera skemmtilega þætti. "Ég veit ekki hvernig þú ætlar að fara að þessu," sagði maðurinn. "En," bætti hann við, "ef þér tekst að gera þetta skemmtilegt ertu örugglega að hjálpa ríkisstjórninni." --- --- --- Í gær var ég að vitna í grein kunningja míns Daniels Hannans í The Spectator. Hann segir að Íslendingar séu hamingjusamasta, ríkasta og frjálsasta fólk í heimi - vegna þess að þeir standa utan ESB. Maður sér þá hvítna upp Evrópusinna eins og Eirík B., Andrés J. og Úlfar Hauks. Hannan segir að Íslendingar velti sér upp úr peningum. En kannski fer hann aðeins fram úr sér í lýsingum á auðsæld Íslendinga. Allavega þegar hann fullyrðir að fólk sem var örsnautt fyrir tveimur kynslóðum sé núna alþjóðlegir auðkýfingar sem "kaupi hús í Chelsea sem standi auð milli heimsókna þess til London". Allavega hefur mér aldrei verið boðið í svona hús. Ég er bara á Regent Palace eins og hinir Frónbúarnir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun